Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.06.2011, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 23. júní 2011 Til sölu Hvítur sjónvarpsskenkur og hvítt sófaborð til sölu, hafa samband í síma 862-2881. Til sölu Citroen Berlingo 03' árg. 1.4 ben- sín bssk. ekinn 140.000. 5 sæta. tilboð óskast. íbúð óskast til leigu Maður á þrítugsaldri óskar eftir íbúð til leigu. Reglusemi og öruggum greiðslum heitið. Vinsamlegast hafið samb. í s. 869 7809 eða á viktorpj@simnet.is. íbúð óskast yfir Þjóðhátið Par um Þrítugt óskar eftir að leiga íbúð um verslunarmannahelgina. Góð umgegni, ekkert partístand og örugg greiðsla. Höfum verið með sömu íbúðina undanfarin ár en vegna breyttra aðstæðna hjá leiganda er hún ekki í boði þetta árið. Höfum góð meðmæli sé þess óskað. Skoðum allt. Upplýsingar f síma 896-1001 og jardvinna@gmail.com Til sölu Mjög vel með farinn grænn Simo barnavagn til sölu. Burðarrúm með skyggni og hægt að breyta í kerru. Uppl. í s. 848 9969 (Ása). Til sölu golfsett Stelpna golfsett til sölu, vel með farið. Uppl. í s. 481-2502. SAMVERKl GLERVERKSMIÐJA SPEGLAR Framleiðum spegla eftir málum. www.samverk.is samverk@samverk.is AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagar: kl.20.30 spor/erfðavenjur Þriðjudagar: ki.18.00 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.18.00 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Eyjamaður vikunnar: Að fortíð skal hyggja, segir einhvers staðar Þann 17. júní var haldin myndlist- arsýning á vegum Listasafns Vestmannaeyja í samstarfi við Landakirkju á verkum eftir Axel Einarsson frá Garðhúsum sem var fæddur 16. nóvember 1896 í Garðhúsum. Margir lögðu hönd á plóg til að gera sýninguna eins og myndarlega og raunin varð. Þar var Kjartan Bergsteinsson frá Múla framarlega í flokki en hann hafði önglað saman hinum ótrúlegustu upplýsingum um Axel. Hafði hann samband við Soffíu Vigmo f Sví- þjóð, dóttur Axels, sem mætti ásamt dóttur sinni. Þess vegna er Kjartan, sem lengst af starfaði sem loftskeytamaður, Eyjamaður vikunnar. Nafn: Kjartan Bergsteinsson, fyrrum loftskeytamaður. Fæðingardagur: 15. sept. 1938 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylda: Ekkill Draumabíllinn: Húsbíll Uppáhaldsmatur: Sjósiginn fiskur Versti matur: Mér finnst enginn matur beinlínis vondur. Uppáhalds vefsíða: Þær eru margar Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Góðurjazz Aðaláhugamál: Grúsk í gömlum heimildum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV. Ertu hjátrúarfullur: Stundum Stundar þú einhverja íþrótt: Það fer nú lítið fyrir því núorðið. Uppáhaldssjónvarpsefni: Vandaðir sakarnálajiættir (enskir, danskir, sænskir). Kemur þessi góða byrjun hjá IBV þér á óvart: Ekki svo mjög, Eyjamaður vikunnar er góður hugmyndaríkur þjálfari og frískir strákar komast langt. Hvað kom þér mest á óvart þegar þú fórst að vinna að sýningunni: Hvað erfitt var að fá upplýsingar, en oftast finnast þær. Annars var þetta hópvinna, við unnum vel saman. Hefur þú mikinn áhuga á mynd- list: Svona eins og hver annar Eitthvað að lokum: „Að fortíð Kjartan Bergsteinsson. skal hyggja er framtíð skal byggja“ segir einhvers staðar. Þekktu fortíð- ina og hvaðan þú kemur. Nú geta allir fengið upplýsingar um fortíð fjölskyldu sinnar í „íslendingabók“ sem er opin öllum á „InterNetinu“ aðeins þarf að sækja um aðgang og hann kostar ekkert. (Og svo náttúrlega tölvu og smááhuga) Matgazðingur vikunnar: Pönnubrauð og Rönkuklattar Ég vil þakka honum Vidda Sugar kœrlega jyrir að tilnefna mig sem matgœðing vikunnar, við hlökkum mikið til að fá hann í heimsókn á eyjuna, þar sem það er alltof langt síðan hann hefur látið sjá sig, sem er kannski skiljanlegt eftir skand- alinn sem hann gerði hér um árið. Þar sem ég er mikil matar- og upp- skriftakona þá átti ég mjög erfitt með að velja eitthvað, en ákvað að velja einfaldar en góðar uppskriftir sem allir geta spreytt sig á. Ég œtla að byrja á að gefa upp- skrift að frábœrum kjúklingarétti. Tandoori kjúklingaréttur fyrir fjóra 1 dós sýrður rjómi 2 msk tandoori krydd 2 hvítlauksrif pressuð 2-3 msk. matarolía 3 msk. púðursykur safi úr einni sítrónu Öllu blandað saman. 4 kjúklingabringur Kjúklingabitum raðað í eldfast mót og gumsinu helt yfir. Látið standa í ísskáp í 2 til 4 klst. Bakað í ofni í 40 mín á 180. Meðlæti: Skomir bananar (ekki skera fyrr en rétt áður en þeir em bomir fram) kókosmjöl rúsínur salthnetur Sweet Mango Chutney hrísgrjón Þetta er allt sett í sér skálar. Mjög Matgœðingur vikunnar er Fjóla Róbertsdóttir. gott að vera með pönnubrauð með þessu. Pönnubrauð 300 gr heilhveiti 1 tsk. salt 1/2 dl ólífuolía 150-175 ml heitt vatn 2 msk. sesamfræ Þurrefni sett í skál, olíunni bætt út í, hrært saman, vatninu bætt út í smátt og smátt. Þetta er síðan flatt út og steikt á pönnukökupönnu, þetta em sirka 10 brauð. Könkuklattar Að lokum ætla ég að gefa ykkur skothelda smákökuuppskrift, þetta em mjúkar súkkulaðibitakökur sem stoppa alltaf stutt við, þær em alltaf étnar upp á nóinu. 2 dl mjúkt smjörlíki 4 dl púðursykur Þetta er þeytt vel saman. 1 tsk. vanilludropar 2egg Bætt út í og hrært vel. Síðan er sett út í með sleif: 5 dl hveiti 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt Saxið að lokum niður 300 gr af suðusúkkulaði og bætið því út í. Sett á plötu með teskeið, getið líka rúllað deiginu upp, sett í plastfilmu og fryst og skorið síðan í mjóar kökur og bakað. Þetta er bakað í 6 til 8 mínútur á 180° hita. Kökumar em mjög linar þegar þær koma út, en jafna sig á smátíma, ef þær em bakaðar of lengi verða þær harðar annars em þær dúnmjúkar. Ég set stundum annað í þær, hvítt súkkulaði og hnetur, eða mogm, það er hægt að prófa sig áfram með þetta. Varðandi ncesta matgœðing verð ég að segja að þar kornu margir til greina. En þar sem við tölum mikið um mat og mataruppskriftir í vinn- unni þá ákvað ég að velja Itana Laufey hans Braga, hún kemur ábyggilega með eitthvað gómsœtt eins og henni er einni lagið. Kirkjur bczjarins: Landakirkja Sunnudagur 26. júní. 1. sunnu- dagur eftir þrenningarhátíð: Kl. 10.00. Æfing hjá Kór Landa- kirkju. Kl. 11.00. Guðsþjónusta á 1. sunnudegi eftir Þrenningarhátíð Kór Landakirkju syngur undir stjóm Zbigniew Suchowicz. Sr. Guðmundur Öm prédikar og þjónar fyrir altari. I byrjun guðsþjónustunnar afhendir Kvenfélag Landakirkju nýjan hökul og stólur sem Sigríður Jóhannsdóttir, textíllistamaður, hefur gert. Eftir guðsþjónustu er tilvalið að fá sér kaffisopa saman f Safnaðar- heimilinu. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 23. júní Kl. 20. Bænastund. Sunnudagur 26. júní Samkoma. Ræðumaður Guðni Hjálmarsson. Aðventkirkjan Laugardaginn 25. júní Samkoman hefst kl. 11.00 með Biblíufræðslu fyrir böm og full- orðna. Barna og ungmennastarf í höndum Ericu Do Carmo. Einnig verður biblíufræðsla fyrir fullorðna. Efnið er aðgengilegt öllum á vef kirkjunnar á www.adventistar.is undir fræðsluefni/Biblíulexia. Guðsþjónusta kl. 12.00. Manfred Lemke prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. Sími hjá safnaðarpresti er 8662800, netfang thora@adventistar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.