Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.12.2002, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 27.12.2002, Blaðsíða 2
2 Fréttir Föstudagur 27. desember 2002 Pakkar eftir í Reykjavík Ekki tókst að flytja alla pakka og póst til Eyja f'yrir jól. Flogið var á aðfangadagsmorgun en þá kom talsvert af pökkum og pósti að sögn Ríkharðs Guðmundssonar hjá Flugfélagi íslands. Áætlað var að lljúga aftur um hádegi en þá var orðið ófært. Ýmislegt varð lil að torvelda samgöngur með llugi þennan dag, til dæmis biluðu tvær af vélum Islandsflugs á Bíldudal þennan dag. Um tíma var fyrir- liugað að vél á leið til Hornafjarðar millilenti hér með vörur en það tókst ekki vegna veðurs. Engar ferðir voru á vegunt flutningsaðila í Herjólf á aðfangadag og rútan var farin í Þorlákshöfn áður en tvísýnt varð með flug. Jólapakkamir kom- ust hins vegar með flugi semma á annan dagjóla. Innbrot í Hugin Ekki er hægt að segja annað en að rólegt hafi verið hjá lögreglu um hátíðirnar en þó var tilkynnt um innbrot um hádegið á jóladag í Huginn VE-55 þar sem skipið lá við Nausthamarsbryggju. Ekki var hægt að sjá að einhverju hefði verið stolið en f'arið var inn með því að brjóta rúðu í hurð. Ekki er vitað hver var að verki en talið er að farið hafi verið inn í skipið að kvöldi aðfangadags eða á jólanótt. Líkamsárás og skemmdarverk Ein líkamsárás var tilkynnt í vik- unni en ekki var um alvarlega áverka að ræða. Á aðfangadag barst tilkynning til lögregla um að rúða væri brotin í salernisaðstöðu á Skansinum. Á annan í jólum var tilkynnt um að björgunarbátur sem var um borð í Dala-Rafni VE-508 hefði verið blásinn upp og tilraun gerð til að brjótast inn í skipið. Eldur í íbúð Að kvöldi aðfangadags var tilkynnt um eld í íbúð að Foldahrauni 42 en við nánari athugun reyndist um minniháttar eldsvoða að ræða. Hat'ði kviknað í út frá keiti sem var í glugga og brunnu gardínur sem voru fyrir glugganum. Ekki var um miklar skemmdir að ræða en einhverjar skemmdir urðu þó vegna reyks. Af umferðarmálum er það helst að frétta að ein kæra liggur fyrir vegna aksturs gegn einstefnu og þrjár vegna vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar. Farið varlega með skotelda Þar sem framundan eru áramót og tími skotelda vill lögreglan hvetja fólk til að fara varlega með skotelda og hvetur foreldra til að benda bömum sínum á hættumar sent fylgja rangri meðferð skotelda. Óvenjuleg jólakveðja frá Miðstöðinni Marinó og Marý Kolbeinsdóttir, eiginkona hans með eina af jólakveðjunum góðu. Marinó Sigursteinsson í Mið- stöðinni hefur undanfarin ár haft mjög sérstæðan hátt á við að senda viðskiptavinum sínum jólakveðjur. I stað hefðhundinna jólakorta hef'ur fólk fengið heldur óvenjulegar en um leið skemmtilcgar scndingar. Þetta byrjaði fyrir fjómm ámm þegar Marinó datt í hug að breyta út af vananum og jólakveðjan það árið var í formi málningardósar sem fyllt var af mandarínum og með ágripi af sögu fyrirtækisins, ásamt mynd af starfs- fólkinu utan á dósinni. „Þetta var mjög gaman,“ segir Mar- inó. „Þegar við komum og bönkuðum upp á hjá fólki á Þorláksmessu og sögðumst vera að koma með máln- inguna sem hefði verið pöntuð. Það kom verulega flatt upp á marga sem vonlegt var en leystist svo þegar hið sanna kom í ljós.“ í fyrra var svo enn farið inn á nýjar brautir í jólakveðjum. Þá fengu við- skiptavinir stóra og mikla gólfflís úr keramiki, skreytta og áritaða með nöfnum starfsfólks og piparkökubox fylgdi með. „Ég veit til þess að flísamar em enn í notkun sums staðar, t.d. er hún notuð sem undirlegg fyrir arináhöldin á einu heimili í bænurn," segir Marinó. Én í ár var aftur send dós, þriggja lítra málningardós með mandarínum og að þessu sinni með stuttu æviágripi Ola í Bæ, Ólafs Ástgeirssonar báta- smiðs frá Litlabæ, ásamt tveimur myndum af honum. „Mér fannst Óli í Bæ alltaf merkilegur karl sem ætti það skilið að minningu hans væri haldið á Iofti,“ segir Marinó. „T.d. bara það að hann smíðaði hátt í 400 báta á ævinni, allt úrvals sjóskip, og það í hjáverkum því að hann var sjómaður að aðal- starli. Við höfum alla tíð verið miklir kunningjar, ég og yngsti sonur Óla, Kristinn R. fréttamaður í Madrid, og ég ákvað að helga þessa jólakveðju minningu Óla í Bæ. Sigurgeir í Gvendarhúsi tók saman textann fyrir okkur úr heimildum sem ég var búinn að sanka að mér. Þetta hef'ur mælst vel fyrir og við erum staðráðin í að halda þessu áfram. Það er þegar komin hugmynd að næstu jóla- kveðju," sagði Marinó að lokum. Til gamans birtum við hér hluta af textanum sem var utan á dósinni í ár: -Ebenezarklakkar eru fiskimið í norðvesturbrún Blindskeijahraunsins, vestur af Eyjum og hafa margir velt fýrir sér hvemig það nafn er til komið. Éyjólfur Gíslason, frá Bessastöðum, hefur sagt frá því að árið 1932 hafi hann verið á lúðuveiðum á Halkion VE 205 með Stefáni í Gerði. Skipverjar auk þeirta voru Runólfur í Bræðratungu og Óli í Bæ. Sá var háttur á þessum lúðuveiðum að reynt var að koma lúðunni unt borð í togara sem sigldu með hana til Englands þar sem hún var seld. Á þessum klökk- um, sem ekki höfðu þá hlotið nafn sitt, fengu þeir mjög góðan afla, átta stórlúður og komu aflanum um borð í togarann Álsey frá Grimsby en þar var þá Guðmundur Ebenezarson skip- stjóri. Þegar búið var að koma lúð- unni um borð, kom Guðmundur út að lunningu með viskíflösku sem hann rétti niður í bátinn með þeim orðum að hún væri betur komin hjá þeim en sér. Þegar tappinn hafði verið tekinn úr flöskunni og aðeins var farið að liðkast um málbeinið, sagði Óli í Bæ: „Ja, góðir eru Ebenezarklakkarnir." Eftir þetta voru þessir hraunbrúnar- klakkar aldrei nefndir annað og festist nafnið við þá. FV hefur flutt 25.000 milli Bakka og Eyja Á sunnuduginn, 22. desember sl. Ilutli Flugfélag Vestmannaeyja 25 þúsundasta farþegann á þessu ári á Bakka. Það var Hulda Ragnarsdóttir sem varð farþegi númer 25.000 hjá FV sem er mesti fjöldi sem félagið hefur flutt á einu ári. „Það hafa aldrei farið eins niargir mcð félaginu og í ár. I allt höfum við flutt um 26.500 farþega og þar af 25.000 á Bakka,“ sagði Valgeir Arnórsson hjá Flugfélagi Vestmannaeyja. „Það hefur verið stöðug aukning allt þetta ár og verða farþegar 5500 lleiri en í fyrra. Er það nijög ánægjuleg þrúun fyrir okkur.“ ARNÓR PÁLL Valdiniarsson hjá Flugfélagi Vestmannaeyja afliendir Huldu Ragnarsdóttur blómvönd en með þeim á myndinni er Magnús Sigurjónsson, flugmaður hjá FV. Vinningshafar í Jólaleik Islandsbanka Dregið var í jólaleik Georgs og félaga, en Georg er krakkaklúbbur Islandsbanka, fyrir jólin. Vinningshafar í Vestmannaeyjum eru Bjartey Helgadóttir, Birta Líf Jóhannsdóttir, Bára Viðarsdóttir, Hákon Jónsson, Þóra Fríða Ólafsdóttir og Richard Sæþór Sigurðsson. Öll fengu þau myndbandið Söngvaborg 2, sem inniheldur barnasöngva undir stjórn Siggu Beinteins og íleiri. Með þeim á myndinni er Rúnar Þór Karlsson, yfirgjaldkeri. FRETTIR * Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. Iþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar:481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www. eyjaf retti r. is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þortákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökurri. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.