Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 4
23. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 STJÓRNMÁL Staða Más Guðmunds- sonar seðlabankastjóra hefur ekki verið auglýst þótt unnið sé að því í fjármálaráðuneytinu. Skipunar- tími Más rennur út 20. ágúst næst- komandi. Már hefði verið sjálfskipaður til fimm ára ef ekki hefði verið til- kynnt um fyrirætlanir ráðuneytis- ins að auglýsa starfið. Þegar ráðu- neytið tilkynnti um auglýsinguna á vef sínum kom fram að tilgang- ur hennar væri að auka svigrúm í tengslum við mögulegar breyting- ar á lögum um Seðlabankann. Þær breytingar hafa ekki verið gerðar og nefnd sem sér um breytingarn- ar tók til starfa í maí síðastliðnum. Um það var tilkynnt ellefu dögum áður en þingi var frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði gert því skóna um miðjan febrúar, í þætt- inum Sunnudagsmorgunn á RÚV, að seðlabankastjórum yrði jafnvel fjölgað um tvo. Jafnframt sagði hann þar: „Það er enn þá svolítið í að frumvarpið komi fram, einhverj- ar vikur myndi ég halda. Þó að þetta geti auðvitað klárast hratt.“ Í umræðum á Alþingi seinna í febrúar kom aftur á móti fram að ólíklegt væri að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þinginu. Þá spurði Katr- ín Jakobsdóttir hvers vegna staða Más væri auglýst þegar ljóst væri að ekkert yrði úr nýjum lögum. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra segir að verið sé að vinna að því innan ráðuneytisins að aug- lýsa stöðuna. „Meginástæðan fyrir því að staðan er auglýst er að skip- unartíminn er útrunninn. Með því að taka ákvörðun um að auglýsa stöðuna var stjórnvöldum sann- arlega skapað svigrúm til að gera breytingar á lögum, ef það hefði þótt nauðsynlegt fyrir næsta skip- unartímabil,“ segir Bjarni. Nýr seðlabankastjóri, Már Guð- mundsson eða annar, verður ráð- inn á grundvelli gildandi laga sem segja til um að Seðlabankinn sé með einn seðlabankastjóra sem skipaður er til fimm ára í senn. Bjarni segir að þrátt fyrir að nýr seðlabankastjóri muni starfa samkvæmt núgildandi lögum þá skipti máli að það liggi fyrir að stjórnvöld hyggist breyta til. „Það skiptir máli í þessu sam- hengi að það liggi fyrir að lögin séu til endurskoðunar þegar nýr skipunartími hefst, hvenær sem það verður. Við höfum nú þegar óskað eftir tilnefningu frá Seðla- bankanum og Háskólanum í mats- nefndina.“ Ólöf Nordal lögfræðingur er for- maður nefndar um heildarendur- skoðun laga um Seðlabanka Íslands. Hún segir starfið á byrjunarstigi. „Nefndin var bara skipuð rétt eftir páska og við höfum haldið tvo fundi. Okkur ber að skoða lögin í heild sinni og yfirstjórn bankans er hluti af lögunum en við erum alls ekki komin á það stig.“ Ekki náðist tal af Má Guðmunds- syni. Okkur ber að skoða lögin í heild sinni og yfirstjórn bankans er hluti af lögunum en við erum alls ekki komin á það stig Ólöf Nordal, formaður endurskoðunarnefndar. LEIÐRÉTT Með frétt um sýningaropnun í Listasafni Árnessýslu í blaðinu í gær átti að vera mynd af Lilju Birgisdóttur en birt var mynd af systur hennar, Ingi- björgu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. MUN MÁR GUÐMUNDSSON SITJA ÁFRAM? SEÐLABANKASTJÓRUM FJÖLGAÐ Í ÞRJÁ? Eyjan flytur frétt af því að breytingar séu fram- undan í Seðlabankanum. Seðlabankastjórum verði fjölgað um tvo og staða Más Guðmundssonar verði auglýst. BREYTINGAR Á LOKAMETRUNUM Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mætir í Sunnudags- morgun á RÚV. Segir m.a.: „Lögum um Seðlabankann verður breytt. Sú vinna er í gangi og við sjáum fyrir endann á því núna.“ Aðspurður um að Seðlabankastjórum verði fjölgað í þrjá: „Ég neita því ekki en ég sagði ekki að það myndi gerast. Ég hef í ýmsum atriðum verið ósammála stefnu Seðlabankans.“ SÍÐASTI SÉNS TIL BREYTINGA Frestur til að tilkynna Má Guðmundssyni að starfið verði auglýst rennur út. AUKIÐ SVIGRÚM TIL BREYTINGA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fram minnis- blað á ríkisstjórnar- fundi um endurskoð- un á lögum um Seðlabanka Íslands. Fjármálaráðuneytið segir líka frá því að Má Guðmundssyni hafi verið tilkynnt að starf hans verði auglýst. Í tilkynningunni segir meðal annars: „Er það [auglýsing starfsins] gert til að gefa stjórnvöldum aukið svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann.“ FÁTT UM SVÖR FRÁ BJARNA Umræður á Alþingi um málefni Seðlabankans. Þar sagði Bjarni Benediktsson meðal annars: „Ég tek að lokum fram varðandi fyrir- komulag vinnunnar fram undan að leitast verður eftir þverpólitísku samráði við þingið. Ég get ekki fullyrt hvort það er raunhæft á þessu þingi að taka inn frumvarp um þessi atriði.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði: „Í ljósi þess að embættið er auglýst nú en við eigum ekki von á neinu frumvarpi fyrr en í haust, þá spyr ég út í það hví þá er nauð synlegt að auglýsa stöðuna nú?“ Bjarni svaraði spurningunni ekki. NEFNDIN TEKUR TIL STARFA Fjármálaráðu- neytið tilkynnir að nefnd um heildarendur- skoðun laga um Seðlabanka Ís- lands hafi verið skipuð. ALÞINGI FRESTAÐ TÍMI MÁS LIÐINN Skipun Más Guðmunds- sonar rennur út. Nýr seðla- bankastjóri tekur til starfa á grundvelli núgildandi laga. TILLÖGUM UM BREYTINGAR SKILAÐ Nefnd um heildarendur- skoðun laga um Seðlabanka Ís- lands á að skila tillögum sínum að breytingum á lögunum. 14. FEB. 16. FEB. 20. FEB. 21. FEB. 25. FEB. 5. MAÍ 16. MAÍ 20. ÁGÚST 31. DES. Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is LEIÐRÉTTING Listasafn Íslands efnir til einnar yfirlitssýningar á verkum Sigur- jóns Ólafssonar myndhöggvara um helgina en ekki tveggja eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Hún er á tveimur stöðum, í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. HJÁLPARSTARF Vegna þeirra miklu flóða sem hafa verið í Serbíu og Bosníu og Hersegóvínu að undan- förnu hefur íslenska hugbúnaðar- fyrirtækið Betware og starfs- menn þess ákveðið að styrkja söfnun Rauða krossins sem hrundið hefur verið af stað með 564 þúsund króna framlagi. Betware tengist Serbíu sterk- um böndum enda er fyrirtækið með starfsstöð í Belgrad þar sem 45 starfsmenn eru við störf. Jafn- framt hafa starfsmenn Betware í Serbíu safnað saman og keypt nauðsynjavörur líkt og vatn, teppi og mat fyrir þá sem hafa orðið fyrir áföllum vegna flóðanna. Þá hefur Betware komið til móts við starfsmenn sína í Serbíu og hvatt þá til að gefa blóð og veitt þeim frídaga á móti, að því er kemur fram í tilkynningu. - fb Betware styrkir söfnun: Hálf milljón til Balkanskaga 15 brot gegn valdstjórninni þar sem borgarar neita að hlýða fyrirmælum lögreglu hafa að meðaltali verið skráð í hverjum mánuði það sem af er ári. 13 slík brot voru framin að meðal- tali í hverjum mánuði í fyrra og 10 árið 2011. Heimild: Ríkislögreglustjóri KJARAMÁL Kjarasamningar milli flugmanna Icelandair og Sam- taka atvinnulífsins náðust í gær- morgun eftir tæplega sólahrings samningafund hjá ríkissátta- semjara. Um stuttan kjarasamning er að ræða, til 30. september 2014. Samn- ingurinn er til tíu mánaða eða frá því samningar flugmanna losnuðu, 1. desember 2014. Samið er um 2,8 prósenta launa- hækkanir. Þar að auki verður hvatakerfi fyrirtækisins styrkt. Greiðslur fyrir stundvísi og elds- neytissparnað munu aukast. Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar flugmanna, gerir ráð fyrir að flugmenn mæti nú til vinnu og ekki falli fleiri flugferðir niður. Um níutíu ferðir Icelandair féllu niður vegna þess að flugmenn hafa ekki fengist til þess að vinna yfirvinnu. Þorsteinn Víglundsson, formað- ur Samtaka atvinnulífsins, gerir ráð fyrir að samningaviðræður hefjist aftur seinna í sumar. „Þá verður horft til lengri tíma. Aðal- áherslan nú var að lágmarka þann skaða sem þegar var orðinn hjá ferðaþjónustunni og Icelandair.“ Örnólfur segir að yfirvofandi gerðardómur hafi haft áhrif. Sam- kvæmt lögum sem Alþingi setti á verkfall flugmanna átti að skipa gerðardóm ef samningar næðust ekki fyrir 1. júní. Flugmenn munu greiða atkvæði rafrænt um samninginn. Atkvæða- greiðslan mun standa í viku. - ih Björgun ferðamannasumarsins og yfirvofandi gerðardómur urðu til þess að samningar náðust: Flugmenn Icelandair semja fram á haust Staða Más enn ekki auglýst Skipunartími Más Guðmundssonar seðlabankastjóra rennur út 20. ágúst næstkomandi. Fjármálaráðuneytið hefur þegar boðað að staðan verði auglýst. Nefnd um endurskoðun laga um Seðlabankann er nýtekin til starfa. ALLT Á FLOTI Mikil flóð hafa gengið yfir Balkanskaga að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÖRNÓLFUR JÓNSSON ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BEST NORÐAUSTANLANDS um helgina en þar verður bjart og hlýtt. Þykknar upp vestantil í dag og má búast við vætu á köflum og ögn stífari vindi en annars staðar. 7° 6 m/s 8° 7 m/s 10° 7 m/s 9° 6 m/s 5-10 m/s V-til, annars hægari. 5-13, hvassast SV-lands. Gildistími korta er um hádegi 20° 34° 24° 18° 21° 22° 22° 22° 22° 23° 18° 23° 23° 28° 23° 22° 22° 20° 12° 3 m/s 10° 5 m/s 12° 2 m/s 7° 3 m/s 9° 2 m/s 10° 3 m/s 5° 5 m/s 11° 10° 8° 8° 10° 8° 14° 10° 14° 10° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN FISKIKÓNGURINN HÖFÐABAKKA 1 v/Gullinbrú SÍMI 555 2800 FISKIKÓNGURINN S0GAVEGI 3 SÍMI 587 7755 www.fiskikongurinn.is Opið Laugardag 10-15.00 Fiskikóngsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.