Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 16
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FERÐIR | 16 Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari á ekki í vandræðum með að velja sér eftirlætis stað á landinu og leitar ekki langt yfir skammt. „Minn uppáhaldsstaður á landinu í augnablikinu er Laugardalurinn í Reykjavík. Ég er nýfluttur þangað og er að kynnast öllum þeim dásemdum sem þetta svæði hefur upp á að bjóða.“ Jóhannes segist alls ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með dalinn. „Hér er svo gróðursælt, mikið af leik- völlum og góðir skólar.“ Hann bendir einnig á að í dalnum séu Húsdýragarður- inn og Grasagarður- inn. „Þegar ég flutti hingað byrjaði ég að versla í búðinni Frú Lauga sem er með lífrænan mat beint frá býli.“ segir hann að lokum. - ne JÓHANNES HAUKUR JÓHANNESSON Gróðursæla í Laugardal FERÐALÖG Vefsíðan vegvisir.is fór í loftið síðastliðinn mánudag, en tilgangur hennar er að auðvelda skipulagningu ferða um land- ið. Hugmynd- ina að síðunni át t i Gunnar Þorvaldsson og hann vann síð- una í samvinnu við forritarann Pál Hilmarsson. „Þetta er ekki alveg fullklárað en okkur fannst þetta nógu tilbúið til þess að fara í loftið núna.“ segir Gunnar, sem er grafískur hönnuður á auglýsinga- stofunni Jónsson og Le‘macks. Hugmyndin að vefsíðunni er að skapa einfalda og aðgengilega síðu sem allir geta notað þegar kemur að því að skipuleggja ferðalög um landið. „Ég hef verið að kenna sjálfum mér vefforritun í vetur og ákvað að gera þetta að fyrsta verkefninu mínu. Ég fékk Pál Hilmarsson vin minn, sem er forritari, til þess að sjá um gagnahliðina á verkefninu en ég sá um hitt.“ Hann segist hingað til hafa nýtt sér vefsíðu Vegagerðarinnar í ferðaundirbún- ingi fjölskyldu sinnar en rekið sig á að sú síða hafi ekki verið nógu þægileg í notkun. „Ég bjó þetta verkefni til fyrir sjálfan mig en komst fljótt að því að fólk var spennt fyrir þessu.“ Hann segir síðuna fyrst og fremst til gamans gerða, hún sýni á einfaldan hátt hversu langt sé á milli staða en komi ekki til með að aðstoða villta ferðamenn á hálend- inu. Hann ítrekar að síðan sé enn í vinnslu og hvetur fólk til þess að koma með ábendingar á Facebook- síðu verkefnisins. nannae@365.is Grafískur hönnuður opnar vefsíðu til hjálpar ferðalöngum: Ferðalangur hannar rafrænan vegvísi GUNNAR ÞORVALDSSON Stimpli notandi inn brottfararstaðinn Hafnarfjörður og áfangastaðinn Ólafs- vík kemur í ljós að leiðin er 200 km. Síðan má sjá að ferðin verður mal- bikuð meirihluta leiðarinnar, eða 196 km, en ferðalangar þurfa að aka 4 km á malarvegi. Að auki er ítarleg leiðarlýsing og vísað á nokkur kennileiti sem sjá má á leiðinni. Til stendur að bæta við síðuna áætluðum bensín- kostnaði og ferðatíma. AUÐVELT OG AÐGENGILEGT 1. Barnvænn bær Dýraskoðun og fjöruferð með leiðsögn eru meðal þess sem hægt er að gera á bænum Bjart- eyjarsandi í Hvalfirði. Auk þess er hægt að fá sér veitingar í Kaffi Álfhóli og kaupa inn beint frá bónda í sveitabúðinni á staðnum. 2. Einstakur leikvöllur Einn skemmtilegasti leikvöllur landsins er Bjössaróló í Borgar- nesi. Hann var reistur af Birni Guðjónssyni úr efnivið sem honum hafði áskotnast. Leik- tækin eru því einstök. 3. Dýralíf á Vatnsnesi Selir eru ævintýralegar verur sem krakkar hafa gaman af því að skoða og tækifærin eru næg á Vatnsnesinu. Á Hvammstanga er Selasetur, á Illugastöðum er gaman að labba niður í fjöru eftir nýgerðum stíg og skoða bæði fugla og seli. Þá er skemmtileg gönguleið niður í fjöru við Hvít- serk og Sigríðarstaðaós og þar liggja selir í hrönnum og horfast í augu við mannfólkið sem á leið um. 4. Dorgað á Hofsósi Hofsós er lítill en huggulegur bær þar sem hægt er að eiga góða stund með fjölskyldunni, fara í sund á einum flottasta baðstað landsins, skoða áhugavert Vestur- farasetur og þá má alltaf spreyta sig við dorg á bryggju. Íslandsævintýri fyrir alla Þegar ungir og aldnir eru saman á ferðalagi er um að gera að hafa áfangastaðina við allra hæfi. Fréttablaðið fór fjölskylduvænan hring um landið. Gerður er stuttur stans á nokkrum stöðum sem mæta þörfum fjölskyldna. 5. Höfuðstaður Norðurlands Akureyri er uppspretta alls kyns skemmtilegheita fyrir fjöl- skyldur á ferð. Það verður eng- inn svikinn af ferð í Kjarna- skóg, rölt um miðbæinn, túr í Lystigarðinn eða heimsókn á einhvern af fjölmörgum góðum kaffihúsum og veitingastöðum bæjarins. 6. Sænautasel Það er eins og að stíga inn í gamla tíma að sækja Sænautasel heim, húsakostur er forvitnileg- ur og kaffihlaðborðið ógleyman- legt. Landnámshænur spígspora um hlaðið. Gestir eru á sögu- slóðum Sjálfstæðs fólks. 7. Hallormsstaðaskógur Það er frábært að tjalda í Atla- vík og fara svo í góða göngu um Hallormsstaðaskóg sem er sann- arlega ævintýrastaður fyrir alla fjölskylduna. 8. Gönguferðir við allra hæfi Náttúrufegurðin í Skaftafelli er ólýsanleg. Þar eru fjöl margar góðar gönguleiðir við allra hæfi og staðurinn því tilvalinn áfangastaður fjölskyldunnar. 9. Þórsmerkurferð Þórsmörk hefur lengi verið einn vinsælasti áfangastaður landans fyrir útilegur og ekki að ástæðu- lausu, þar er friðsælt og gott að vera. Lýsingin er dagsett 25. júní 2013 og staðfest af Fjármálaeftirlitinu og aðgengileg á skrifstofu Rekstrarfélags Virðingar hf, kt. 531109-2790, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi, sem er rekstrar aðili sjóðsins. NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir opinberlega ef skuldabréfin eru tekin til viðskipta og þá hvenær fyrsti mögulegi við skipta dagur með bréfin er á hinum skipulega verð bréfa markaði, en NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir slíka dagsetningu með að lágmarki eins viðskipta dags fyrirvara. Upphafleg höfuðstólsfjárhæð útgefinna skulda bréfa, sem öll hafa verið seld, og heildar heimild útgáfu nemur 4.000.000.000 kr. að nafn verði. Bréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Verðbréfa skráningar Íslands hf. Auðkenni flokksins er FORK 17 0901. ISIN-númer skulda bréfanna er IS0000021897. Bréfin eru gefin út í íslenskum krónum og er hver eining skulda bréfanna 10.000.000 kr. að nafnverði. ORK fagfjárfestasjóður hefur birt lýsingu í tengslum við umsókn um að skulda bréfa flokkurinn FORK 17 0901 sé tekinn til viðskipta á skipu- legum verð bréfa markaði NASDAQ OMX Iceland hf. Útgefandi: ORK fagfjárfestasjóður, kennitala 650612-9730, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi. Rekstrarfélag Virðingar Símar 571 6140 og 571 6142 sjodir@virdingsjodir.is www.virdingsjodir.is Birting lýsingar Nánari upplýsingar um Fagfjárfestasjóðinn ORK og skuldabréfaflokkinn FORK 17 0901, má finna í lýsingu sjóðsins. Umsjónaraðilar töku skuldabréfa Fagfjárfestasjóðsins ORK til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. eru Virðing hf., kt. 561299-3909, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi og Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf., kt. 560902-0350, Borgartúni 27, 105 Reykjavík. Kópavogur, 25. júní 2013 Stjórn Rekstrarfélags Virðingar hf. 1 2 3 4 5 6 7 89 UPPÁHALDSSTAÐUR- INN MINN Á ÍSLANDI LAUGARDALURINN HÁTÍÐIR HELGARINNAR VEÐUR Föstudagur 7-15 °C HLÝJAST AUSTANTIL Vestanátt og skúrir, en skýjað með köflum á Austurlandi. Allur akstur er bannaður á ýmsum hálendis- leiðum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Nánari upplýsingar Vegagerdin.is eða í síma 1777. Laugardagur 10-15 °C HLÝJAST NA-TIL Líkur á þokulofti S- og V-lands en annars léttskýjað. Sunnudagur 10-15°C. HLÝJAST NA-TIL Rigning en úrkomulítið NA-til. Heimild: vedur.is HÁLENDIÐ Brákarhátíð 29. júní Fjölskylduhátíð í Borgarnesi Gönguhátíðin Umfar 21.-28. júní Gönguferðir alla daga um náttúru- perlur Vestur- byggðar. Bíldudals grænar 28.-30. júní. Sumarhátíð Arnfirðinga. Hamingjudagar á Hólmavík 26.-28. júní Bæjarhátíð á Hólmavík. Blue North Music Festival 27.-29. júní Blúshátíð í Ólafs- firði. Lummudagar 27.-30. júní. Héraðshátíð í Skagafirði. Jazzhátíð á Austur- landi 26.-28.júní Tónlistarhátíð á Egilsstöðum, Seyðis- firði og í Neskaup- stað. Sæluhelgi 28.-30. júní 100 ára afmæli íþróttafélagsins Hug- ins á Seyðisfirði. Humarhátíð 28.-30.júní Humarhátíð á Höfn. Sólseturshátíð 27.-30.júní Fjölskylduhátíð í Garði. All tomorrow‘s parties 28.-29.júní Tónlistar hátíð á Ásbrú. Nick Cave kemur fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.