Frúin - 01.06.1963, Page 9

Frúin - 01.06.1963, Page 9
- litii /hh til qwíu AkáUaHHa - Steingrímur Thorsteinsson segir eftirfarandi: Svo traust við ísland mig tengja bönd, ei trúrri binda ,son við móður, Og þó að færi’ eg um fegurst lönd og fagnað yrði mér sem bróður. Mér yrði gleðin aðeins veitt til hálfs, á ættjörð minni nýtegfyrstmínsjálfs. Þar elska ég flest, þar uni ég bezt. Við land og fólk og feðra tungu. Þegar hér er komið umræðum þessum, er ég í stórvandræðum að velja úr 5-binda safni eftir meistara Matthías Jochumsson. En ég læt loks staðar numið í þessari leit minni í kvæði, sem heitir „Landsýn". Nábleika fjallhöfuð, Faxahaus, firn eru’ að sjá þig og skoða! Nú skil eg, af hverju Oddur kaus ólögum hlýðnast: hann gekk ei laus. Vala, sem spáir um voða, viltu mér örlög hans boða? Hannes Hafstein var stundum kall- aður skáld ferðalaganna, skáld ástar- innar eða .skáld hugsjónanna. Mörg af hans fallegu ljóðum eru ættjarð- arljóð, þar sem hann yrkir um gamla Frón. Við skulum grípa niður í ljóða- bók hans; verður þá fyrir okkur kvæði, sem heitir Ástarjátning til íslands 1880. Ég óska þess næstum að óvinaher þú ættir í 'hættu að verjast, svo ég gæti sýnt þér og sannað þér, hvort sveinninn þinn þyrði ekki að berjast. Að fá þig hrósandi sigri að «sjá er sælasta vonin, er hjarta mitt á. Einar Benediktsson, hinn glæsilegi fulltrúi sinnar samtíðar, mælir á þessa leið: Fold vorra niðja, við elskum þig öll; þú átt okkur stríð þar sem tímarnir mætast, svo hrein og svo stór, þar sem himinn og sjór ,sál hringinn um svipmikil, blánandi fjöll. Þú ein átt að lifa og allt að sjá bætast. Þú átt okkar von, og þú sér hana rætast. Jón Trausti, sem við þekkjum aðal- lega af sögum hans, hefur þó gert mörg kvæði, og mælir á þessa leið, í Íslandsvísum sínum: Hver þess fjörður er minn, hver þess fjalldalur minn, því eg finn eg er tengdur hvert hérað þess við. Hver þass bær er mér kær, hver sá bátur mér kær, sem með blikandi segl rennur fram á þess mið. Það er öllum augljóst, að þarna mælir Jón af heilum sannleika; því allir, sem á annað borð hafa eitthvað lesið eftir hann vita, að hann var mikill ferðamaður. Og hann vildi miðla öðrum af þeim ferðum sínum. Þó vitum við vel, að sjón er ávallt sögu ríkari, en Jón lýsir svo vel stöð- um og staðháttum og jafnvel fólki, að manni finnst maður kominn á þann stað, sem lýsingin er af í það og það isinnið, og fólkið er nærri því góðkunningjar manns. Örn Arnarson ávarpar Guttorm J. Guttormsson með svofelldum orðum í Ljóðabréfi til Vestur-íslendings: í torfbæjum öreiga æska spann óskanna gullinþráð og orti sér ævintýri, sem aldrei var sagt né skráð. Við bjarma frá blaktandi týru sást blómskrúðug framtíðarströnd. Með hendur á hlummi og orfi vann hugurinn ríki og lönd. Og úr því við erum farin að minn- ast á Vestur-íslendinga, væri ekki úr vigi að sleppa frekari upptalningu á skáldum hér heima, og bregða okkur vestur yfir álana og líta í nokkrar ljóðabækur eftir landa þar. Svo marg- ar ljóðabækur hafa komið þar út, að það er næstum því ótrúlegt. Ekki munu allir hafa lagt sjálfviljugir út á hið viðfeðma, bláa haf, og mættu eflaust margir taka undir með Sigur- birni Jóhannssyni, þegar hann segir, Ferðbúinn til vesturheims: Fyr eg aldrei fann hvað hörð fátækt orkað getur. Hún frá minni móðurjörð mig í útlegð setur. Og þegar Jón Ólafsson flýr frá landinu sínu kæra, mælir hann þessi orð: Ættjörð mín, ég elska þig, eins og heitmey fríða. Ættjörð mín, það angrar mig, er ég veit þig líða. Kristinn Stefánsson skáld hvetur okkur á þessa leið: Sé smátt af vorum arfi eftir, samt ættarmerkið varir enn, því þegar einhver hindrun heftir, það hvetur oss að vera menn. Vér finnum nafn þitt beint í blóðið, oss býður stórhug Egils ljóðið. því hímum ei sem karakrepptir, en kunnum heldur ráðin tvenn. ☆ FRÚIN 9

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.