Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.12.2002, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 27.12.2002, Blaðsíða 14
14 Fréttir Föstudagur 27. desember 2002 Hressódeilan ennþó óleyst: Hvað ef bærinn raeki véla-, neta- eða bifvélaverkstæði? -spyrja eigendur Hressó. -í niðurstöðum skýrslu sem bærinn lét gera telur ráðgjafi bæjarins að rekstur salarins og verðlagning þjónustunnar svari öllum kröfum Samkeppnisráðs. Skýrsla hans tekur mið af rekstri síðustu tíu mánaða íþróttamiðstöðvarinnar EKKERT af þessum tækjum var í þreksal íþróttamiðstöðvarinnar þegar Hressó tók til til starfa. Er hann í dag einn fullkomnasti tækjasalur landsins. Undanfarnar vikur og mánuði hafa þær systur Anna Dóra og Jóhanna Jóhannsdætur, sem eiga og reka Líkamsræktar- stöðina Hressó, staðið í málastappi við bæjaryfir- völd vegna þess sem þær kalla brot á samkeppnis- lögum. Halda þær því fram að bærinn hafi á undanförnum árum staðið fyrir ólögmætri samkeppni með undirverðlagningu ásamt óeðlilegri fjárfest- ingu í tækjabúnaði í Iþróttamiðstöðinni, miðað við þær tekjur sem starf- semin þar gefi til kynna. Málsatvik ná allt aftur til ársins 1994 þegar þær systur veltu fyrir sér möguleikum þess að koma upp líkamsræktarstöð í Vestmannaeyjum og ákváðu síðan að opna Hressó. Þær hafa tekið saman tíma- og atvikaröð í samskiptum sínum við bæjaryfirvöld frá þessum tíma og verður hér á eftir stiklað á stóru í þeirri samantekt. 1994 - Bæjarstjóri segir eng- ar breytingar fyrirhugaðar Árið 1994 var ástand mála þannig í Eyjum að íþróttamiðstöðin bauð ein aðgang almennings að líkams- ræktartækjum. Aðgangur var tak- markaður og aðstaðan hafði ekki tekið breytingum í um áratug. í september var hlutafélagið Líkams- ræktarstöðin ehf. stofnað. Skyldi staðurinn kallast Hressó og bjóða upp á alhliða þjónustu á sviði heilsuræktar. Um mánaðamót september - október lýsti bæjarstjóri því yfir á fundi með forráðamönnum Hressó að ekki stæði til að gera neinar breytingar á rekstri tækjasalar í íþróttamiðstöð og sam- keppni af hálfu bæjarins stæði ekki til. í kjölfar þess fundar var ákveðið að fara í fjárfestingu á líkamsræktar- tækjum fyrir Hressó. Þann 25. nóvember samþykkir íþrótta- og æskulýðsráð að auka opn- unartíma og auka við tækjabúnað í sal íþróttamiðstöðvar, þrátt fyrir orð bæjarstjóra sem greint er frá áður. í nóvember og desember var undirbúningur að opnun Hressó á fullu. 400 fermetra húsrými var innréttað, fjárfest í tækjum og ljósa- lömpum og starfsfólk ráðið. 1995 - Yfirlýsingar bæjarstjóra standast ekki I janúar var Hressó opnað. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingár bæjarstjóra fjárfesti íþróttamiðstöðin í tækjum fyrir 2.160.000 kr. samkvæmt skýrslu forstöðumanns. Hvergi finnst bókað í fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs að slík fjárfesting sé rædd. Eina fundargerðin þar sem eitthvað er ýjað að slíku, er frá 25. nóv. þar sem segir: „Rætt um fyrirhugaðar breytingar á þreksal hússins og gert verði ráð fyrir launum leiðbeinanda í fjárhags- áætlun.“ Strax á þessu fyrsta ári í rekstri varð eigendum Hressó ljóst að yfirlýsingar bæjarstjóra stæðust ekki og litið væri á nýhafinn rekstur þeirra sem sam- keppni sem væri ætlað að mæta. Þá vaknaði sú hugmynd að leita á náðir Samkeppnisstofnunar. 1996 - Bærinn brotlegur við samkeppnislög í janúar kærði Líkamsræktarstöðin ehf. Vestmannaeyjabæ til Sam- keppnisstofnunar. Þann 8. maí felldi samkeppnisráð úrskurð og taldi sam- keppni Vestmannaeyjabæjar brot á samkeppnislögum. í ákvörðunar- orðum var skýrt tekið fram að þjónusta Iþróttamiðstöðvar skyldi verðlögð þá þann hátt að ekki væri um undirverðlagningu að ræða og rekstur í samkeppni skuli standa undir sjálfum sér. Viðbrögð, eða viðbragðsleysi, bæjar- yfirvalda við þessum dómi.eru nokkuð sérstök. Þann 20. maí var dómurinn tekinn fyrir í bæjarráði og þar bókað að bæjarráð óski eftir umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga um málið. Ekki er vitað til að sú umsögn sé til en önnur voru viðbrögð bæjaryfirvalda ekki við dómnum. Þá voru viðbrögð íþrótta- og æskulýðsráðs enn minni, því að á fundi ráðsins þann 24. maí var ekkert fjallað um málið. Þann 10. okt. óskaði Samkeppnis- stofnun eftir því að bæjaryfirvöld skýri frá því hvernig farið sé að ákvörðun Samkeppnisráðs. Þann 16. okt. var íþrótta- og æskulýðsráði falið að svara ofangreindu og þann 28. okt. fól íþrótta- og æskulýðsráð forstöðu- manni að svara erindi Sam- keppnisstofnunar. Ekki er vitað hver þau svör voru. 1997 - 1999 Meiri íjárfest- ing og undirverðlagning Á þessu tímabili áttu engin orðaskipti sér stað milli Líkamsræktarstöðv- arinnar ehf., Vestmannaeyjabæjar og Samkeppnisstofnunar. íþróttamiðstöð- in Ijárfesti í tækjum fyrir 777 þús. kr., undirverðlagning hélt áfram og nauðsynlegir útreikningar, þess efnis að reksturinn stæði undir sér, voru ekki unnir. Uppbygging tækjasalar íþróttamiðstöðvarinnar var þó ekki slík og síðar átti eftir að verða og Líkamsræktarstöðin sá sér ekki hag í frekari málaferlum. 2000 - Enn er úrskurðurinn hunsaður Þann 7. september samþykkti íþrótta- og æskulýðsráð nýja verðskrá og enn voru ákvæðisorð Samkeppnisstofn- unar hunsuð. Einnig var samþykkt að gjaldskráin yrði endurskoðuð árlega í marsmánuði með tilliti til þróunar launavísitölu. Slíka endurskoðun er hvergi að finna í fundargerðum ársins 2001 og 2002. 2001 - Forstöðumaður segir „umrædd fríðindi“ misnotuð Þann 30. janúar sendi forstöðumaður Iþróttamiðstöðvar starfsfólki athuga- semdir vegna verðskrár þar sem segir Viðbrögð, eða viðbragðs- leysi, bæjaryfirvalda við þessum dómi eru nokkuð sérstök. Þann 20. maí var dómurinn tekinn fyrir í bæjarráði og þar bókað að bæjarráð óski eftir umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga um málið. Ekki er vitað til að sú umsögn sé til en önnur voru viðbrögð bæjaryfírvalda ekki við dómnum. Þá voru viðbrögð íþrótta- og æskulýðsráðs enn minni, því að á fundi ráðsins þann 24. maí var ekkert fjallað um málið. að nú verði að fara að ákvörðun Sam- keppnisráðs. Þetta skjal sannar tvennt. Dómnum hafði ekki verið fylgt fram að þessu og áfram haldið að undirverðleggja þjón- ustuna; ekki innheimt samkvæmt samkeppnislögum. Forsvarsmenn Líkamsræktarstöðvarinnar ehf. hafa lengi haft um það grun að gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar sé misnotuð. Forvitnilegt er að fýlgjast með hvemig tekið er á því máli. Þann 22. febrúar samþykkir íþrótta- ráð að endurskoða hvemig staðið sé að framkvæmd á samþykktum ráðsins (frá 27. jan. 1999) um endurgjalds- lausan aðgang að Iþróttamiðstöðinni og stefnt verði að því að tillögur verði lagðar fram á næsta fundi. Þegar hér var komið var Líkams- ræktarstöðin orðin uggandi um sinn rekstur. Samkeppnin við bæinn var búin að taka sinn toll og því var reynt að vekja málið til umræðu. Einnig var þess farið á leit að slökkviliðsmenn fengju val um hvar þeir æfðu, en þeir fá endurgreitt. æfi þeir í Iþrótta- miðstöðinni. Það mál endaði hjá íþróttanefnd. Þann 14. júní er bókað hjá íþrótta- nefnd að varðandi mál slökkviliðsins sé ekki hægt að taka afstöðu til málsins enda ekki búið að ljúka endurskoðun á endurgjaldslausum aðgangi. Varðandi fyrirkomulag á rekstri líkamsræktarsalar íþróttamið- stöðvar er forstöðumanni Iþróttamið- stöðvar og formanni íþróttaráðs falið að ræða við forráðamenn Líkams- ræktarstöðvarinnar ehf. Máli slökkviliðsmanna var aldrei svarað og engar viðræður voru boð- aðar af hálfu bæjarins. Ekki er að finna frekari umfjöllun í fúndargerð- um bæjarins. Og enn fjallar íþróttanefnd um gjaldfrjálsan aðgang. Þann 12. des. er bókað í íþróttanefnd að fyrir liggi upplýsingar um hvemig málum sé háttað annars staðar. Einnig kemur fram hjá forstöðumanni að „umrædd fríðindi“ séu mikið misnotuð og bendir hann á nauðsyn þess að málið verði endurskoðað. Innskot: -Hvers vegna að kaupa í Hressó þegar hægt er að svindla sér inn í Iþróttamiðstöðinni? Hvers er hugsanlegt tekjutap? 2002 - Líkamsræktarsalur Iþróttamiðstöðvar allur endumýjaður Þann 16. janúar er í íþróttanefnd rætt um rekstrarfyrirkomulag líkamsræktar í Iþróttamiðstöð. Oskað er eftir því að löggiltur endurskoðandi Vestmanna- eyjabæjar geri úttekt á rekstri líkamsræktarsalarins vegna ársins 2001, með teknu tilliti til úrskurðar Samkeppnisstofnunar frá árinu 1996. Athygli vekur að það tók bæjar- yfirvöld tæp sex ár að kalla á úttekt sem hefði átt að gerast strax eftir úrskurð Samkeppnisráðs. Einnig vekur athygli að einungis stendur til aðkanna árið 2001. I janúar og febrúar var líkams- ræktarsal íþróttamiðstöðvarinnar lok- að vegna endurbóta. Salurinn var tekinn í gegn og allt endumýjað. Afraksturinn var stórglæsilegur salur. Athygli vekur að kostnaður við þessar endurbætur kemur hvergi fram enda er hann falinn í nýjum íþróttasal, að sögn þáverandi bæjarstjóra. Frá því að Hressó var stofnað hefur allt verið endumýjað í íþróttamiðstöðinni. Og hver er kostnaðurinn? Otrúlega lágur. Það vekur einnig sérstaka eftirtekt aða hvergi er að fmna staf um hugsanlegar breytingar í fundargerðum íþróttaráðs. Frá því á árinu 1994 hefur ekkert verið ritað um fjárfestingar í umræddum sal, utan fundargerðar frá 30. nóv. 1995 sem gengur mjög skammt.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.