Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 24
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Þórhallur Heimisson, sóknarprest- ur við sænsku kirkjuna í Falun í Sví- þjóð, hugsar með sérstökum hlýhug til kirkjunnar sinnar í Hafnarfirði í til- efni 100 ára afmælis hennar í ár. „Mér þykir auðvitað ákaflega vænt um kirkjuna mína,“ segir Þórhall- ur sem starfaði þar frá 1996 til 2012 eða þar til honum var boðið að gerast kirkjuhirðir í Falun. „Það var gamall draumur okkar hjóna að hverfa um stund aftur til Svíþjóðar og rifja þar upp gömul kynni en þar bjuggum við 1993 til 1996,“ lýsir hann. Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914 en þá voru íbúar Hafn- arfjarðar 1.500. „Kirkjan var vígð árið sem heimsstyrjöldin fyrri braust út. Á meðan heimsveldin hrundu til grunna reistu Hafnfirðingar guðshús til framtíðar,“ segir Þórhallur. Hann getur þess að Hafnarfjörður hafi til- heyrt Garðasókn frá fornu fari og Hafnfirðingar sótt kirkju að Görð- um. „Það var um langan, ógreiðfæran vegarslóða að fara og því talið brýnt að byggja kirkju í hinum ört vaxandi kaupstað sem var stofnaður 1908.“ Yfirsmiður nýju kirkjunnar var Guðni Þorláksson en Rögnvaldur Ólafsson arkitekt. Séra Árni Björns- son var fyrsti presturinn. „Nokk- ur hiti var í aðdraganda kosning- anna,“ segir séra Þórhallur. „Fyrst hafði séra Þorsteinn Briem verið kjörinn en hann afsalaði sér brauð- inu eftir að hluti safnaðarins stofn- aði fríkirkju. Fríkirkjan í Hafnar- firði var vígð árið 1913 og fagnaði því 100 ára afmæli í fyrra. En frá því að þessar tvær kirkjur risu hefur Hafnarfjarðar kirkja löngum gengið undir heitinu „Þjóðkirkj- an“ í munni bæjar- búa þótt fyrir löngu séu komnir fleiri þjóðkirkjusöfnuðir,“ segir Þórhallur og óskar öllum Hafn- firðingum til ham- ingju með 100 ára afmæli Fríkirkjunnar í fyrra og 100 ára afmæli Þjóðkirkjunnar í ár.“ Í desember í fyrra voru rúmlega 11.000 manns skráðir í Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði, Hafnarfjarðarsókn, en prestakallið í Falun, þar sem Þórhall- ur er kirkjuhirðir, telur 40.000 manns. Kirkjuhirðir er andlegur leiðtogi safnaðarins og yfirmaður starfsliðs. „Kirkjuhirðir ber ábyrgð á rekstr- inum í umboði sóknarnefndar. Við erum með 120 manns í vinnu, þar af 14 presta, átta djákna, átta organista, húsverði, iðnaðarmenn, verkfræðing, kennara, gjaldkera, fjármálastjóra og kirkjugarðsstarfsfólk. Við erum með sex kirkjur, 12 kirkjugarða, útfarar- kapellu, bálstofu, sex safnaðarheimili, tvo sjúkrahúspresta, fangelsisprest og háskólaprest og margs konar starf- semi. Við rekum meðal annars nokkra leikskóla, meðferðarheimili fyrir ung- linga og fjölskyldu- og hjónaráðgjöf auk hefðbundinna safnaðarstarfa.“ ibs@frettabladid.is Hundrað ára Þjóðkirkja Hafnarfj arðarkirkja var kölluð Þjóðkirkjan þegar fríkirkja hafði verið stofnuð. Hún gengur enn undir því heiti í munni margra. Hiti var í aðdraganda kosninga. HAFNARFJARÐARKIRKJA Áður en kirkjan var reist sóttu Hafnfirðingar kirkju að Görðum og var um langan og ógreiðfæran vegarslóða að fara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞÓRHALLUR HEIMISSON Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN GUNNARSSON Vesturbergi 10, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala 2. ágúst og verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 12. ágúst kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vífilsstaðaspítala fyrir frábæra umönnun og hlýju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á ABC barnahjálp. Lillý Erla Guðjónsdóttir Yngvi Örn Stefánsson Ragnheiður Elín Ragnarsdóttir Hafdís Jóna Stefánsdóttir Árni Már Ragnarsson Ingibjörg Þóra Stefánsdóttir Andrés Freyr Gíslason Bryndís Rut Stefánsdóttir Hafsteinn Gautur Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín og dóttir okkar, BJÖRK AGNARSDÓTTIR Gautlandi 1, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 29. júlí sl. Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast Bjarkar er bent á Geðhjálp og klúbbinn Geysi. Rakel Rósa Ingimundardóttir Guðjón Agnar Egilsson Guðlaug Rakel Pétursdóttir Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR INGÓLFSSON lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 15.00. María Guðmundsdóttir Sigríður Birgisdóttir Karl Óskar Aðalsteinsson Ingólfur Birgisson Herdís Fjóla Kristinsdóttir Garðar Birgisson Friðný Sigurðardóttir Sigurður Birgisson Helen Ósk Pálsdóttir Guðmundur Helgi Birgisson Anke Steiniger barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÞÓR GARÐARSSON Grænlandsleið 35, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 2. ágúst. Kristín Guðlaugsdóttir Guðný Pála Einarsdóttir Bárður Guðlaugsson Þórunn Einarsdóttir Guðbjörn Sigurvinsson Garðar Einarsson Helga Baldvinsdóttir Sigríður Hanna Einarsdóttir Samúel Ingi Þórarinsson Guðlaugur Einarsson Gyða Sigurðardóttir Anna Kristín Einarsdóttir Hannes Guðmundsson Erna Margrét Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR H. VILHJÁLMSDÓTTUR Lindargötu 11. Vilhjálmur Þór Kjartansson Guðrún Hannesdóttir Magnús Rúnar Kjartansson Jóhanna B. Jónsdóttir Anna Kjartansdóttir Kjartan Gunnar Kjartansson Marta Guðjónsdóttir Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir Garðar Mýrdal Birgir Kjartansson Sveinn Sigurður Kjartansson Stella Sæmundsdóttir Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, sonur, stjúpsonur og bróðir, KAREL KRISTJÁNSSON setjari, Kleppsvegi 124, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 1. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 11. ágúst klukkan 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Reykjadal. Friðrik Ingi Karelsson Sigrún Ammendrup Þórdís Karelsdóttir Þórdís Karelsdóttir Steinlaug Gunnarsdóttir og systkini. ÁRNI L. JÓNSSON bólstrari og söðlasmiður, Jófríðarstaðavegi 11, Hafnarfirði, lést 28. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. Elskuleg eiginkona og móðir, DAGNÝ KARLSDÓTTIR frá Múla í Álftafirði, Írabakka 24, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 31. júlí sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. ágúst klukkan 15.00. Guðmundur Björnsson Gerður Guðmundsdóttir Elskuleg fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN M. KJERÚLF frá Hrafnkelsstöðum, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum að kvöldi 3. ágúst. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 9. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Valþjófsstaðarkirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Anna Ólöf Björgvinsdóttir Sigurjón Jónasson Lindi, Berglind, Svandís, Snærún, Heiða og fjölskyldur. Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, ÓÐINN LOGI BENEDIKTSSON Sléttuvegi 7, Reykjavík, lést á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi fimmtudaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju miðvikudaginn 13. ágúst kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök lungnasjúklinga. Reikningur samtakanna er 115-15-372748, kennitala: 670697-2079. Einnig er hægt að panta minningarkort á vef samtakanna: www.lungu.is/ Kristín Björnsdóttir Benedikt Lárusson Eyþór Benediktsson Unnur Hildur Valdimarsdóttir Ingibjörg Hildur Benediktsdóttir Gretar D. Pálsson Bryndís Benediktsdóttir Birgir Jónsson Björn Benediktsson Árþóra Steinarsdóttir Lára Benediktsdóttir Anne Bau Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ANNÝ HELGADÓTTIR Berjarima 32, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 30. júlí. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðina Ljósið. Helgi Guðmundsson Ingimundur Helgason Elín Karitas Bjarnadóttir Þröstur Helgason Lára Birna Þorsteinsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.