Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 23. júní 2011 Vörpulegir, Gunnþór, Danny, ljóðskáld og rithöfundur, sr. Kristján Björnsson, Paddy Barry, skipstjóri og hcimsskautsfari og Frank Nugent sem er einn af þekktustu fjallgöngumönnum Ira. írska skútan Ar Seachrán siglir í kjölfar Papanna - Viðkoma í Eyjum: Trúin og sagan sameinuð írska seglskútan Ar Seachrán, Ferðalangur, kom til Vestmannaeyja á sunnudag en hún siglir nú um hafið í kjölfar Papa frá írlands- ströndum sem á sínum tíma lögðu upp frá írlandi og Skotlandi og komu sér fyrir á eyjum á Atlants- hafi. Sr. Gunnþór Ingason, sem unnið hefur á rannsóknum í kelt- neskri kristni og er nú prestur á sviði þjóðmenningar á vegum Biskupsstofu, er einn leiðangurs- manna en fimmtán manns koma að leiðangrinum og dvelja fimm til sjö um borð í senn. „Ar Seachrán er seglskúta frá vesturströnd írlands sem lagði af stað í leiðangur um Norður - Atlantshaf þann 16. maí, á degi heilags Brendans sæfara. Frásagnir um ferðir Brendans hafa farið víða og eru hálfgerðar ævintýrasögur úr söguarfi Ira. Keltneskir munkar fóru út á hafið í litlum bátum þar sem Guð myndi birtast þeim og hafa áhrif á þá og litu á sig sem nokkurs konar útverði hafsins í Jesú nafni,“ sagði Gunnþór þegar hann var spurður út í leiðangurinn. „Siglt var með vesturströnd írlands og svo til Suðureyja og leiðangursmenn ætluðu til Orkneyja og Hjaltlandseyja en urðu að sleppa viðkomu í Orkneyjum vegna veður- ofsa sem gosið í Gnmsvötnum orsakaði. Þeir komu m.a.við í Færeyjum og skoðuðu staði sem bera keltnesk heiti en Papar er nafn sem norrænir menn gáfu keltnesku munkunum. Leiðangursmenn áttu mjög góða daga í Færeyjum og sigldu síðan til Djúpavogs og þaðan var haldið á Þórbergssetrið í Suðursveit þar sem við fengum frábærar móttökur. Var efnt til ráðstefnu um þessa sérstæðu sjóferð, fjallað um Papa og staði á úthafmu þar sem þeir munu hafa komið sér fyrir til helgihalds og farið yfir trúarhugmyndir sem mótuðu háttemi þeirra. Við skoð- uðum einnig Papós og Papafjörð,” sagði Gunnþór, „en staðir og sagnir sem tengjast ömefnum vom skoðaðir og hvort söguleg tengsl væru þeirra á milli. „Meðal leiðangursmanna eru Paddy Barry, sem stýrir skútunni. Hann er heimsskautsfari, og hefur farið eins og langt og hægt er að komast á skipi um pólsvæðin, hörkunagli, fastur fyrir og einbeitt- ur. Dónal De Barra er ömefna- fræðingur og Danny Mac Sfthigh ljóðskáld og rithöfundur á írska tungu. Frank Nugent er einn af þekktustu fjallgöngumönnum íra, og lykilmaður í för er kennarinn minn frá Wales, Jonathan Wooding, sérfræðingur í keltneskri sögu og trúarhugsun." Keltneski krossinn í Heimakletti Og nú er komið að Vestmanna- eyjum ? „Já, og það var dásamlegt að sigla hér inn á sunnudag. Við förum upp á Heimaklett og skoðum krossinn og fömm inn í Herjólfsdal en leggj- um af stað aftur þriðjudaginn 21. júní, en þá em sumarsólstöður. Sólin er, að skilningi kelta til foma, tákn blessunar lífsins og þess vegna er keltneski krossinn með krossinn í sólinni. Guð, sem skapar sólina, vottar kærleika sinn í hinum kross- festa og upprisna Jesú Kristi í geislaflóði hennar sem „ljós heimsins." Keltneskar trúarhug- myndir er að sumu leyti aðrar en þær rómversku. Trúin hjá keltum leggur mikið upp úr tengslum manns, náttúm og eigin hjarta og sálar. Tilgangurinn með þessum leið- angri er að sigla í kjölfar Papanna og þá ekki einvörðungu í trúar- legum tilgangi heldur jafnframt af sögulegum ástæðum. Papamir Iögðu upp í trausti til Drottins sem vildi vinna verk sín í gengum þá. Þeir vildu vera góður farvegur fyrir Guð, þeir báðu fyrir löndum sem þeir komu til og vom eins konar útverðir hafsins í Jesú nafni. Héðan fömm við með Herjólfi í Landeyjahöfn og skoðum mann- gerða hella við Seljaland. Dr Kristján Ahronson hefur rannsakað útgröft úr þessum hellum sem sýnir að þeir em töluvert eldri en nor- ræna landnámið, sagði Gunnþór, og væntir þess að síðar verði kynntar niðurstöður ferðarinnar sem var farin í kjölfar Papanna. Áætlun gerði ráð fyrir að Ar Seachrán héldi frá Eyjum á þriðjudagskvöld. Vinafundur í Vinaminni í síðustu viku sameinuðu krafta sína, eins og svo oft áður, hjónin Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir og Chris Foster og Bára Grímsdóttir í söng og hljóðfæraleik. Tónleikarnir voru í Vinaminni þar sem fjölmenni var mætt. HÉR SYNGJA þau án hljóðfæranna, Arnór, Chris, Helga og Bára. G0SL0KAHÁTÍÐ 2011 Goslokahelgi: Litaskipt hverfi Nú er dagskrá goslokahátíðarinn- ar klár og ætti að berast inn á öll heimili í Vestmannaeyjum fyrri- partinn í næstu viku. Dagskráin verður jafnframt gerð aðgengileg á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar auk annarra fréttamiðla í Eyjum. Goslokamerkin em komin til sölu í Eymundsson, Skóvinnu- stofu Stefáns og Ráðhúsinu. Jafnframt geta sölubörn komið við í Ráðhúsinu og fá þá sölulaun fyrir. Ágóði af sölu gosloka- merkjanna rennur upp í kostnað við hátíðina, en frítt er á alla viðburði sem Vestmannaeyjabær stendur fyrir. Hljómsveitin Dans á rósum hefur samið goslokalag, og ætti það að heyrast á öldum ljósvakans fljót- lega. Goslokanefndin hefur, eftir áskoranir, ákveðið að taka upp litaskiptingu hverfanna líkt og var áður. Er skiptingin hér að neðan. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að skreyta hús sín og nánasta umhverfi og láta ímyndunaraflið njóta sín. Vesturbær til og með Illugagötu, rautt og svart. Frá Illugagötu að Kirkjuvegi og miðbærinn, appel- sínugult og svart og austurbær austan Kirkjuvegar, gult og svart. Verður mest skreytti partur Eyjanna viðurkenndur með sér- stöku lófaklappi á tónleikunum „Óður til Oddgeirs" á föstu- dagskvöldinu þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. Fréttatilkynning. Guðmundur skólastjóri. Tónlistarskólinn: Skólastjóra- staðan laus Umræður um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja voru til umræðu í fræðslu- og menningarráði. Fyrir liggur að Guðmundur H. Guðjónsson, skólastjóri, mun láta af störfum í júlí vegna aldurs. f samræmi við verkferla beinir fræðslu- og menningarráð því til bæjarráðs að kanna tafarlaust hvort ástæða sé til að gera breyt- ingu á starfslýsingu eða fyrirko- mulagi starfsins og gera ráð fyrir slíku við auglýsingu starfsins. Útgefandi; Eyjasýn ehf. 480378-004!) - Vestmannaeyjum. Bitstjóri; Ómar Garðarsson. Blaðamenn; Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Júlíus Ingasoa Ábyrgdarmenn; Ómar Gardars- son & Gisli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Adsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Símar. 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1393. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: bttp/Annv.eyjafrettir.is ERÉ'iTIB koma út alla fimmtudaga. Bladid er selt i áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinnm, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Fridarböfn.. FRÉ'iTiB eru prentadar i 3000 eintökum. FRÉTi'iB eru adilar ad Samtökum bæjar- og béradsfréttablada. Eftirprenhm, hljódritun, notkun ljósmynda og annad er óbeimilt nema beimilda sé getid.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.