Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. október 1997 Fréttir 13 Framsóknarmenn vísitera Vestmannaeyjar Halldór Ágrímsson, formaöur Framsóknarflokksins og utanríkisráöherra, í ræðustól á kjördæmisþinginu. Kjördæmisþing Fmmsóknarmanna á Suðurlandi: Hafna veiðileyfagjaldi I stjórnmálaályktun kjördæmis- þings Framsóknarmanna, sem haldiö var í Vestmannaeyjum á laugardaginn, koma fram áhyggjur af framtíð landvinnslunnar sem á undir högg að sækja í samkeppn- inni við sjóvinnslu. Einnig er alfarið hafnað veiðileyfagjaldi á sjávarút- veginn. I ályktuninni er bent á miklar fjár- festingar í sjávarútvegi að undan- fömu samfara sterkari stöðu í vinnslu uppsjávarfiska. „Þingið fagnar þessari þróun en telur að bæta þurfi samkeppnisaðstöðu landvinnslunnar gagnvart sjóvinnslunni. Jafnframt ber að leita leiða til þess að síldveiðum sé hagað þannig að sem stærstur hluti aflans fari til manneldis," segir meðal annars í ályktuninni. Varað er við því að kvótinn safnist á of fáar hendur og mjög skýr afstaða er tekin gegn almennu veiðileyfagjaldi á sjávarútveginn. Er litið á það sem talið er jafnast á við skattlagningu en jafnframt er minnt á að núverandi kvótakerfi þarfnast stöðugrar endur- skoðunar. „Einnig verður að gæta þess að gengisjafnvægi haldist milli útflutnings- og innflutningsgreina, þar sem sérstaklega verði lögð áhersla á að nýta hagstæð skilyrði til framleiðslu hollrar gæðafæðu “ Almennur fundur Framsóknar: r Anægðir með stöðu flokksins Milli 30 og 40 rnanns sóttu almennan fund Framsóknar- flokksins á Hertoganum á föstu- dagskvöldið. Fyrir hönd flokksins var mætt margt stórmenna meðal annars Halldór Asgrímsson utan- ríkisráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Guðni Ágústs- son alþingismaður, Siv Friðleifs- dóttir alþingismaður og Isólfur Gylfi Pálmason, sem stjórnaði fundinum af röggsemi. Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra hélt stutta framsögu. Það var ekki annað að heyra en Halldór væri ánægður nteð stöðu flokksins gagnvart kjósendum og vitnaði til slagorðs tlokksins fyrir síðustu kosningar, „Fólk í fyrirrúmi" og taldi vel hugsandi að nota það aftur fyrir næstu kosningar. Einnig sagði hann að ekki yrði um grundvallar-breytingu að ræða í stjórnun fiskveiða. Hann benti á að skattur í formi veiðileyfagjalds yrði ekki til þess að bæta hag útgerðarinnar og spurði hvort fyrirtæki íVestmannaeyjum ættu handbærar 600 milljónir sem yrði það fé sem þau yrðu að greiða. Veiðileyfagjald myndi ekki greiða skuldir sjávarútvegsins né byggja upp fiskistofna. Þetta væru hins vegar einu tillögur stjórnarandstöðunnar á þingi. Að lokinni framsögu var fyrir- spurnum svarað úr sal. Páll Pétursson var ánægður með starf flokksins í ríkisstjóm og hélt langa ræðu um fólk í fyrirrúmi. þrátt fyrir fólksflótta af landsbyggðinni til Reykjavfkur. Það væri hins vegar aldrei hægt að finna stefnu sent allir væru ánægðir nteð. í framhaldi af því minnti ísólfur Gylfi Pálmason á komandi bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. Hann benti á að alls staðar þar sem frarn- sóknarflokkurinn ætti ekki fulltrúa væru sveitarstjórnarmál f ólestri. Og mælti með því að framsóknarmenn í Eyjum fylktu sér til sigurs í kosn- ingunum. Bent var á að kvótakerftð væri fjandsamlegt ungu fólki sem vildi hefja útgerð. Því var til svarað að kvótakeifl í landbúnaði væri það líka. Hins vegar værí framtíð ungafólksins fólgin í tölvutækni og margmiðlun. Þar væru vaxtarbroddar íslensks samfélags. Allir voru framsóknarmenn og flestir fundarmenn á einu máli um gott samstarf við sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Væri þar ylur og gleði undir sameiginlegri sæng og að þeir litu björtum augum fram á veginn fyrir þjóðina. Töldu þeir upp úr pokum sínum allt sem þeir hefðu látið gott af sér leiða til að gera dullítið búsældarlegra hjá þjóðinni. Að því loknu var klappað fyrir góðum og málefnalegum fundi, því ntenn þyrftu að haska sér út á flugvöll þar sem vél beið að konta þeim til Reykjavíkur að stjóma landinu. Milli 30 og 40 gestir sátu fund Framsóknarmanna. Fundað á Bæjarveitunum Ráðgerður var opinn fundur á kaffistofu Bæjarveitna með iðnaðarráðherra. Hann komst hins vegar ekki í tíma og var því þingmaður Framsóknar á Vesturlandi, Magnús Stefánsson og Egill Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri flokksins, látnir fylla skarð hans. Fyrir hönd Bæjarveitna tók Friðrik Friðriksson Bæjarveitustjóri á móti tvímenningunum. Fundurinn var fámennur en þó urðu nokkuð fjörugar fyrirspurnir. Það sem brann helst á mönnum voru hugmyndir um framtíðarskipulag orkumála. Friðrik, sagði að ósk Vest- mannaeyinga væri að komast í bein viðskipti við landskerfið og geta keypt orkuna á sama verði og Reykjavík, Akureyri og Orkubú Vestfjarða. Einnig spurði Friðrik þingmanninn hvað yrði um afgangsorkuna sem Vestmannaeyingarfengju, þegar nýir kaupendur tengdust Landsvirkjun. Yrði orkuverð hækk- að til Vestmannaeyinga? Atvimumál og fólksfíutningar eht á baugi Að loknum fundi hjá Bæjar- veitunum var haldið í Skipa- lyftuna, þar sem heldur hafði fjölgað í hópnum. Nú höfðu bæst í hópinn Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. en hún hafði opnað Náttúrustofu Suðurlands fyrr unt daginn í fjarveru unthverfísráðherra Guðmundar Bjarnasona, ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður og Siv Friðleifsdóttir alþingismaður. Vel var tekið á móti hópnum af starfsmönnum Skipalyftunnar en umræður frekar daufar. Atvinnumál. samgöngumál og brottflutningur fólks frá Vestmannaeyjum voru þar efst á baugi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.