Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 44
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 36 KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Ég sá ótrúlega áhugaverða heim- ildarmynd um intersex í boði Hinsegin daga. Myndin heitir Intersexion og rekur sögu nokk- urra intersex-einstaklinga, bæði persónulega og læknisfræðilega. Hjartað mitt kramdist oft og mörgum sinnum er einstaklingar greindu frá alls konar tilrauna- starfsemi skurðlækna og útskúf- un samfélagsins. Foreldrarnir treystu og trúðu læknunum sem horfðu á gullfallegt nýfætt barn en í stað þess að sjá kraftaverk, fullkomnun og fegurð, sáu bara eitthvað sem þurfti að laga. Eitt- hvað var öðruvísi en þeirra lækn- isfræðilega fyrirfram skilgreinda mót. Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöng- um spítalagesti. Kynfærin voru endurhönnuð til að falla í „eðlilegt“ mót. Annað gæti verið hættulegt, jafnvel leitt af sér stríðni, eða það sem ekki má segja og er með öllu óhugsandi, kynlífsleysi því enginn vill stunda kynlíf með ljótum hálf- kláruðum kynfærum. Ég steingleymdi að segja þér hvað intersex er. Einstaklingar sem fæðast með kynfæri sem eru tvíræð í útliti teljast sem intersex. En það er ekki alveg svo auðvelt því kynfærin geta litið „venjulega“ út utan á en eru það mögulega ekki að innan. Það kemur þá ekki í ljós fyrr en um kynþroska þegar hann lætur á sér standa eða seinna þegar fólki gengur erfiðlega að geta barn. Það er áætlað að um 1,7% einstak- linga séu intersex en aðeins brot af þeim einstaklingum sé með tvíræð kynfæri og því eru margir inter- sex án þess að vita af því. Færustu sérfræðingar og heilbrigðissam- tök hvetja foreldra til þess að láta ekki barnið undir skurðarhnífinn heldur bíða og sjá hvað barnið vill gera þegar það hefur aldur og vit til. Sumir vilja láta breyta kynfær- unum og aðrir láta þau ósnert. Hér gildir val. Það var svo augljóst í heimildar- myndinni að við þurfum að átta okkur á fjölbreytileika mannslík- amans og hætta að halda að kynlífi snúi að samförum lims og legganga. Kynlíf snýst um unað og þar er stærð kynfæranna ekki lykilatriði heldur einstaklingurinn og hversu vel honum líður í eigin skinni. Í kynfæramyndatökunni hjá mér um daginn töluðu margir þátttakendur um kynfæraskömm. Hversu erfitt það var að vera á einhvern hátt öðru vísi. Það er svo merkilegt að við skulum flokka eitthvað sem öðru vísi þegar það er ekki til neitt viðmið, það er ekki til nein fullkomnun nema fjöl- breytileikinn. Það er mikilvægt að við förum að átta okkur á því. Við erum einstaklingar en ekki klofið á okkur. Klof mitt segir hvorki til um hver uppáhaldsliturinn minn sé né hvernig kynlíf ég stunda. Nýlega voru stofnuð intersex- samtök á Íslandi, sem betur fer. Nú er nefnilega komið nóg og við skulum segja stopp við tilrauna- starfsemi. Við ætlum að fagna fjölbreytileikanum og hvert öðru. Gleðilega Hinsegin daga. Það eru margir intersex án þess að hafa hugmynd um það 69.900 FULLT VERÐ 99.9 00 59.900 FULLT VERÐ 89.9 00 „Það voru leigð hjá okkur 160 tjöld samanlagt af 3 týpum sem gera um 700 einstaklinga í gistingu hjá okkur. Það var því gífurleg ábyrgð á okkar herðum og óþægilegt að vera svona máttvana gagnvart veðurguðunum og geta lítið annað gert en að takmarka óþægindi hvers og eins gests,“ segir Ernir Skorri Pétursson, annar af eigendum Rentatent.is en mikið var að gera hjá liðsmönnum fyrirtækisins á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Mikill vindur sett svip sinn á hátíðina aðfara- nótt mánudags og mældist hann 28 metrar á sek- úndu í verstu hviðum og blés fram undir hádegi á mánudag. Stór hluti allra tjalda í Eyjum eyðilagð- ist og sömu sögu var að segja um tjöldin á Renta- tent-svæðinu. „Þetta var vissulega mjög erfitt um tíma aðfaranótt mánudags og fram undir morgun en heilt yfir gekk þetta mjög vel. Allt okkar starfs- fólk var að nánast alla nóttina að hæla niður og hlúa að tjöldum og búnaði í vindinum, það gekk ágætlega framan af en svo þegar að vindurinn tók að aukast þegar leið á nóttina var þetta orðið erf- itt og tjöld og annað fór að fjúka. Maður sá alveg glitta í fljúgandi tjöld í heilu lagi í Herjólfsdaln- um,“ útskýrir Ernir Skorri. Er hægt að undirbúa sig fyrir svona aðstæður? „Við gerðum í raun ráð fyrir að þetta gæti gerst og vorum með viðbragðsáætlun klára. Um leið og við sáum hvað í stefndi báðum við um að íþrótta- húsið yrði opnað en við vorum með nokkur hund- ruð dýnur umfram þær sem hægt var að leigja til að tækla aðstæður sem þessar. Við sendum strax hluta af okkar fólki í íþróttahúsið að blása þær upp og taka á móti okkar gestum. Við vorum einn- ig með aukalega 45 tjöld á staðnum til að skipta út fyrir þau sem gáfu sig ef aðstæður hefðu leyft.“ Viðskiptavinir Rentatent.is tóku óveðrinu með jafnaðargeði og illa leiknir Þjóðhátíðargestir voru ánægðir með að fá þak yfir höfuðið í íþrótta- húsi ÍBV. „Það gerðu sér allir grein fyrir því að þetta voru óviðráðanlegar aðstæður og við fund- um fyrir miklu þakklæti fyrir að gera allt sem í okkar valdi stóð.“ Spurður út í hvort eyðilegg- ing á mörgum tjöldum hafi áhrif á framhaldið hjá þeim félögum segir hann: „Þetta er auðvitað mjög mikið tjón en við munum yfirstíga þetta eins og allt annað. Ég er enn að vinna í því að koma óskil- amunum okkar fólks til síns heima og stefni á að fara fyrir búnaðinn og stöðuna í næstu viku.“ gunnarleo@frettabladid.is Tjöld tókust á loft Ernir Skorri Pétursson og félagar hans hjá Rentatent höfðu í nógu að snúast í rokinu sem skall á aðfaranótt mánudags á Þjóðhátíð í Eyjum. Fjöldi tjalda eyðilagðist og mikið gekk á. Þetta er auðvitað mjög mikið tjón en við munum yfirstíga þetta eins og allt annað. Ég er enn að vinna í því að koma óskilamunum okkar fólks til síns heima og stefni á að fara fyrir búnaðinn og stöðuna í næstu viku. FYRIR ROKIÐ Svona leit hluti tjaldsvæðis Rentatent út áður en vindurinn tók að aukast. MYND/EINKASAFN NÓG AÐ GERA Hér sjáum við hvernig hluti svæðisins leit út þegar leið á aðfaranótt mánudags. Í ROKINU Starfmenn Rentatent höfðu í nógu að snúast þegar rokið skall á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.