Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 48
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 40 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins PEPSI-DEILDIN 2014 STAÐAN FH 13 9 4 0 24-8 31 Stjarnan 13 8 5 0 24-14 29 Víkingur R. 13 8 1 4 18-14 25 KR 13 7 2 4 20-15 23 Valur 14 6 3 5 23-23 21 Keflavík 14 4 6 4 22-20 18 Fjölnir 14 3 5 6 24-26 14 Breiðablik 14 2 8 4 20-24 14 Fylkir 14 4 2 8 19-27 14 ÍBV 14 3 4 7 19-24 13 Fram 14 3 3 8 17-27 -12 Þór 14 2 3 9 19-27 9 MARKAHÆSTIR 7 - Jonathan Ricardo Glenn (íBV) og Hörður Sveinsson (Keflavík). 6 - Jeppe Hansen (Stjarnan), Atli Viðar Björns- son (FH) og Ólafur Karl Finsen (Stjarnan). NÆSTU LEIKIR Sunnudagur 10. ágúst: 17.00 ÍBV - FH, 19.15 Fylkir - Víkingur R.. Mánudagur 11. ágúst: 19.15 KR - Keflavík, Fjölnir - Breiðablik, Fram - Valur, 20:00 Stjarnan - Þór. Mörkin: 1-0 Sigurður Egill Lárusson (24.), 2-0 Daði Bergsson (31.), 3-0 Daði Bergsson (35.), 3-1 Þórir Guðjónsson (49.), 4-1 Kristinn Ingi Hall- dórsson (62.), 4-2 Aron Sigurðarson (72.), 4-3 Aron Sigurðarson (82.). VALUR (5-3-3): Fjalar Þorgeirsson 5 - Billy Bernts- son 5, Magnús Már Lúðvíksson 6, Mads Nielsen 5, Bjarni Ólafur Eiríksson 6 - Iain Williamsson 5 (78., Halldór Hermann Jónsson), Tonny Mawejje 7, Kristinn Freyr Sigurðsson 6 - Daði Bergsson 8 (56., Kristinn Ingi Halldórsson 6), Patrick Pedersen 6 (85., Haukur Páll Sigurðsson -), Sigurður Egill Lárusson 7. FJÖLNIR (4-3-3): Þórður Ingason 5 - Árni Kristinn Gunnarsson 3, Atli Már Þorbergsson 4, Bergsveinn Ólafsson 5, Matthew Ratajczak 5 - Illugi Gunn- arsson 5, Guðmundur Böðvar Guðjónsson 4 (46., Aron Sigurðarson 8*), Gunnar Már Guðmundsson 6 - Ragnar Leósson 6, Þórir Guðjónsson 6 (77., Cristhopher Tsonis -), Guðmundur Karl Guð- mundsson 5 (46., Viðar Ari Jónsson 5). . Skot (á mark): 11-13 (7-7) Horn: 4-5 Varin skot: Fjalar 4 - Þórður 2. DAÐI BERGSSON hefur skorað 3 mörk á fyrstu 176 mínútum sínum í Pepsi-deildinni og Valsmenn hafa unnið þessar mínútur 5-2. 4-3 Vodafonevöllur Áhorf: 852 Kristinn Jakobsson (7) Mörkin: 0-1 Aron (5.), 1-1 Guðjón Pétur (36.), 1-2 Elías Már (45.), 2-2 Höskuldur (47.), 2-3 Hörður (50.), 2-4 Frans (69.), 3-4 Stefán Gísla (87.), 4-4 Baldvin (90.+5). BREIÐABLIK (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 4 - Gísli Páll Helgason 5, Elfar Freyr Helgason 3 (82. Olgeir Sigurgeirsson -), Finnur Orri Margeirsson 4, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 - Stefán Gíslason 3, Andri Rafn Yeoman 5 (72. Baldvin Sturluson -), Guðjón Pétur Lýðsson 7 - Höskuldur Gunnlaugs- son 8, Ellert Hreinsson 4 (66. Elfar Árni Aðalsteins- son 6), Árni Vilhjálmsson 8. KEFLAVÍK (4-3-3): Jonas Sandqvist 5 - Aron Grétar Jafetsson 5, Aron Rúnarsson Heiðdal 6, Haraldur Freyr Guðmundsson 5, Magnús Þórir Matthíasson 6 - Frans Elvarsson 8, Sindri Snær Magnúss. 6, Jóhann Birnir Guðm. 6 (59. Ray Anthony Jónsson 5) - Elías Már Ómarss. 7 (90. Magnús Sverrir Þorst. -), Bojan Stefán Ljubicic 5 (86. Hilmar Þór Hilmarsson -), Hörður Sveinsson 8. Skot (á mark): 27-12 (10-7) Horn: 6-2 Varin skot: Gunnleifur 3 - Sandqvist 6 4-4 Kópavogsvöllur Áhorf: 802 Guðmundur Ársæll (5) Mörkin: 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (74.), 0-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (89.). Rauð spjöld: Chukwudi Chijindu, Þór (82.) og Tryggvi Sveinn Bjarnason, Fram (82.). ÞÓR (4-3-3): Sandor Matus 5 - Sveinn Elías Jónsson 5, Orri Freyr Hjaltalín 5, Hlynur Atli Magnússon 4, Ingi Freyr Hilmarsson 5 - Shawn Nicklaw 6, Ármann Pétur Ævarsson 5, Kristinn Þór Björnsson 5 (64. Sigurður Marinó Kristjánsson 5) - Jóhann Helgi Hannesson 5, Þórður Birgisson 5, Chukwudi Chijindu 4 FRAM (4-3-3): Denis Cardaklija 6 - Jóhannes Karl Guðjónsson 6, Ingiberg Ólafur Jónsson 5, Tryggvi Sveinn Bjarnason 4, Orri Gunnarsson 5 - Daði Guðmundsson 5, Halldór Arnarsson 5, Aron Bjarnason 5 (85. Einar Bjarni Ómarsson -) - Aron Þórður Albertsson 5 (69. Hafþór Mar Aðalgeirsson -), Haukur Baldvinsson 5, (90. Alexander Már Þor- láksson -) *Guðmundur Steinn Hafsteinsson 8. Skot (á mark): 17-6 (2-4) Horn: 9-1 Varin skot: Sandor 1 - Denis 2 0-2 Þórsvöllur Áhorf: 666 Gunnar Jarl Jónsson (8) Mörkin: 1-0 Agnar Bragi Magnússon (25.), 2-0 Albert Brynjar Ingason (41.), 2-1 Andri Ólafsson (80.), 3-1 Sjálfsmark Eiðs Arons Sigurbjörnss. (87.). FYLKIR (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 - Stefán Ragnar Guðlaugsson 5, Kristján Valdimarsson 5, Ásgeir Eyþórsson 5, Tómas Joð Þorsteinsson 6 - Agnar Bragi Magnússon 6 (46. Kjartan Ágúst Breiðdal 5), Elís Rafn Björnsson 6, Oddur Ingi Guðmundsson 6 - Ásgeir Örn Arnþórs- son 5 (88. Ragnar Bragi Sveinsson -), *Andrés Már Jóhannesson 6 (76. Daði Ólafsson -), Albert Brynjar Ingason 6. ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 5 - Bjarni Gunnarsson 4, Brynjar Gauti Guðjónsson 3, Eiður Aron Sigurbjörnsson 2, Matt Garner 4 - Ian Jeffs 4 (72. Jón Ingason -), Andri Ólafsson 3 (88. Arnar Bragi Bergsson -), Víðir Þorvarðarson 4 - Dean Martin 5 (64. Atli Fannar Jónsson 4), Þórarinn Ingi Valdimarsson 4, Jonathan Glenn 4. Skot (á mark): 14-12 (5-7) Horn: 2-8 Varin skot: Bjarni Þórður 6 - Abel 3 3-1 Fylkisvöllur Áhorf: 785 Ívar Orri Kristjánss. (7) SPORT ROBERT SNODGRASS Fór frá Norwich ➜ Gekk til liðs við Hull City RIO FERDINAND Fór frá Manchester United ➜ Gekk til liðs við QPR JOLEAN LESCOTT Fór frá Manchester City ➜ Gekk til liðs við WBA DANNY INGS fór á kostum fyrir Burnley á síðustu leiktíð. Hann skoraði 21 mark í 40 leik og myndaði eitrað framherjapar með Sam Vokes. Sá síðarnefndi missir hins vegar af fyrri helmingi tímabilsins vegna meiðsla og því er enn mikilvægara en ella að Ings spili vel. Ings, sem er 22 ára, er alinn upp hjá Bourne- mouth, en hefur verið í herbúðum Burnley síðan í ágúst 2011. Hann er lipur með boltann, með flottar hraðabreytingar og er, auk þess að vera markaskorari, duglegur að leika sam- herja sína uppi. Flestir búast við að Burnley, sem kemur frá lítilli borg í Lancashire og hefur úr litlum fjármunum að spila, falli, en ef Ings er í stuði er ýmislegt hægt. Fréttablaðið mun á næstu dögum birta spá sína fyrir ensku úrvalsdeildina í fótbolta og við byrjum á fallbaráttunni. Aðeins einn af þremur nýliðum mun halda sæti sínu og það eru Harry Redknapp og lærisveinar hans í QPR. Leicester og Burnley stóðu sig gríðarlega vel í fyrra en eru einfaldlega ekki með nógu sterka leik- mannahópa til að halda sér í deild þeirra bestu. WBA er með fína vörn og góðan markmann, en sóknarleikurinn er með afbrigðum bitlaus og það verður liðinu að falli. Steve Bruce gerði frábæra hluti með Hull á síðustu leiktíð, en þátttaka í Evrópudeildinni mun hafa truflandi áhrif. Fimm lið sem berjast fyrir lífi sínu í ár ENSKA ÚRVALS- DEILDIN HEFST EFTIR 9 DAGA SPÁ FRÉTTABLAÐSINS Englandsmeistari ??? 2. ??? 3. ??? 4. ??? 5. ??? 6. ??? 7. ??? 8. ??? 9. ??? 10. ??? 11. Á morgun 12. Á morgun 13. Á morgun 14. Á morgun 15. Á morgun 16. Hull 17. QPR Þessi lið falla 18. WBA 19. Leicester 20. Burnley Stjörnuleikmaðurinn Finna má meira um ensku úrvals- deildina á Vísi visir.is NÝJU ANDLITIN FÓTBOLTI Stjarnan mætir pólska liðinu Lech Poznan í seinni leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið er ytra, á Inea Stadion, heimavelli Poznan sem tekur rúmlega 43.000 manns í sæti. Stjörnumenn hafa forystu, 1-0, eftir fyrri leikinn á Samsung-vell- inum, en það var Daninn Rolf Toft sem tryggði Garðbæingum sigur- inn með marki á 48. mínútu. Pozn- an-menn sóttu stíft í leiknum og settu mikla pressu á heimamenn, en Stjörnuvörnin hélt sjó og fyrir aftan hana átti Ingvar Jónsson frá- bæran leik. Fullir tilhlökkunar Ingvar segist vera bjartsýnn fyrir seinni leikinn, en hann var að snæða hádegisverð þegar Frétta- blaðið heyrði í honum í gær. „Við erum allir fullir tilhlökkun- ar og mjög spenntir fyrir leiknum. Við vitum að þetta verður hrika- lega erfitt, en það er allt hægt í fótbolta eins og sást í fyrri leikn- um,“ sagði markvörðurinn sem hóf knattspyrnuferilinn hjá Njarðvík, en hefur verið í herbúðum Stjörn- unnar frá haustinu 2010. „Þeir verða væntanlega með 40.000 öskrandi áhorfendur með sér, þannig að þetta verður rosa- legt,“ bætti Ingvar við, en stuðn- ingsmenn Poznan eru meðal þeirra allra hörðustu í Póllandi og eru frægir fyrir sérstakt fagn, þar sem þeir snúa baki í völlinn, taka hver utan um annan og hoppa í takt. Vonandi stöndumst við pressuna Ingvar segir mikilvægt fyrir Stjörnumenn að fá ekki á sig mark snemma leiks í kvöld. „Það verð- ur gríðarlega mikilvægt. Þeir munu setja mikla pressu á okkur, eins og þeir gerðu í fyrri leiknum. Við stóðumst hana þá og vonandi stöndumst við hana aftur. Þetta gekk ágætlega í fyrri leiknum og þeir kvörtuðu mikið yfir aðstæð- um,“ sagði Ingvar og vísaði þar til umkvartana þjálfara Poznan, Mariusz Rumak, eftir fyrri leik- inn í Garðabæ. Rumak var ekki ánægður með gervigrasið á Sam- sung-vellinum og talaði um að boltinn hefði ekki flotið vel á því. „Þeir eru eflaust betri að spila á nýslegnu og blautu grasi,“ bætti Ingvar við, en hann talaði einnig um að Stjörnumenn þyrftu að hafa góðar gætur á flinkum og fljótum leikmönnum pólska liðsins. Poznan hefur ekki byrjað vel í pólsku úrvalsdeildinni, en á sunnu- daginn tapaði liðið fyrir Wisla Kraków á heimavelli með þrem- ur mörkum gegn tveimur. Eftir þrjár umferðir situr Poznan í 9. sæti með fjögur stig, en Ingvar segir að fyrir vikið muni pólska liðið eflaust mæta enn ákveðnara til leiks: „Þeir eru langt frá því að vera ósigrandi og hafa ekki farið of vel af stað í deildinni, en þeir mæta eflaust enn grimmari til leiks. Það var nóg að gera í fyrri leiknum og það verður örugglega enn meira að gera í kvöld.“ Erum með eitraðar skyndisóknir Þrátt fyrir að Poznan-liðið sé gríð- arlega sterkt og útivöllurinn sterk- ur hafa Stjörnumenn fulla trú á verkefninu að sögn Ingvars: „Við höfum allir trú á þessu. Maður vissi ekki alveg við hverju átti að búast fyrir fyrri leikinn, en eftir sigurinn hafa allir í félaginu trú á að við getum farið áfram,“ sagði markvörðurinn öflugi og bætti við: „Ef við náum að halda markinu hreinu í einhvern tíma gæti gripið um sig örvænting í þeirra liði. Við erum með eitraðar skyndisóknir og ef við náum að skora komumst við í góða stöðu. Og þótt þeir skori 1-2 mörk, þá erum við alltaf inni í leiknum, því eitt útivallarmark dugar okkur. - iþs Betri á blautu grasi Stjörnumenn unnu fyrri leikinn við Lech Poznan og eru fullir bjartsýni fyrir leikinn í Póllandi í kvöld en í húfi er sæti í umspili um sæti í Evrópudeildinni. SIGRI FAGNAÐ Ingvar Jónsson, í miðju, fagnar sigri á Motherwell ásamt félögum sínum í Stjörnuliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.