Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 35

Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 35
Rudolph Nureyev. Skýrslur hans, unnar af frábærri natni, fullvissuðu ósýnilega yfirmenn hans um nauðsyn þess að kalla Nureyev heim. Sendu þeir skömmu síðar skýr boð til hans þess eðlis, að honum dygði engin óhlýðni. Síðan kom skipunin: hann átti að snúa aftur til Rússlands ,,til að dansa í Kreml" — ballettflokkurinn kæmi síðar. „Dansa í Kreml, ekki nema það þó!" hreytir Nureyev út úr sér, þegar hann minnist þessa. 17. júní árið 1961, á Le Bourget flugvellinum tók Rudolph Nureyev stökk — athyglisverðasta stökk lífs síns — beint í fangið á tveimur frönskum lögreglumönnum og hrópaði „ég vil ekki fara". Hann og hinn áreiðanlegi sporhundur hans höfðu tekið frægasta pas de deux aldarinnar. Við vitum ekki, hvað varð af hinum árvakra sögumanni. Lestin skrölti áfram meðfram ísi lögðum bökkum Baikal-vatnsins. Næsti áfangastaður var Vladivo- stok. Þetta var 17. marz 1938. í aftasta vagninum beljaði búpeningur sitt afkáralega forspil; nokkrum vögnum framar, í klefa troðnum fólki af öllum stéttum, var Rudolph Nureyev að koma í heiminn — maður á eilífri hreyfingu, fæddur á ferðalagi. Eina skiptið svo vitað sé, sem honum var ekki tekið með lófataki. Rudolph lítur aftur og segir „gífurlega rómantískt. Ég er í rauninni alls ekki Rússi heldur Tartari". Ef menn vilja sönnun þess, að hæfileikar þurfi ekki að vera ættgengir, mun hann stoltur segja þeim, að foreldrar hans eigi ættir að rekja til hinna herskáu Bashkir bænda. „Við bjuggum níu í einu herbergi. Stundum þoldi ég ekki við að vera svona aðþrengdur —- þá þaut ég út og leitaði að stað, þar sem ég gæti setið og látið mig dreyma. Alltaf sama drauminn — að einhver kæmi og færi með mig í burtu fyrir fullt og allt". Og þá loksins hann komst í burtu, heimta þeir hann aftur. En þessar tilfinningar hans stangast á við ást hans til fjölskyldu hans. „Stundum er ég á leiðinni á sviðið, þegar móðir mín eða systir hringja frá Rússlandi. Þær grátbiðja mig að biðja yfirvöldin fyrirgefningar og koma aftur. Ég veit, að þær hafa ekki ráð á þessum dýru símtölum. Það er stjórnin, sem borgar þau, skilurðu". En fjölskyldu- böndin eru að losna. „Starf föður míns var að kenna hermönnum að vera góðir kommúnistar. Honum mistókst við mig. Hann vildi alltaf að ég menntaði mig — ynni að glæsilegri framtíð. En það var tónlistin ein, sem hafði áhrif á mig og ég verð alltaf fyrir áhrifum frá tónlist". Þar er lykillinn

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.