Frúin - 01.06.1963, Síða 62

Frúin - 01.06.1963, Síða 62
BLÓMKÁL Hér eru nokkur atriði, sem þér skuluð leggja á minnið. 1. Leggið kálið í kalt saltvatn dálitla stund. Skerið burtu grófustu og ljótustu blöðin en látið sem mest af grænu blöðunum vera með. Þau eru eins og fallegur rammi utan um hvíta blómið. 2. Blómkálið á að sjóða lítið. Það á að vera lif- andi og frísklegt, en ekki samanþjappað. 3. Blómkál, sem er dálítið dökkt, getur líka verið gott, t.d. í súpur, jafning eða eggjakökur (ómelett) o. fl. rétti. tómatsóslu og rifinn ost með þess- um rétti. Hamborgarkótilettur. 750 gr. hamborgarhryggur, 1 egg, rasp og 1 dl rauðvín. Skerið hamborgarhrygginn í sneið- ar. Veltið sneiðunum upp úr þeyttu egginu og síðan raspinu og steikið þær síðan á pönnu upp úr smjöri. Hellið að síðustu rauðvíninu út á pönnuna og látið sjóða. Kótiletturn- ar eru bornar fram með grænkáls- jafningi og brúnuðum kartöflum. Karry. Karry inniheldur margskonar tegundir af kryddi til dæmis hvít- an pipar,múskat, rauðan pipar, kan- el, lauk og nellike og ótal margt fleira. Karrý má nota langtum meira en gert er og flestir gera sér í hugar- lund. Allir þekkja hænsnakjöt í karrý og lambakjöt í karrý með hrís- grjónum. En það er einnig gott að steikja kótilettur upp úr karrý og karrý með steiktri rauðsprettu á- samt hrísgrjónum er herramanns- matur. Bananasneiðar og ananashringir hvorttveggja brúnað í karrýsmjöri og borið fram með köldu svínakjöti (einnig lambakjöti) er mjög ljúf- fengur réttur. Kjötið er sneitt niður og sneiðarn- ar lagðar á fat. Bananasneiðunum velt upp úr karrýi og þær brúnaðar varlega í smjöri á pönnu. Teknar af pönnunni og raðað ofan á kjötið. I þessu tilfelli má nota jöfnum hönd- um ananas eða banana. Nougat-kaka. 130 gr. smjörlíki. 130 gr. sykur. 2 st. egg. 150 gr. lyftiduft. 1 matsk rjómi. Hrærið smjörlíkið, látið sykurinn í og hrærið saman unz orðið er létt. Látið eggin út í eitt og eitt í senn. Hveitið blandað lyftiduftinu, rjóm- anum blandað í deigið. Bakist vel í vel smurðu kökumóti. Kaldri kökunni er skipt í þrjá hluta. Þeir lagðir aftur saman með smjörkremi á milli og einnig er kak- an smurð að utan með smjörkremi. Skreytt með nougati. Smjörkrem: 150 gr. smjörlíki, 200 gr. flórsykur, eitt stk. egg, 3 tesk. vanilludropar. Smjörlíkið hrært, flór- sykrinum, eggjunum og vanilludrop- unum bætt út í. Hrært um stund. Nougat: 100 gr. sykur, 50 gr. möndl- ur. Sykurinn bræddur, söxuðum möndlunum bætt út í. Látið kólna á smurðri plötu. Mulið og sett á kök- una. Hafrabrauð. 300 gr. hveiti. 200 gr. haframjöl. 5 tesk. lyftiduft. 2 matsk. sykur. 2 stk. egg. 70 gr. smjörlíki. Ca. Vi 1. mjólk. Þurrefnin látin í skál. Mjólkinni, eggjunum og bráðnu smjörlíkinu bætt út í. Bakað í vel smurðu aflöngu móti. Hnetukökur. 100 gr. smjörlíki. 200 gr. púðusykur. 2 stk. egg. 1 tesk. vanilludropar 350 gr. hveiti. 2 tesk. lyftiduft. Vi tesk. salt. 100 gr. saxaðar hnetur. Blandið saman þurrefnunum, mylj- ið þar í smjörlíkið. Eggjunum og vanilludropunum bætt í. Deigið hnoð- að. Mótaðar tvær 5—6 cm. þykkar lengjur. Látið standa í kæli í 1—2 klukkustundir. Skorið í sneiðar Bak- að á velsmurðri plötu ljósbrúnar. Kókóskransar. 200 gr. hveiti. 200 gr. kókósmjöl. 150 gr. sykur. 200 gr. smjörlíki. 1 stk. egg. Venjulegt hnoðað deig. Hakkað gegn um hakkavél, notið stjörnu- mynztrið, skorið í 8 cm. langa bita, sem úr eru mótaðir hringir. Bakað við góðan hita í nálega 8 mínútur Eins og allir vita þykir engin hárgreiðsla fullkomin nema borið sé hárlakk í hárið. Að sjálfsögðu eru ótal tegundir á boðstólum og allir hrósa sinni vöru. Uppi hafa verið raddir um að hárlakk væri skaðlegt hárinu ef það væri lengi í. Enginn dómur skal á það lagður hér, en trú- legt er að það sé ekki til bóta. Nú er hinsvegar komið á markaðinn nvtt hárlakk sem hægt er að bursta úr hárinu hvenær sem er. Og auð- vitað er það París, sem sendir þetta frá sér. Þetta hárlakk hefir nú þeg- ar náð geysimiklum vinsældum og sölu í Evrópu og er nú komið hér á markaðinn. Klesst hár af hárlakki er ljótt og er mikill hægðarauki að geta burstað lakkið úr í stað þess að þurfa að þvo hárið, því að eins og við vitum má ekki gera það of oft. Þetta hárlakk heitir ELNETT og fæst í verzlunum. 62 FRÚIN

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.