Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 20
20 Fréttir Fimmtudagur 1. júlí 1999 Operusöngkonur eru ekki allar tveir metrar og tvöhundruð kíló segir Eyjakonan Rósalind Gísladóttir, mezzosopran, sem lauk áttunda stigi í söngnámi frá Söngskóla Reykjavíkur í vor Rósalind Gísladóttir mezzosopran var að Ijúka áttunda stiginu í söngnámi frá Söngskóla Reykjavíkur nú í vor. Hún er yngst sjö systkina. Foreldar hennar eru Gísli Steingrímsson og Erla Jóhannsdóttir. Þau fluttu til Sidney í Ástralíu 1 968 og bjuggu þar í fjögur og hálft ár. Rósalind er því fædd í Ástralíu, en þegar hún er tveggja ára flytur fjölskyldan til | Vestmannaeyja. Rósalind hélt til náms til Reykjavíkur 17 ára gömul eins og svo margur, en þá stóð hugurinn ekki til söngnáms, heldur var það hárgreiðsla sem hún vildi leggja fyrir sig. Hún útskrifaðist sem hárgreiðslumeistari vorið 1994 og byrjaði í söng- náminu haustið sama ár. Rósalind j var í Eyjum á dög- unum en til Eyja segist hún reyna að koma eins oft og mögulegt er og þá til þess að hvílast og hlaða batteríin, því hún hafi sterkar taugar til Eyja. í Söngskólanum kynntist hún líka kærastanum sínum sem syngur bariton rödd og heldur með Rósalind til frekara söngnáms á Spáni í haust. Rokk og sálmasöngur Rósalind segir að áhugi hennar á söng eigi sér nokkuð langa sögu. „Um leið og ég flutti til Reykjavíkur og hóf hárgreiðslunámið byrjaði ég í hljóm- sveit sem kallaði sig Sérsveitina. Eg söng svo með henni í þrjú ár samhliða hárgreiðslunáminu. Þetta varð nú ekki mjög þekkt hljómsveit og við grín- umst stundum með það að hljóm- sveitin hafi náð toppnum þegar hún komst í þáttinn A tali hjá Hemma Gunn. Síðan lagði sú hljómsveit upp laupana og ég fór að syngja í kirkjukór Laugameskirkju, sem bróðir minn söng reyndar í líka, en hann plataði mig í kórinn og er þess vegna kannski ábyrgur fyrir því að ég skyldi halda út í söngnámið. Þegar ég var í þessum kór fór ég í nokkra einkatíma hjá stjómanda kórsins, Ronald Tumer, en hann stofnaði einnig drengjakór Laugameskirkju og bjöllusveitimar. Ronald ýtti á mig að fara í söngnám og rak mig eiginlega í Söngskólann. Það hafði reyndar aldrei verið á stefnuskrá minni að læra ópemsöng, en eftir að ég byrjaði gat ég bara ekki hætt. Einnig kynntist ég mjög skemmtilegu fólki f skólanum." En hvemig varað vera íSérsveitinni? „Það var mjög skemmtilegt, en líka heilmikil vinna. Á jressum tíma var ég í hárgreiðslunni, vann í sjoppu og á videóleigu. Við spiluðum á pöbbum, útihátíðum og komum meðal annars til Eyja. Maður hafði nú svo mikla orku á þessum ámm að maður fann ekki mikið fyrir þessu. Við spiluðum einu sinni í Galtalæk og kepptum í hljómsveitakeppni í Húnaveri og lenmm í öðm sæti þar. Einnig tókum við þátt í músíktilraunum og lentum í þriðja sæti þar. Sérsveitin var metn- aðarfull hljómsveit og tveir fyrmrn meðlimir hennar, Heiðar og Davíð, em nú í hljómsveitinni Buttercup, sem Vestmannaeyingar ættu að kannast við. Efnisskráin stóð svo saman af lögum eftir aðra, en einnig áttum við mikið af fmmsömdu efni. Við fengum einnig nokkra spilun í útvarpi, en við náðum engri frægð þannig. Eg sá um sönginn í hljómsveitinni ásamt þeim Heiðari og Davíð, en kom ekkert nálægt því að semja. Ég hef því frekar verið túlkandi á mínum tónlistarferli að minnsta kosti enn sem komið er." Spurning um að virkja áhugamálin Er ekki langur vegur frá hár- greiðslunni, rokkhljómsveit og yfir í óperusöngnám. ? „Ég fór suður 1988 og kláraði meistaranámið vorið 1994 og haustið

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.