Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 2
23. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FREISTANDI AUKAHLUTA- PAKKAR FYRIR AURIS MEÐAN TILBOÐIÐ VARIR Aukahluta- pakkar á tilboði LIVE PAKKI 259.000 kr. Filmur í rúður Krómlisti á skott Krómstútur á púst Þokuljósasett Krómlistar á hliðar 16” álfelgur (Orion) Fullt verð 426.829 kr. Tilboðsverð SPORT PAKKI 105.000 kr. Filmur í rúður Toppgrindarbogar Skíðafestingar fyrir 4 skíði Gúmmímotta í skott Hlíf á afturstuðara (póleruð) Fullt verð 173.568 kr. Tilboðsverð HLÍFÐAR PAKKI 168.000 kr. Toyota ProTect 5 ára lakkvörn Filmur í rúður Gluggavindhlífar 4 stk. Hliðarlistar (svartir) Hlíf á afturstuðara (póleruð) Stuðaravörn (svört) Gúmmímotta í skott Filmur á handföng að framan Fullt verð 246.581 kr. Tilboðsverð *Live pakkinn er ætlaður fyrir grunnútgáfu Auris og Auris TS. Óskir um Live pakka fyrir aðrar útgáfur bílanna kalla á sérsniðna aðlögun í samráði við söluráðgjafa. SVÍÞJÓÐ Fjölda nýrra sjónvarps- tækja var í fyrrinótt stolið úr vöruflutningabíl með aftanívagn á bílastæði í Fagerhult á Skáni í Svíþjóð þar sem bílstjórinn hafði lagt bílnum til þess að hvíla sig. Bílstjórinn tilkynnti lögreglu um þjófnaðinn rétt fyrir klukkan fimm í gærmorgun og greindi um leið frá því að líklega hefði hann verið svæfður með gasi. Þegar bílstjórinn vaknaði sá hann tvo menn á hreyfingu bak við bílinn og hverfa síðan á sendi- ferðabíl. Engin númeraplata var aftan á bíl þjófanna. - ibs Sjónvörpum stolið úr bíl: Þjófar svæfðu bílstjórann Þorbjörn, þurfum við að lækna skortinn? „Já, þetta er sjúklegt ástand.“ 66 læknar flytjast af landi brott árlega og stefnir í læknaskort á næstu árum ef fram heldur sem horfir. Þorbjörn Jónsson er for- maður Læknafélags Íslands. SAMGÖNGUR Þrír ráðherrar auk for- seta Alþingis hafa sagt opinberlega að þeir vilji kanna setningu sérlaga á vegarlagningu um Teigsskóg á sunnanverðum Vestfjörðum. Veg- arlagningin hefur velkst um í kerf- inu síðustu níu ár. Ráðherrarnir eru Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráð- herra samgöngumála, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Auk þeirra hefur Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagst vilja sérlög. Ólína Þorvarðardóttir, vara- þingmaður Samfylkingar í Norð- vesturkjördæmi, hóf umræðu um samgöngumál á Vestfjörðum í gær. Spurði Ólína innanríkisráðherra um afstöðu til sérstakrar lagasetn- ingar um Teigsskóg. „Ég tek undir með heimamönn- um, og því yrði það ekki að þvinga vilja ráðamanna í gegnum þing- ið, því við vitum hver vilji heima- manna er,“ sagði Hanna Birna. „Við stöndum frammi fyrir algjörri stjórnsýsluflækju um fullkomlega sjálfsagðan hlut. Við erum búin að velkjast um í þessu máli í mörg ár og við skulum ekki reyna að benda á einn öðrum fremur í því.“ - sa Vegarlagning um Teigsskóg óleysanleg innan kerfis: Ráðherrar íhuga lög BARNAVERND „Málið er komið í feril hjá félagsmálayfirvöld- um. Þetta er ekki ofbeldismál og í raun og veru ekkert annað um það að segja,“ segir Eva Björk Harðardóttir, oddviti sveitar- stjórnar Skaftárhrepps, um ásak- anir á hendur leikskólastjóranum á heilsuleikskólanum Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri. Leikskólastjórinn á Kærabæ er sagður hafa bundið barn niður við stól með trefli þegar það átti erf- itt með að sitja kyrrt í matartíma. Eva Björk segist hafa fengið þær upplýsingar frá félagsmálayfir- völdum bæjarins að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað. Málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum. „Það er spurning hvað er refsing og hvað eru aðgerðir til að tryggja öryggi barna,“ segir hún. Aðspurð játar Eva því að eðli- legra sé að nota hefðbundin beisli frekar en trefla til að tryggja að börn fari sér ekki á voða. „Það verða trúlega í kjölfarið keyptir stólar með beisli. - hó Oddviti Skaftárhrepps segir atvik í leikskóla á Kirkjubæjarklaustri blásið út: Segir ofbeldi ekki beitt á Kærabæ SAMÖNGURÁÐHERRA Hanna Birna Kristjánsdóttir er einn þriggja ráðherra sem vilja kanna sérlög vegna Teigsskógs. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LÖGREGLUMÁL Hælisleitandi sem kom hingað til lands þann 11. sept- ember frá Svíþjóð í fylgd sænskra fangavarða mun sæta gæslu- varðhaldi fram á næsta föstu- dag. Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. Maðurinn kom hingað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Maðurinn kom fyrst til Íslands í maí 2011, en fór til Svíþjóðar seinni partinn í maí síðastliðnum. Um leið og maðurinn kom hing- að fyrr í þessum mánuði barst íslenskum yfirvöldum tilkynning frá yfirvöldum í Svíþjóð um að eig- inkona mannsins og tveir barnung- ir drengir fyndust ekki. Hinn 10. maí síðastliðinn fór lög- reglustjórinn á Suðurnesjum fram með kröfu þess efnis að maður- inn skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 6. júní. Sú krafa var byggð á því að maðurinn hefði sýnt af sér hegðun sem benti til þess að hann væri hættulegur, kynni að beita ofbeldi eða hótunum um ofbeldi ef hann væri laus. Hann hafði þá verið vistaður á geðdeild um skeið vegna gruns um alvarlegt geðrof. Þann 9. maí var hann útskrifaður af Landspítalanum þar sem starfs- menn þar töldu öryggi starfs- manna og sjúklinga deildarinnar í hættu vegna veru hans á deild- inni. Frá þeim tíma er maðurinn kom fyrst hingað til lands hefur lögreglan haft afskipti af honum vegna meintra líkamsárása á aðra hælisleitendur, þjófnaðar, fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og vegna eftirlits lögreglu með heimilisaðstæðum hans. Útlendingastofnun hugðist þá senda manninn úr landi og hafði innanríkisráðuneytið staðfest þessa ákvörðun með úrskurði. Maðurinn yfirgaf þó landið að eigin frumkvæði þann 20. maí síð- astliðinn þrátt fyrir að lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum hefði birt honum ákvörðun um að hann skyldi halda sig á ákveðnu svæði á Íslandi og sinna tilkynningar- skyldu. Samkvæmt upplýsingum frá Int- erpol í Danmörku er maðurinn þekktur af þarlendum lögreglu- yfirvöldum vegna ofbeldismála. Yfirvöld þar í landi þekkja hann undir öðru nafni og öðrum fæð- ingardegi en hann hefur gefið upp hér. Samanburður á fingraförum hefur aftur á móti leitt í ljós að um sama mann er að ræða þrátt fyrir mismunandi nöfn og fæðing- ardaga. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem fylgir Hæstarétt- ardómnum frá því í gær, segir að hegðun mannsins bendi til að hann sé hættulegur. jonhakon@frettabladid.is Fór beint í varðhald eftir flug frá Svíþjóð Lögreglan telur að hælisleitandi sem kom hingað til lands fyrr í mánuðinum sé hættulegur. Hann fór til Svíþjóðar í maí, en sænsk yfirvöld sendu hann til baka í fylgd fangavarða. Sænska lögreglan hefur hvorki getað fundið konu hans né börn. ÚTLENDINGASTOFNUN Til stóð að vísa manninum úr landi með úrskurði og hafði innanríkisráðuneytið staðfest þann úrskurð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ➜ Samkvæmt því sem rakið hefur verið og gögn- um málsins er kærði undir rökstuddum grun um ýmis brot sem fangelsis- refsing er lögð við. Þetta er bara spurning um að blessuð börnin detti ekki af stól- unum. Eva Björk Harðardóttir oddviti sveitarstjórnar Skaftáerhrepps DÓMSMÁL Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi banka- stjóri og formaður lánanefndar Landsbanka Íslands, var harð- orður í garð Sérstaks saksókn- ara í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sigurjón og samstarfskona hans, Elín Sigfúsdóttir, eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna sem sneri að aflandsfélögum í eigum bankans. Vildi Sigurjón meina að rann- sókn málsins væri verulega ábótavant. Sönnunargögn skorti og sagði embætti Sérstaks sak- sóknara hafa litið til hliðar hvað varðar nauðsynleg málsgögn. - hó Gagnrýnir rannsókn: Segir skorta sönnunargögn FYRIR DÓMI Sigurjón Þ. Árnason, fyrr- verandi bankastjóri Landsbankans í héraðsdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.