Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGMorgunstund gefur gull í mund ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 20148 KOLVETNALAUS MORGUNMATUR Þeir sem vilja forðast sykur og kolvetnaríkan mat ættu að skoða mataræði sem kennt er við lág- kolvetnisfæði. Sumir vilja borða staðgóðan morgunverð en aðrir fá ekki matarlystina fyrr en um hádegi. Prótínríkt fæði er mjög heppilegt fyrir þá sem vakna svangir og gefur góða fyllingu. Hér eru nokkrar útgáfur af morgunmat fyrir þá sem eru á lágkolvetnafæði. Egg og grænmeti, steikt upp úr kókosolíu er afar góður og kolvetnalaus morgun- verður. Skerið niður gulræt- ur, blómkál, spergilkál og steikið á pönnu ásamt baunum, eggjum og spínati. Önnur útgáfa er grísk jógúrt með hvítlauk sem er notuð út á grænmeti eins og spínat og blað- lauk sem steikt hafa verið með smá sítrónusafa og chili-pipar. Spælið tvö egg ofan á grænmetið og berið fram með jógúrtinu. Þriðja útgáfan er pylsur, sætar kartöflur, egg, lárpera og smávegis rifinn ostur. Fjórða útgáfan er harðsoðin egg vafin með beikoni og borin fram með rjómaosti. Fimmta útgáfan er morgun- verðarmöffins með eggjablöndu, kotasælu og parmesan-osti. Sjötta útgáfan er beikon, egg, lárpera og tómatar. Sjöunda útgáfan er lárpera með spældu eggi, kotasælu og reyktum laxi. Áttunda útgáfan er eggjakaka með geitaosti, spínati, lárperu, pylsu og salsasósu. MORGUNÆFINGARNAR GERÐAR HEIMA Í STOFU Það eru margir kostir við að æfa á morgnana, til dæmis þarf ekki að eyða tíma eftir vinnu í rækt- inni, fitubrennslan kemst í gang við það og einbeitingin verður betri, það eru færri í ræktinni á morgnana og margir verða hressari yfir daginn þegar þeir æfa snemma. Þeir sem komast ekki í ræktina á morgnana geta tekið smátíma í æfingar heima við. Það er sniðugt að vakna kortéri fyrr og taka nokkrar æfingar fyrir, til dæmis, handleggi, maga og læri. Auðvelt er að finna myndbönd af ýmsum æfingum á netinu og gera þær heima í stofu. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA www.kaffitar.is kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA k aff itá R ÁN KR ÓK AL EIÐ A ka ff itá r ÁN KR ÓKA LEIÐA NÝJAR UMBÚÐIR SAMA GÓÐA KAFFIÐ ÁVEXTIR Í MORGUNMAT Orkan og næringin í ávöxtum nýtist best í upphafi dags. Ávextir eru líka vökvaríkir sem hjálpar til við að hreinsa meltinguna. Þeir innihalda jafnframt ensím sem hjálpa til við að brjóta niður aðra fæðu. Það er því ekkert sem mælir gegn því að borða ávexti í morgunmat nokkra daga í viku. Það er ekki síst sniðugt fyrir þá sem vilja léttast. Þeir sem eru sykursjúkir ættu þó að gæta að ávaxtasykrinum. Best er að skera nokkrar tegundir í skál. Til dæmis appelsínur, epli, perur, vínber, jarðarber og banana. Þetta er gómsætt eitt og sér en þeir sem vilja geta til dæmis bætt við AB-mjólk, hnetum og fræjum. Þannig fæst jafnframt prótein og fita og sem heldur svengdartilfinningunni frá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.