Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur l.júlí 1999 Frábær árangur Eyjapilta á Shellmótinu í flokki A-liða: Stóðu uppi sem meistarar Þá kom að því sem lengi hetur verið beðið eftir, ÍBV náði að sigra á Shellmótinu í flokki A- liða. Er þetta besti árangur Eyjaliða síðan á fyrsta mótinu þegar Þórarar urðu Tommamótsmeistarar eins og mótið hét þá. IBV mætti Þrótturum í úrslitaleiknum, vann sannfærandi, 5 -1 og réðu okkar menn gangi leiksins eins og tölurnar bera með sér. Það leit ekki vel út á miðvikudaginn þegar 16. Shellmótið átti að hefjast. Ekki gaf til flugs framan af degi og útlit var fyrir að ekki tækist að koma öllum liðunum til Eyja. En síðdegis rofaði til og sett var upp loftbrú til Eyja sein um miðnætti hafði náð að skila 1000 drengjum á aldrinum átta til tíu ára til Vestmannaeyja. Með þeim voru um 200 þjálfarar og fararstjórar auk um 800 foreldra og annarra aðstandenda sem voru mættir til að fylgjast með sínum mönnum spila fótbolta. Samtals voru því um 2000 manns mættir til Eyja í tengslum við Shclhnótið. A föstudaginn sýndu veðurguðimir allar sínar verstu hliðar en strákarnir létu það ekki á sig fá og léku sína knattspyrnu sem aldrei fyrr. A laugar- daginn fór að rofa til og á sunnudaginn var veðrið nijög gott og skapaði það skemmtilega umgjörð um úrslitaleikina sem fóru fram á Hásteinsvelli. Auk fótboltans var boðið upp á kvöldvöku, leiki alls konar, grillveislu, siglingu að kví Keikós og skoðunarferðir. Það var því hver mínúta nýtt til hins ítrasta og herlegheitunum lauk með glæsilegri lokaathöfn í íþróttamiðstöðinni þar sem verðlaun og viðurkenningar voru athcntar. JÓN ÓLI með A-liðinu. Fremri röð: Valtýr Bjarnason, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Fannar Stefnisson, Gauti Þorvarðarson, Daníel Freyr. Aftari röð: Arnór E Ólafsson, Guðjón Ólafsson, Kristinn Sigurðsson, Davíð Þorleifsson, Víðir Róbertsson. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari 6. flokks ÍBV: r Anægjulegt að landa titlinum Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, stóð í ströngu á mótinu, enda með fjögur lið á sínum herðum. IBV-liðin stóðu sig mjög vel á mótinu, bæði innan- og utanhúss. Hápunktur mótsins var auðvitað glæsilegur sigur a-liðs ÍBV í úrslita- leiknum gegn Þrótti. Hvernig fcmnst þér mótið til takast íár? „ Bara mjög vel eins og öll önnur mót. Það er komin það mikil reynsla á bæði Shellmót og Pæjumót að það er eiginlega alveg sama hvað kemur upp á, þetta gengur alltaf upp.“ Kom árangur þíns liðs á óvart og þá sérstaklega þessi frábœri árangur hjá A-liðinu? „Já, kannski að við skyldum vinna mótið en ég var alltaf nokkuð viss um að við yrðum meðal efstu átta og því kom þessi árangur manni skemmtilega á óvart," sagði Jón Ólafur. Hver finnst þér vera lykillinn að þessum góða árangrí? „Eg hef þjálfað flesta þessa peyja síðan þeir voru fimm ára gamlir og efniviðurinn í þessum hópi er bara gríðarlega góður. Strákamir æfa mjög vel á vetuma og síðan hef ég náð að berja svolitlu Eyjahjarta í þá og þeir fyllast stolti og metnaði þegar þeir fara út á völl að spila fyrir IBV og í þeirra augum skiptir engu hver mótherjinn er, þcir fara í hvem leik til jtess að vinna,“ sagði Jón Ólafur að lokum. Arnór E. Ólafsson, leikmaður með ó.flokki ÍBV-A: Lansar að spila með Liverpool Arnór E. Ólafsson er 10 ára gamall og leikur sem miðjumaður í a-liði IBV, sem varð Shellmótsmeistari um síðustu helgi. Arnór er einn af mörgum efnilegum strákum í 6. flokki IBV og hefur æft knattspyrnu frá því að hann man eftir sér. Hann stóð sig frábærlega í úrslitaleiknum gegn Þrótti og var án efa niaður leiksins. Arnór gerði sex mörk í mótinu, þar af eitt í úrslitaleiknum. Varst þú á þínu fyrsta Shellmóti? -Nei, þetta var mitt annað mót. Hvemig fannst þér svo að spila úrslitaleikinn á mótinu ? - Alveg frábært. Eg var ekkert stressaður og ég bara naut þess að spila fótbolta. Hverfmnst þér vera aðal styrkleikinn í liðinu ykkar? -Eg held að við séum bara með jafnt og gott lið og við fömm í alla leiki til þess að vinna. Hvaðfannst þér eftinninnilegastfrá mótinu ? -Það var að sjálfsögðu úrslitaleikurinn og setningin. Attu þér einhvem uppáhaldsleikmann ? -Já, það er Jamie Redknapp í Liverpool. -Hvert er flottasta mark sem þú hefur séð? -Það var markið sem Roberto Carlos gerði fyrir Brasilíu gegn MARKASKORARAR í A-liði ÍBV í úrslitaleikn- um gegn Þrótti. Frá vinstri Eiður A. Sigur- björnsson, Guðjón Olafsson, Gauti Þorvarðarson og Arnór E. Olafsson. Frökkum, beint úr aukaspymu. Ertu búinn að ákveða hvað þú œtlar að verða þegar þú verður eldri? -Já, ég ætla mér að verða atvinnumaður í knattspymu og þá helst hjá Liverpool Hverjir heldur þú að verði Islandsmeistarar í sumar hjá körlunum? -IBV, að sjálfsögðu. DAVÍÐ Þorleifsson, fyrirliði A- liðs IBV, tekur við bikurunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.