Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 27.12.2002, Blaðsíða 4
4 Fréttir EYJAMAÐUR VIKUNNAR Það kom aldrei neitt annað til greina en að verða pípari Undanfarin ár hafa þau Marinó og Marý í Miðstöðinni sent mjög óvenjulegar jólakveðjur til viðskipta- vina fyrirtækisins, öðruvísi en fólk á almennt að venjast. í ár var jóla- kveðjan í formi þriggja lítra máln- ingardósar, sem var fyllt með mand- arínum og með stuttu æviágripi Óla í Bæ, Ólafs Ástgeirssonar bátasmiðs, utan á dósinni. Marinó er Eyjamaður vikunnar af þessu tilefni. Fullt nafn? Sigurvin Marinó Sigur- steinsson. Fæðingardagur og ár? 7. desem- ber 1952. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar Fjölskylda? KvænturMarý Kolbeinsdóttur, börnín eru fimm. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég held það hafi aldrei komið neitt annað til greina en að verða pípari og líklega hefði ég engu fengið að ráða um það þó að ég hefði ætlað eitthvað annað. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Ég á Toyota Landcruiser og er prýðilega ánægður með hann. Uppáhaldsmatur? Nautakjöt. Versti matur? Eg borða allt og finnst nær allur matur góður. Uppáhaldsvefsíða? Ég kann ekki einu sinni að kveikja á tölvu hvað þá að fara að skoða eitthvað svoleiðis. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Bítlarnir. Aðaláhugamál? Að horfa á fótbolta í sjónvarpinu þegar Manchester United vinnur. Fallegasti staður sem þú hefur komiðá? Elliðaey. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? Manchester United og David Beckham. Stundar þú einhverja íþrótt? Nei. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Uppáhalds sjónvarpsefni? Þættir um náttúru íslands. Besta bíómynd sem þú hefur séð? Ég horfi aldrei á bíómyndir, hef aldrei komist upp á lag með það. Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Að innri maður viðkomandi sé traustur. Ég dreg Sigurvin Marinó Sigursteinsson er Eyjamaður vikunnar fólk ekki í dilka eftir skemmtileg- heitum eða þess háttar. Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? Er ég ekki bara búinn að svara þessari spurningu hérna á undan? Hvernig datt ykkur í hug að senda svona jólakveðju? Ég man það nú ekki en þetta byrjaði fyrir fjórum árum, þá sendum við dós með ágripi af sögu fyrirtækisins og afa heitins. í fyrra sendum við svo áritaða gólfflís og núna fannst okkur við hæfi að rifja upp sögur af Óla í Bæ sem var merkilegur karl. Svo er þegar byrjað að hanna næstu jólakveðju. Eitthvað að lokum? Gleðileg jól og megi farsæld fylgja Vestmanna- eyjum á komandi ári, við þurfum á því að halda. Nemendur Steinunnar Einarsdóttur myndlistarkonu héldu stórskemmtilega sýningu á verkum sínum í Listakoti l'yrir skömmu. Greinilegt var á verkunum að þarna eru margir efnilegir listamenn á ferðinni og hefur Steinunn náð að koma kennslunni vel til skila. Hér má sjá nemendurna níu ásamt Steinunni. Afhending á bættri aðstöðu Leikfélagsins Fyrir síðustu sýningu leikverksins Auga fyrir auga afhenti Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri, formanni Leikfélags Vestmannaeyja skjal til staðfestingar á aðstöðu sem Leikfélagið hefur nú í Félags- heimilinu. Búið er að taka neðstu hæð hússins í gegn og hefur bæði búningageymslan og hreinlega öll aðstaða gjörbreyst til batnaðar að sögn Gunnar Þórs Guðbjömssonar, formanns LV. Er þetta liður í endurreisn Leikfélagsins. Ekki gekk þó sýningin á Auga fyrir auga nógu vel en þó er engan bilbug á þeim að finna og er fyrirhugað að ráðast í uppsetningu á Gauragangi eftir áramót. A myndinni má sjá Gunnar Þór taka við skjalinu frá Inga. ____________Föstudagur 27. desember 2002 Nýfæddir ?ct Vestmannaeyingar Þann 5. október sl. eignuðust Lea Tómasdóttir og Halldór Jón Andersen son sem skírður hefur verið Adam Öm. Hann var 56 sm. og 4186 grömm við fæðingu. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Á döfinni 4* Desember 28. Nornabrennan 2002.1 Höllinni, hljómsveilin Dans ó rósum. 31. Gamlórsdagur: Hljómsveitin Dons ó rósum í Höllinni. 31. £yjagull ó Fjölsýn. Arið gert upp með góðum gestum. 31. Fyjaskaupið frumsýnt. Útsending hefst kl. 21.30. 31. Stórsveitin Tríkot ó Lundanum. Jottúar 6. Þrettóndagleði ó malarvellinum við Löngulóg. Pú getur fylgst nónar með hvað er á döfinni á www.eyjafrettir.is Þessir þrír ungu drengir héldu nýlega tombólu til styrktar Hraunbúðum. Alls söfnuðu þeir 2.528 krónum. Drengimir heita: Breki Marinósson, Karl Marinósson og Tryggvi Þór Gylfason. Eyjasýn úskar Eyjamönnum gleðilegs nýs árs og um leið minnum uið á útsendingar okkar um áramótin. Eyjagullið verður sýnt kl. 14.00 og Eyjaskaupið kl. 21.30 á gamlársdag

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.