Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 23. júní 2011 VIÐ KUNNUM líka að skemmta okkur. Grímur, Gísli og Þorsteinn bregða á leik á Skansinum , Samkeppni í öllum til- vikum verið til góðs í gegnum tíðina hafa Fréttir fengið samkeppni í blaðaútgáfu en þau blöð hafa öll hætt eftir mislangan tíma og í dag eru Fréttir eina blaðið sem reglulega er gefið er út í Vestmannaeyjum. „Jú, við höfum fengið sam- keppni," segir Ómar. En það merkilega er að þegar maður lítur til baka, þá hefur sú samkeppni, sem Fréttir hafa fengið, í öllum tilvikum verið til góðs fyrir blaðið. Haldið okkur á tánum ef svo má segja. Þau eru orðin mörg blöðin sem gefin hafa verið út í þeirri sam- keppni. Dagskrá Hermanns Einarssonar var reyndar fyrir á markaðnum áður en Fréttir hófu göngu sína en við litum eiginlega aldrei á Dagskrá sem harðan samkeppnisaðila, það blað var ein- hvern veginn af öðrum meiði að okkur fannst. Hermann hafði sinn stfl og vissulega var Dagskrá val- kostur fyrir þá sem ekki vildu skipta við okkur. Hermanni fannst ÞEIR HAFA allir komið við sögu á Fréttum. Sigurgeir Jónsson, Sigmundur Andrésson, bakari sem skrif- aði skákpistia í biaðið, Gísli Valtýsson, Grímur Gísiason, Ómar Garðarsson og Þorsteinn Gunnarsson. ekki mikið til mín koma þegar ég var að byrja en seinna urðum við góðir félagar og erum það enn.“ Þeir Snorri Jóns og Asmundur Friðriks fóru af stað með blað sem þeir nefndu Karató, síðan gáfu Óskar Ólafs og Vilhjálmur Garðars út ágætt blað, en hvorugt þessara blaða varð langlíft. „En þegar Þorsteinn Gunnarsson kom úr fjölmiðlanámi hóf hann útgáfu á blaði sem hét TV og var held ég skammstöfun fyrir Tíðindi úr Vestmannaeyjum. Hann byrjaði af mikilli grimmd og beindi spjótum sínum ekki síst að Fréttum. En blaðaútgáfa er ekki spretthlaup, þar reynir meira á þol, rétt eins og í langhlaupum. Og TV biðu sömu örlög og fyrirrennara þeirra, Þor- steinn gafst upp á útgáfunni. En hann hafði verið að gera góða hluti og ég sá að til þess að gera Fréttir að betra blaði, þá ættum við að ráða hann til okkar. Sú varð líka raunin. Þorsteinn var mjög öflugur blaðamaður og hann á sinn þátt í því hvað Fréttir eru í dag. Svo kom Jóhann Ingi Amason fram með Vaktina. Jóhann Ingi var flínkur blaðamaður og Vaktin var fallegt blað. Meðal þess sem hann sýndi okkur fram á, var að við höfðum fram til þessa verið að leita að auglýsingum á of þröngum markaði. Jóhann Ingi opnaði augu okkar fyrir fleiri möguleikum. Jóhann Ingi náði geysigóðum árangri með Vaktina. En það var með hann eins og aðra, þetta var spuming um úthald. Og það end- aði með því að Eyjasýn keypti útgáfuna sem rann síðan inn í Fréttir. En Vaktin, rétt eins og önnur samkeppni sem Fréttir hafa fengið, þetta var bara af því góða.“ Fjölmörg landsmálablöð eru gefin út á íslandi, svipaðs eðlis og Fréttir. Ómar segir að Fréttir komi vel út í þeim samanburði. „Að mínum dómi eru þau blöð sem standa upp úr í landsmála- blöðunum í dag Fréttir, Skessuhom sem gefið er út á Akranesi og í Borgarfirði, Bæjarins besta á fsafirði og Víkurfréttir í Reykja- nesbæ. Svo em önnur blöð sem eru miklu minni en geta lflca verið prýðileg." hátt að hún skilst. Reksturinn hefur að mestu hvflt á hans herðum og auðvitað hafa skipst á skin og skúrir í því, það voru ekki alltaf háar upphæðir inni á tékkheftinu á þessum árum. En Gísli er keppnis- maður að eðlisfari og fjarri hans hugsunarhætti að gefast upp þótt á móti blási. Þegar hlaupareikning- urinn í Sparisjóðum var kominn niður fyrir frostmark settum við bara í axlirnar og héldum áfram. Þorsteinn Gunnarsson var kapps- fullur eins og ungir menn eiga að vera. Hann hafði byrjað á Fréttum nokkrum vikum á undan mér og fannst ég ekki eiga að vera með einhvem derring, hann væri reynd- ari en ég. Og ég lærði margt af Þorsteini, hafði vit á að horfa yfir öxlina á honum og sjá hvernig átti að gera hlutina. Síðar kom svo Grímur Gíslason til starfa á Fréttum, hörkuduglegur og flínkur blaðamaður og ljósmyndari. Grímur lætur stundum gamminn geisa en það var mjög gott að vinna með honum. Svo kom Benedikt Gestsson eins og stormsveipur inn á Fréttir og í þetta samfélag. Góður textasmiður með óþrjótandi áhuga á listum og menningu. Þann tíma sem hann var hérna stóð hann m.a. fyrir list- sýningum í samstarfi við Islands- banka, sýningum sem vöktu veru- lega athygli, ekki aðeins hér heldur á landsvísu. Vera hans hér gerði bæjarfélaginu mjög gott. Eg sakn- aði hans virkilega þegar hann fór og held að samfélagið í Eyjum hefði haft gott af að hafa hann svo sem fimm ár til viðbótar.“ Heppnir með fólk Ómar segir að Fréttir hafi líka verið einstaklega heppnar með þá aðila sem sjá um tæknivinnuna, umbrot og annað því tengt. „Guðmundur Eyjólfsson kom til okkar frá Eyrúnu og Guðmundur Asmunds- son, sem var kvæntur séra Báru, vann einnig hjá okkur um tíma. Báðir grafískir hönnuðir og frá- bærir í sinni grein. Hið sama má segja um Sæþór Vídó, sem sér um þessa hluti núna. Þórhallur Einis- son, núverandi kerfisfræðingur, kom til okkar komungur maður þegar við vorum að fara út í það nýmæli að brjóta blaðið um í tölvu. Við vorum búnir að kvíða því nokkuð því í raun er það alger bylt- ing á vinnubrögðum. En Þórhallur var þar réttur maður á réttum stað, alveg eldklár og þetta tók mun styttri tíma en við höfðum átt von á, þökk sé honum. Þetta eru allt hæfileikamenn sem gott hefur verið að vinna með, léttir í lund og þægi- legir í viðmóti, sem reyndar hefur einkennt flesta ef ekki alla þá sem hafa unnið með mér,“ segir Ómar. Júlíus Ingason er búinn að vera á Fréttum í nokkur ár og í nokkur ár var Sigursveinn Þórðarson blaða- maður, áður en hann sneri sér að fyrirtæki fjölskyldunnar. „Þeir eru báðir prýðispiltar og ég vona að ég hafi getað kennt þeim eitthvað. En líklega var það eitt mesta gæfuspor okkar á Fréttum að fá Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur til okkar fyrir um það bil tíu árum. Góð vinkona mín, Sigrún Stefáns- dóttir, dagskrárstjóri hjá RÚV, heimsótti okkur nokkrum sinnum á Fréttum með nemendur sína, þegar hún sá um fjölmiðladeildina hjá Háskólanum. Og einu sinni sagði hún við mig: „Ykkur vantar konu á Fréttir." Eg hugsaði talsvert um þessi orð og þegar okkur vantaði blaðamann færði ég þetta í tal við Helgu Hall- bergsdóttur sem benti mér á að ræða við Guðbjörgu Sigurgeirs- dóttur, en þær voru þá saman í íslenskunámi. Svo ræddum við Guðbjörg saman og niðurstaðan var sú að hún ákvað að slá til. Hún er hér enn og vonandi ekkert fararsnið á henni. Það var virkilega gott að fá hana til starfa og ég held því fram að hún sé í hópi bestu blaðamanna á íslandi í dag. Konur nálgast viðfangsefnin stundum út frá öðrum vinklum en karlar og stundum er betra að kona geti rætt við konu. Svo er Guð- björg mjög ákveðin og heldur rit- stjóranum við efnið sem stundum veitir nú ekki af.“ Og Ómar segir ekki hægt að fjalla um samstarfsmennina öðru vísi en að minnast á „skrifarann“ sem hann kallar svo, Sigurgeir frá Þorlaugar- gerði. „Hann byrjaði að skrifa pistla af bryggjunum, ásamt pistl- um um bæjarlífið og tilveruna. Var um nokkurra ára skeið blaðamaður á sumrin en hefur hin síðari ár verið prófarkalesari blaðsins ásamt því að leysa af ef einhver þarf að fara í frí. Það sem fjölmiðill þarf er traust lesenda og Sigurgeir, eða þú, hefur átt þinn þátt í að byggja það upp á Fréttum. Ekki má gleyma Óskari Pétri, þeim ágæta og eljusama ljósmyndara sem alltaf er tilbúinn. Og allt á þetta fólk það sameigin- legt að hafa metnað fyrir sínu starfi sem hefur skilað lesendum góðu blaði.-Fyrir það hlýt ég að vera þakklátur. Það er líka eins og þau öll hafi verið rétta fólkið á réttum tíma fyrir Fréttir.“ Ekki róttækt blað og ekki heldur hlutlaust Ómar tók við sem ritstjóri 1991 eða 1992. Fram að því hafði Gísli verið ritstjóri en með auknum umsvifum varð verkaskiptingin sú að Ómar sá um blaðið sjálft en Gísli um prentun, bókhald, fjármál og þess háttar. „Þetta var góð skipting," segir Ómar. Eyjasýn, sem rekur Fréttir, er í eigu margra hluthafa. Nú er það þekkt, m.a. hjá stóru prentfjölmiðl- unum, að eigendur hafa viljað hafa áhrif á það sem birtist í þeim blöðum. Hefur það komið fyrir að eigendur Frétta hafa viljað skipta v sér af skrifum ritstjórans? „Aldrei," segir Ómar og kveður fast að orði. „Eg veit að margir trúa því ekki en svona er það nú samt. Aftur á móti eru þeir margir í hópi eigenda Frétta sem hafa sam- band og láta vita af fréttnæmu efni. Slíkt fólk er hverjum fjölmiðli nauðsynlegt og við eigum marga góða hauka í homi á hinum ýmsu sviðum sem láta okkur vita. En að eigendur hafi haft samband út af einhverju sem ég hef tekið ákvörð- un um sem ritstjóri, það hefur alclrei gerst.“ I framhaldi af þessu er ekki úr vegi að minnast á þá pólitísku slagsíðu sem sumir hafa talið vera á Fréttum. Ómar segist oftar en einu sinni hafa fengið að heyra það að blaðið væri hallt undir Sjálfstæðis- flokkinn. „I raun er ekkert til sem heitir óháður fjölmiðill. Það eru persónur bak við alla fjölmiðla og fólkið sem skrifar fréttimar hefur ólíkar skoðanir og bakgrunn. Hver blaðamaður setur sitt mark á blöðin. Fréttir eru ekki róttækt blað. En hvorki Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking né Vinstri grænir hafa áhrif á hvað við birtum og hvað ekki. Okkar skylda er við lesendur og blaðið stendur og fellur með viðtökum lesenda. Það verðum við að hafa að leiðarljósi. Ef enginn læsi blaðið þá yrði fljótt viðsnúningur á hlaupareikningnum. Til dæmis höfum við reynt fyrir kosningar að gefa framboðunum jafnt rými í blaðinu og Fréttir era öllum opnar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.