Frúin - 01.06.1963, Síða 12

Frúin - 01.06.1963, Síða 12
Lille. Henri de Gaulle var prófessor í franskri bókmenntasögu við Jesú- íta-háskóla í París og einn sona hans, Charles, sem var útskrifaður af her- skólaum, hafði getið sér gott orð í skotgröfunum 1914—18. Charles var framgjarn, samvizku- samur, duglegur og tíu árum eldri en Yvonne, og frú Danquin hugsaði með sér, að þau gætu orðið glæsilegt par. Á leið sinni frá París heimsótti hún Vendroux fjölskylduna í Calais og lagði áætlanir sínar á borðið, full af áhuga, en frú Vendroux hló. ,,Vina mín,“ sagði hún. „Yvonne er aðeins tuttugu ára og allt of ung og ég get fullvissað þig um það, að hún vill alls ekki giftast hermanni. Hún verð- ur að lifa rólegu og friðsömu lífi, gleymdu því ekki, að hún hefur áð- ur hafnað liðsforingja.“ Frú Danquin varð fyrir vonbrigð- um og minntist ekki frekar á þetta, en þrátt fyrir allt hafði hún sáð for- vitni í sál frú Vendroux, sem spurði nokkru síðar upp úr þurru: „Hvern- ig var þetta með unga liðsforingjann þinn?“ Þá þekkti frú Danquin köllun sína, hraðaði sér til Parísar og hag- ræddi því þannig, að Vendroux-fjöl- skyldan skyldi koma í fjórtán daga heimsókn til höfuðstaðarins undir því yfirskyni að skoða málverkasýn- ingu, en Yvonne var nú ekki alveg grunlaus um að eitthvað sérstakt væri á ferðinni, að henni lék grunur á hvað um væri að vera. Hún var kynnt fyrir Charles, sem ekkert vissi hvað á seyði var og heilsaði hon- um kurteislega. Þau skoðuðu einnig málverksýninguna saman. Næsta dag láu samsæriskonurnar í símanum og systir frú Danquin greip andann á lofti og sagði: „Það heppnast, Char- les var mjög hrifinn af litlu vinkonu þinni.“ Daginn eftir skipulögðu þær annað fjölskylduboð í veitingahúsi við Champs-Elysées og það var greinilegt að Charles var að láta und- an síga, og konurnar depluðu aug- unum sigrihrósandi hvor til annarrar. Þá kom óhapp fyrir. Charles velti úr bolla yfir kjól Yvonne. Þjónarnir þustu að og í fáti vasaklúta og servi- etta sást öllum yfir það, að Yvonne reiddist alls ekki. Á heimleiðinni sagði hún hugsandi: „Ég er hrædd um að de Gaulle herforingja finnist ég ekki nógu há fyrir hann.“ Móðir hennar brosti í laumi. Frú Danquin hélt áfram að vinna að málefninu. Hún vakti athygli Charles á því, að Yvonne Vendroux væri boðin á verkfræðingadansleik- Hér birtist ein hinna fágætu mynda af æðstu konu Frakklands, eins og hún helst vill vera, svartklædd og óþekkt. utan Parísar, sem hlotnaðist öku- skírteini. Lífið hefði getað orðið dásamlegt og þægilegt, án fjárhagsörðugleika og fjölskyldusorga. Líf umhverfis höfn- ina og sveitina, en árið 1900 var ekki heppilegt sem fæðingarár inn í þenn- an heim. Yvonne var of ung til þess að geta notið lystisemdanna sem lif- að var í til ársins 1914 og árin fjögur þar á eftir var tímabil örvæntinga og sorga yfir ættingjum og vinum, er féllu í skotgröfunum, Um tvítugt var hún alvörugefin og rólynd stúlka með djúpar trúar- tilhneigingar, og fremur aðlaðandi en fögur. Hið umbrotasama tímabil um 1920, er gerði kröfu um jafn- rétti kynjanna, vakti ekki áhuga hennar, og henni var ekki ljóst, að foreldrar hennar voru í þann veg- inn að koma henni frá sér. Frú Paule Danquin var gamall vin- ur Vendroux-fjölskyldunnar, og hún þekkti einnig ágæta og gáfaða fjöl- skyldu, de Gaulle fjölskylduna í 12 FRÚIN

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.