Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur l.júlí 1999 Gamalt og nýtt mæt -Þegar gluggað er í gömul blöð og í Ijós kemur að 20 ára gömul frétt getu s A ristjóm Frétta em til innbundnir árgangar af blaðinu frá árinu 1977 en inn í eldri árganga er aðeins til eitt og blað. Þegar gluggað er í þessum gömlu blöðum sést mikilvægi slíkrar útgáfu fyrir framtíðina. Um leið sést að sagan endurtekur sig og fátt er nýtt undir sólinni. Hér em nokkur dæmi um fréttir frá fystum ámm Frétta sem tengja má við daginn í dag með einhverjum hætti. íþróttamiðstöðin Á forsíðu Frétta 6. janúar 1977 er lokafréttatilkynning Framkvæmda- nefndar um byggingu íþróttamann- virkja í Vestmannaeyjum. Þeir Eyja- menn sem voru komnir til vits og ára á þessum tíma minnast þess að þama var íþróttamiðstöðin í Brimhólalaut nýtekin til starfa. Bygging hennar var að stórum hluta fjármögnuð með erlendum lánum auk þess sem kröftug framkvæmdanefnd undir forystu Stefáns Runólfssonar stóð fyrir söfn- unum meðal bæjarbúa. Söfnunin skilaði rúmlega 12 milljónum króna auk þess sem frystihúsin fjögur gáfu heitu pottana. Með Iþróttamiðstöðinni státuðu Eyjamenn af einni fullkomnustu sund- laug landsins og einu besta íþrótta- húsinu. En síðan eru liðin mörg ár og nú fara fram gagngerar endurbætur á sundlaugarhúsinu og menn standa frammi fyrir því annaðhvort að endur- byggja gamla salinn eða byggja nýjan til þess að standast kröfur tímans. Herjólfur Þetta ár er gamli Herjólfur ársgamall og þótti það mikið framfaraspor þegar í boði voru daglegar ferðir milli lands og Eyja. Ekki virðist útgerð skipsins hafa gengið áfallalaust fyrstu mán- uðina ef marka má frétt úr Mánu- dagsblaðinu sem birtist í Fréttum 10. júní. Þar er fullyrt að þáverandi nýi Herjólfur sé hinn mesti gallagripur. Ekki er tilgreint hversu alvarlegar bilanir um er að ræða en þetta minnir á að öll mannanna verk eru for- gengileg eins og sannaðist þegar núverandi nýi Herjólfur bilaði og var frá í þrjár vikur. Á hvolfi Þeir sem starfa við útgáfu starfsemi verða oft að sætta sig við að mistök þeirra koma fyrir sjónir lesenda. Stundum geta mistökin verið meið- andi og komið sér illa en þau geta líka verið skondin. Gott dæmi um þetta er 18. tölublað Frétta 1977 sem kom út fimmtudaginn 16. júní. Allt virðist með felldu þegar litið er á forsíðuna en þegar blaðinu er flett kemur í ljós að síða 2 er á hvolfi og það sama gildir um síður 3 og 4. Og enn emm við að gera mistök og munum halda því áfram eins önnur mannanna böm. Skatturinn Þá eins og nú var gluggað í skatt- skrána og árið 1977 em hæstu gjaldendur Sigmundur Andrésson bakari, Guðjón Pálsson skipstjóri, Björn Ragnarsson tannlæknir, Jón Hjaltason lögfræðingur og Guð- mundur Karlsson forstjóri. Hæstu gjaldendur félaga vom Ingólfur hf. netagerð, Fiskiðjan hf., ísfélag Vestmannaeyja hf.,Vinnslu- stöðin og FIVE. Enn um Herjólf og nú um fargjöldin Heijólfur hefur skiljanlega verið fyrir- ferðarmikill á síðum Frétta og yfirleitt hefur Eyjamönnum sviðið það gjald sem þeir þurfa að borga til að komast um þennan þjóðveg sinn til og frá Þorlákshöfn. í blaði frá 28. júlí 1977 dýftr Sig- urður Jónsson, trúlega þáverandi bæjarfulltrúi, niður penna og byrjar á að hrósa Hetjólfi í hástert sem mikilli samgöngubót. Sigurður grípur til þekkts samanburðar við aðra lands- menn. Tekur hann sem dæmi að farþegar með Herjólfi þúrfi áð greiða sem nemur 100 krónur á km á okkar þjóðvegi þó við borgum ekki minna en aðrir til vegagerðar. Þessum rökum hafa menn beitt síðan og það er fyrst fyrir um tveimur árum að menn höfðu erindi sem erfiði í lækkun fargjalda með Herjólfi. En enn má gera betur. Togarinn Breki var mikið í fréttum á síðasta ári. Fyrst vegna stofnunar Ut- gerðarfélags Vestmannaeyja, næst vegna brots sem skipið fékk á sig og loks vegna bmna um borð. Breki hét áður Guðmundur Jónsson GK 475 og var frá Sandgerði. í Fréttum þann 10. nóvember 1977 er greint frá því að Fiskimjöls- verksmiðjan hafi fest kaup á nýjum skuttogara sem einnig var með búnað til togveiða. Hann fékk nafnið Breki og sagði sagan að Haraldur Gíslason, framkvæmdastjóri FIVE, hafi mætt með tékkheftið og skrifað ávisun íyrir kaupverðinu án þess að hafa rætt við bankann. Flugstöðin Það hefur ekki farið fram hjá nokkmm manni að verið er að stækka og breyta flugstöðinni í Vestmannaeyjum. Fyrir rúmum 19 ámm er flugstöðin í Fréttum. í blaðinu 24. janúar 1980 segir: „Nk. sunnudag mun nýja flugstöðin í Djúpadal verða vígð. Munu sam- gönguráðherra (MHM), fulltrúar frá Flugmálastjóm og Flugleiðum verða meðal viðstaddra. Flugstöðvarbyggingin hefur verið um 4 ár í hönnun og byggingu. Val- geir Jónasson, byggingameistari, sá Breki kemur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.