Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 36
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24MENNING Furðulegt háttalag hunds um nótt, leikrit byggt á samnefndri metsölu- bók, verður sett upp á Stóra sviði Borgarleikhússins næsta vetur. „Okkur leist svo vel á þetta leik- rit að við keyptum réttinn síðast- liðið haust, áður en það var frum- sýnt í London,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgar- leikhússins. „Leikritið var strax sett í þýð- ingu Guðrúnar Vilmundardótt- ur og það verður Hilmar Jónsson sem leikstýrir verkinu. Með honum vinnur að uppfærslunni sami hópur og setti á svið eftirminnileg leik- rit í Hafnarfjarðarleikhúsinu á gullaldarárum þess, Finnur Arnar leikmyndahönnuður, Þórunn María búningahönnuður og Björn Guð- mundsson ljósahönnuður.“ Leikritið The Curious Incident of the Dog in the Night-Time, eða Furðulegt háttalag hunds um nótt, var ausið lofi gagnrýnenda þegar það var frum- sýnt síðastliðið haust. Áhorfend- ur tóku því líka opnum örmum og það var fært af minnsta sviði Þjóðleikhússins breska yfir á West End. Leik- ritið fékk sjö verðlaun þegar Olivier-verðlaunin voru afhent í fyrrakvöld. Hinn 28 ára Luke Treadaway hlaut verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki en hann fer með hlutverk hins 15 ára Krist- ófers Boone. Treadaway skaut þar meðal annars Rupert Everett og James McAvoy ref fyrir rass. „Það verður spennandi að sjá þetta verk á íslensku sviði,“ segir Magnús Geir að lokum en ekki hefur verið skipað í hlutverkin hér á landi. - sbt Hafnarfj arðarklíka í Borgarleikhúsið Leikritið Furðulegt háttalag hunds um nótt verður sett upp í Borgarleikhúsinu næsta vetur í leikstjórn Hilmars Jónssonar. Félagar hans úr Hafnarfj arðarleikhúsinu koma við sögu. Leikritið sópaði að sér verðlaunum þegar hin virtu Olivier-verðlaun voru afh ent í London. HARPA Skarar fram úr að mati sérfróðra um byggingarlist. ■ Mies van der Rohe-verðlaunin eru veitt annað hvert ár og eru einhver virtustu verðlaun á þessu sviði í heiminum. ■ Verðlaunin voru sett á stofn árið 1987 af Evrópusambandinu og Stofnun Mies van der Rohe í Barcelona. ■ Þeim er ætlað að vekja athygli á því sem best er gert í evrópskri bygg- ingarlist og koma allar byggingar sem lokið var við á árunum tveimur fyrir afhendinguna til greina. Í ár voru 350 byggingar frá 37 Evrópulöndum til- nefndar til verðlaunanna sem nema alls 60 þúsund evrum. ■ Fimm þessara verka voru valin á úrslitalista. Þau voru ráðhúsið í Gent í Belgíu, almenningsgarðurinn Superkilen í Kaupmannahöfn, heimili eldra fólks í Alcacer do Sal í Portúgal, Metropol Parasol-garðurinn í Sevilla á Spáni auk Hörpu. ■ Að undanförnu hefur þessi dómnefnd heimsótt alla þessa staði og tekið út verkin. Það var niðurstaða hennar að verðlauna Hörpu, en aðeins ein norræn bygging hefur áður hlotið þessi verðlaun, en það var óperuhúsið í Ósló. 350 byggingar tilnefndar „Þessi verðlaun eru fagnaðar- efni fyrir alla Íslendinga,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, en tilkynnt var í gær að byggingin hlyti Mies van der Rohe-verðlaunin sem munu vera ein virtustu byggingarlistarverð- laun heims. „Við erum óskaplega glöð hér í húsinu og auðvitað er þetta mikill heiður fyrir þá sem hönnuðu húsið.“ Harpa er verk arkitektastofu Hennings Larsen í Danmörku, í samvinnu við Batt- eríið á Íslandi og Stúdíó Ólafs Elías sonar í Berlín. Halldór er sannfærður um að verðlaunin muni auka fjölda ferðalanga sem gerir sér ferð til að skoða Hörpu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að verðlaunin munu hafa bein áhrif á fjölda heim- sókna í húsið. Í m e ð a l - viku fáum við á bilinu 20-25.000 g e s t i í húsið. Þar af er ríflega helmingur sem er kominn til þess að skoða bygg- inguna, er sem sagt ekki á leið á neinn viðburð. Þeim heimsókn- um mun örugglega fjölga,“ segir Halldór og bætir við að það stytt- ist óðum í að gestafjöldi Hörpu nái tveimur milljónum. Í rökstuðningi formanns dóm- nefndar, Wiel Arets, fyrir valinu á Hörpu var einkum lögð áhersla á þrennt: þá ákvörðun að ljúka við byggingu Hörpu þrátt fyrir kreppuna, einstaka tengingu byggingarinnar við höfnina og umhverfi Reykjavíkur og merkilega samvinnu við Ólaf Elíasson um gler- hjúpinn utan um húsið. „ Þ að va r ei nk a r ánægjulegt að sjá rök- stuðninginn. Hann renn- ir stoðum undir það að það hafi verið rétt ákvörðun að ljúka verkinu og hafa Hörpu á þessum stað,“ segir Halldór. sigridur@frettabladid.is Harpa verðlaunuð Harpa hlaut í gær ein virtustu byggingarlistar- verðlaun heims, Mies van der Rohe-verðlaunin. ➜ Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon kom út í Bretlandi 2003 og á Íslandi ári síðar. ➜ Hún segir frá einhverfum dreng, Kristófer Boone, með stærðfræðisnilligáfu sem rekst á hund nágranna síns rekinn í gegn með garðkvísl, ákveður að finna morðingja hans og skrifa leynilög- reglusögu um leitina. Verkefnið vindur upp á sig og á endanum af- hjúpar Kristófer allt aðra og miklu stærri gátu en hann ætlaði sér. ➜ Leikgerð skáldsögunnar er eftir Simon Stephens. ➜ Leikritið hlaut verðlaun sem besta verkið, fyrir leikstjórn, besta leik í aðalhlutverki og aukahlut- verki, leikmynd, hljóð og lýsingu þegar Olivier-verðlaunin voru afhent á sunnudagskvöld. Bók verður leikrit VERÐLAUNASÝNING Luke Treadaway í hlutverki sínu sem Kristófer Boone í leikritinu Furðulegt háttalag hunds um nótt. Ekki hefur verið skipað í hlutverk í sýningu Borgarleikhússins sem sett verður upp í janúar. HILMAR JÓNSSON HALLDÓR GUÐMUNDSSON í 1. maí gönguna Hittumst á bílaplani ofan við Hlemm kl. 13.00. Mætum öll Ekkert um okkur án okkar til batnaðar á einfaldan og öfgalausan hátt? INGA KRISTJÁNSDÓTTIR næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur hve einfalt það getur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess. ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ! Inga er búin að halda yfir 40 fyrirlestra um mataræði. Nálgunin er einföld, skýr og hentar öllum sem áhuga hafa á breyttum lífsháttum. Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.18:30 - 21:00 Innifalið er mappa með uppskriftum og fróðleik. Verð: 4.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning í síma 8995020 eða á inga@inga.is www.heilsuhusid.is FARIÐ VERÐUR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI YFIR: • Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur þá í staðinn • Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu • Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað við sykurþörf og þreytuköst Þriðjudaginn 7. maí

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.