Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 12
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson opnaði nýverið verslun sína JÖR sem er ofarlega á Laugaveg- inum. Hann segir að lífið í miðbænum sé sjarmerandi og aukist sífellt með hækkandi sól. „Það er meira líf þegar sólin kemur en það er þó alltaf mikið líf hér á Laugavegi,“ segir Guðmundur og bætir við gatan sé sífellt að verða sterkari. „Laugavegurinn er með svo mikið af persónulegum lífsstíls- og hönnunarbúðum sem gerir um- hverfið svo heillandi. Eins og alls staðar annars staðar í heiminum er miðbærinn alltaf meira sjarmerandi en að hanga í einhverjum verslunar- miðstöðvum,“ bætir Guðmundur við. Hann er jákvæður gagnvart umferð aðalgötunnar í sumar þrátt fyrir slæmt veður í byrjun sumars. Miðbærinn alltaf meira sjarmerandi „Mér finnst frábær stemmning hér á Laugavegi og það er mjög mikið að gera hjá okkur núna,“ segir Katarina Nowa- kowska, eigandi veitinga- og kaffihúss- ins Bubble Tea and Pancake Café sem opnaði á Laugavegi nú í vetur. Katarina er frá Póllandi og aðeins 24 ára gömul en hún fluttist hingað fyrir fjórum árum. Á staðnum býður Katarina meðal annars upp á pönnukökur og sérstakt te sem á rætur sínar að rekja til Taívan. „Þetta er te með alls konar brögðum og perlum sem freyða. Ég sá þetta fyrst í Þýska- landi þegar ég bjó þar og varð yfir mig hrifin,“ segir Katarina og bætir við að hún fái mjög góðar viðtökur á Laugaveg- inum. „Þetta gengur það vel að við erum jafnvel að hugsa um að opna staðinn einnig á Akureyri og í Þýskalandi,“ segir þessi unga og efnilega kona. Taívanskt te og pönnukökur „Mér finnst æðislegt að vera komin niður á Laugaveg, það er mikið skemmtilegra en ég átti von á,“ segir Sólveig Eiríksdóttir eða Solla eins og hún er gjarnan kölluð, eigandi staðarins Gló sem var opnaður nýverið á Laugavegi. „Ég fæ inn allt öðruvísi gesti og fæ til dæmis mjög mikið af ferðamönnum,“ bætir Solla við, sem er yfir sig hrifin yfir að vera komin í miðborgina. „Þessi mikli ferða- mannaflaumur og þetta gangandi líf gerir þetta svo skemmtilegt og öðruvísi,“ segir Solla. Hún býður gestum miðborgarinnar upp á ferskt heilsufæði alla daga, en Solla rekur einnig tvo aðra staði, á Engjateig og í Hafnarfirði. Elskar gangandi lífið GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON Er ánægður með að vera staðsettur á Laugavegi og er jákvæður gagnvart umferð aðalgötunnar þrátt fyrir ótíð í byrjun sumars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KATARINA NOWAKOWSKA Upplifir sannkallaða sumarstemmningu á Laugavegi FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar, segir að nýbreytni sumarsins á götunni sé helst auknar blómaskreytingar til þess að lífga upp á umhverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR Finnur fyrir miklu þakklæti frá ferðamönnum og ánægju yfir að boðið sé upp á hráfæði og annað heilsufæði á Laugaveginum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 13 Sérversl-anir 3Snyrtivöru-verslanir 3 Heilsubúðir og apótek 11 Úr- og skart-gripaverslanir 2 Bóka- og tón-listarbúðir 3 Gleraugna-búðir 7 Matvörubúðir og sjoppur 4 Hárgreiðslu-stofur 27 Veitinga- og kaffihús 4 Hótel 12 Hönnunar- og lífsstílsbúðir 56 Fata- og skó-verslanir 6 Barnafata-verslanir 16 Ferða-mannabúðir Laugavegurinn lifnar við Á Laugaveginum er mikið líf um þessar mundir með hækk- andi sól og hlýrra lofti. Þar má finna ótal margar verslanir og athyglisvert er að sjá hversu margar ferðamannabúðir eru á þessu litla svæði. Rekstraraðilar við Laugaveginn finna fyrir auknum straumi ferðamanna sem þeir segja að sé einkar þýðingarmikill fyrir reksturinn. Margar nýjar verslanir og veitingahús hafa skotið upp kollinum á undanförnum mán- uðum og þar má nefna kaffihúsið Bubble Tea, veitingastaðinn Gló og íslensku herrafataverslunina JÖR. Lovísa Eiríksdóttir kynnti sér starfsemi á Laugaveginum. La ug av eg ur H ve rfi s ga ta Sk ól av ör ðu st íg ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.