Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 26
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Vigdís Andersen, formaður Kynjakatta, segir að mikill áhugi sé fyrir þessari sýningu, bæði hjá eigendum kattanna og áhuga- sömum gestum. „Við erum með bæði vor- og haustsýningar sem ævinlega eru vel sóttar. Keppt er bæði á laugardegi og sunnudegi. Dómarar eru frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en 116 kettir hafa verið skráðir til leiks,“ segir Vigdís. Til að komast í keppnina þurfa kettirnir að vera skráðir hjá Kynjaköttum og húskettir eru velkomn- ir svo framarlega sem þeir eru með bókaða hús- kattaskýrslu. „Allir kettirnir þurfa að hafa verið bólusettir að minnsta kosti fimmtán dögum fyrir sýninguna. Einnig þurfa þeir að vera örmerktir en þeir fara í skoðun hjá dýralækni áður en þeim er sleppt meðal annarra katta,“ útskýrir Vigdís og bætir við að kynjakettir séu í raun allir kettir. MARGAR TEGUNDIR „Á þessa sýningu hafa verið skráðar yfir tíu teg- undir af köttum, allt frá því að vera loðnir pers- neskir, norskir skógarkettir, stórir Maine Coon og allt niður í pínulitla hárlausa ketti, Cornish Rex, sem eru með ullarfeld eða Bengal-ketti sem eru með villt útlit. Kettirnir þurfa að vera vel á sig komnir til að komast í keppnina, mega til dæmis ekki vera of feitir og feldurinn þarf að vera vel hirtur. Það eru því margar tegundir til sem eru með annað útlit en húskettir. Um þrjú þúsund kettir eru skráðir hjá Kynjaköttum þannig að það er mikill áhugi á þeim hér á landi.“ OF DÝRMÆTIR TIL AÐ TÝNAST Vigdís segir að allir kynjakettir séu innikettir en sjálf á hún þrjá Maine Coon-ketti. „Við erum of hrædd um kisurnar okkar til að leyfa þeim að verða fyrir bíl, fyrir pyndingum eða týnast.“ Stutt er síðan danski kötturinn Nuk slapp út úr flugvél á Reykjavíkurflugvelli og varð fréttaefni hér á landi. Hann fannst sólarhring síðar en að sögn Vigdísar er mikill fjöldi katta sem týnist hér á landi í hverri viku og finnst jafnvel aldrei. „Nuk var húskisa og greinilegt að eigandanum þótti mjög vænt um hana. Húskettir eru ekkert síður yndislegir en kynjakettir. Það er því miður mjög algengt að kettir sleppi út, villist og týnist. Ekki er óalgengt að kisur verði fyrir bíl án þess að það sjáist á þeim áverkar, þær skríða síðan ofan í holu og ákveða að deyja. Ef lögreglan fær dáinn kött og hann er örmerktur fær eigandinn oftast að vita um það. Kettir finna sér líka oft sjálfir nýtt heimili. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir að þeir eru örmerktir því það sést ekki endilega.“ KÖTTUR Í BANDI Vigdís veit ekki til þess að kettir séu með GPS-tæki en það sé vissulega til erlendis. Aukist hefur að kettir fari út í bandi með eiganda sínum en hægt er að fá sérhann- aðar ólar fyrir þá. „Rann- sóknir sýna að innikettir eru hamingjusamari og stressminni en útikettir,“ segir hún. „Í blaði sem dreift verður á sýningunni er einmitt grein um það hvernig á að venja ketti við að vera í bandi.“ ■ elin@365.is KYNJAKETTIR SÝNA SIG MJÁ MJÁ Hefðarkettir af öllum stærðum og gerðum koma saman um helgina og sýna sig frammi fyrir dómara og gestum á haust- sýningu Kynjakatta sem fram fer á Nýbýlavegi 4. Kattavinir geta þar séð ýmsa fallega og marga sérstaka ketti, stóra og smáa. VIGDÍS MEÐ KÖTT- INN SINN Maine Coon-kettir eru oft kallaðir blíðu risarnir að sögn Vigdísar. Þeir geta orðið allt að 8-10 kíló miðað við að þeir séu í kjörþyngd. Hún á þrjá slíka ketti. KYNJAKETTIR Kattaræktarfélag Íslands er félag kattaræktenda, kattaeigenda og áhuga- fólks um ketti. Kynjakettir eru meðlimir í FIFé, sem eru alþjóðasamtök kattaræktarfélaga. Í dag eru félagsmenn um 200. Frekari upp- lýsingar um sýninguna má fá á kynjakettir.is Save the Children á Íslandi Lesið vandlega mikilvægar upplýsingar á pakkningu um notkun. Nánari upplýsingar eru á husk.dk Husk®fibre fæst einnig með fersku sólberja- eða sítrónu bragði. Psyllium inniheldur 85% fæðutrefjar. Einfalt og fljótlegt að taka inn – duftið er hrært út í vatn og drukkið sam stundis. Að því loknu skal drekka annað glas af vökva. HUSK er 100% náttúrulegt „þarma stillandi“ efni. HUSK er hreinsuð fræskurn indversku lækninga jurtarinnar Plantago Psyllium. HUSK er án sykurs eða bragðefna og bætir starfsemi þarmanna á vægan hátt. 85%FÆÐU-TREFJAR Upplýsingar um Husk duft til inntöku: Virkt efni: Ispaghula husk. Ábendingar: Náttúrulyf til meðferðar við þrálátri hægðatregðu; til notkunar við aðstæður þar sem mjúkar hægðir og auðveld hægðalosun er æskileg. Viðbótarmeðferð við einkennum niðurgangs af ýmsum orsökum og meðferð þegar þörf er á aukinni neyslu trefja, t.d. við iðraólgu. Skammtar og lyfjagjöf: Dagsskammtur fyrir fullorðna, aldraða og börn eldri en 12 ára: 2-3 mæliskeiðar (3-5 g) kvölds og morgna. Blanda skal u.þ.b. 5 g með 150 ml af köldu vatni, mjólk, ávaxtasafa eða öðrum drykkjum, hræra rösklega og drekka svo fl jótt sem mögulegt er. Drekka skal að auki nægilegan vökva. Taka skal náttúrulyfi ð inn að deginum a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Frábendingar: Ispaghula husk er ekki ætlað sjúklingum með hægðateppu eða einkenni frá kviðarholi af ógreindum orsökum, kviðverki, ógleði eða uppköst, nema að ráði læknis. Ispaghula husk er heldur ekki ætlað sjúklingum sem hafa þrengingar í meltingarvegi, sjúkdóma í vélinda eða magaopi, þaninn ristil, sykursýki sem erfi tt er að meðhöndla eða ofnæmi fyrir ispaghula eða einhverjum öðrum innihaldsefnum náttúrulyfsins.Varnaðarorð: Fyrirstaða getur myndast í meltingarvegi ef vökvaneysla er ekki nægileg samhliða notkun náttúrulyfsins. Ef kyngingarörðugleikar hafa einhvern tíma átt sér stað eða um sjúkdóma í koki er að ræða skal ekki nota náttúrulyfi ð. Sjúklingar með bráðan bólgusjúkdóm í meltingarvegi eða trufl anir í saltbúskap ættu ekki að nota náttúrulyfi ð. Milliverkanir: Frásogi annarra lyfja sem tekin eru samhliða, t.d. kalsíums, járns, litíums og sinks, vítamína (B12), glýkósíða með verkun á hjarta og kúmarín afl eiða getur seinkað. Af þessum ástæðum skal taka náttúrulyfi ð a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Gæta þarf varúðar þegar lyf sem draga úr hreyfanleika maga og þarma (morfínlík lyf, lóperamíð) eru notuð samhliða vegna hættu á teppu í meltingarvegi. Aukaverkanir: Vindgangur og kviðverkir geta átt sér stað við notkun náttúrulyfsins, einkum í upphafi meðferðar. Þaninn kviður, hætta á fyrirstöðu í görnum eða vélinda og hægðateppa, sérstaklega ef vökvaneysla er ekki nægilega mikil. Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja náttúrulyfi nu. 10 desember 2008. BÆTIR STARFSEMI ÞARMANNA Á VÆGAN HÁTT 20% AFSLÁTT UR 2. TIL 16. OKTÓBER ! HUSK FÆST Í APÓTEKUM OG HEILSUVERSLUNUM HUSK FIBRE FÆST Í APÓTEKUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.