Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 4
23. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ VINNUVERNDehf Vinnuvernd ehf Brautarholt 28 105 Reykjavík s: 5780800 www.vinnuvernd.is vinnuvernd@vinnuvernd.is AFGANISTAN, AP Nýkjörinn forseti Afganistans lofaði því í sigur- ræðu sinni að konur verði áber- andi í ríkisstjórn sinni og bætti við að konur væru mikilvægur hluti af framtíð landsins. Þetta sagði hinn 65 ára Ashraf Ghani Ahmadzai einum degi eftir að hann tók við embættinu og samkomulag náðist um þjóðstjórn í Afganistan. Hann vill að konur komist í áhrifastöður í stjórn- kerfinu, þar á meðal í hæstarétti landsins þar sem engir kvenkyns dómarar hafa hingað til starfað. - fb Sigurræða nýkjörins forseta: Vill konur í valdastöður ÚKRAÍNA, AP Hermenn úkraínskra stjórnvalda og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum hafa dregið úr notkun þungavopna í austur- hluta Úkraínu. Aðgerðirnar eru sagðar mikilvægt skref í áttina að vopnahléi til lengri tíma á svæðinu. Talsmaður öryggis- og varn- arráðs Úkraínu staðfesti að hermenn frá Kænugarði hefðu dregið úr notkun þungavopna og sömuleiðis uppreisnarsinnar. Vopnahlé frá 5. september hefur ekki haldið sem skyldi. Talið er að um þrjú þúsund manns hafi fallið síðan átökin í landinu hóf- ust í apríl. - fb Skref í átt að vopnahléi: Minni notkun þungavopna SAMKEPPNISMÁL Mjólkursamsal- an (MS) braut lög þegar fyrir- tækið seldi smærri keppinautum hrámjólk á 17 prósent hærra verði en fyrirtæki sem eru tengd MS greiddu fyrir hana. Þetta segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá í gær. Brotið er talið alvarlegt og hefur Samkeppniseftirlitið því ákveðið að sekta Mjólkursamsöl- una um 370 milljónir. Samkeppniseftirlitið hóf rann- sókn á ætluðum brotum í upphafi árs 2013 eftir kvörtun frá Mjólk- urbúinu Kú, en það er í eigu Ólafs Magnússonar. „Við erum auðvitað ánægð með þessa niðurstöðu. Hún er mikil viðurkenning á þeirri bar- áttu sem við höfum staðið fyrir. Og viðurkenning á því að þær umkvartanir og kæruefni sem við lögðum fyrir Samkeppnis- eftirlitið voru réttmæt,“ segir Ólafur. Hann segir beint fjár- hagslegt tjón af þessum sam- keppnislagabrotum vera yfir 200 milljónir en heildartjón sé miklu meira því að fyrirtækið hafi misst fyrirtækin Mjólku og Vogabæ. Ólafur segir að lög- maður sinn muni fljótlega stefna Mjólkursamsölunni fyrir dóm. Samkeppniseftirlitið segir að alvarleiki brotsins felist einkum í því að það tengist mikilvægum neysluvörum og hafi varað í lang- an tíma, eða að minnsta kosti frá árinu 2008 til ársloka 2013. Mjólk- urvörur séu stór hluti af matarinn- kaupum heimila í landinu. - jhh Ólafur M. Magnússon ætlar að stefna Mjólkursamsölunni vegna samkeppnislagabrota fyrirtækisins: Segir tap sitt nema hundruðum milljóna HEILBRIGÐISMÁL Landlæknir segir áhyggjuefni að íbúum á hvern starfandi lækni skuli fara fjölgandi hér á landi. Eins og kom fram í Frétta- blaðinu í gær eru nú 295 íbúar á hvern starfandi lækni en það stefn- ir í að þeir verði 390 eftir áratug. Hann segir læknaskort hér á landi óviðunandi „Þetta er misslæmt eftir lækna- hópum, það vant- ar til dæmis fleiri heimilis- lækna, krabba- meinslækna og röntgenlækna,“ segir Geir Gunn- arsson landlækn- ir. „Það verður að finna lausn á þessum málum. Það verður að bæta starfsum- hverfi lækna,“ segir hann og bætir við: „Það er ekkert sjálf- gefið að læknar komi heim frá námi erlendis. Það eru breytt viðhorf og ef við ætlum að fá lækna til starfa hér á landi þarf að bæta starfsumhverfi þeirra,“ segir Geir. Landlæknir segir að hættu- ástand hafi ekki skapast vegna læknaskortsins. „Það er ákveðinn skortur á lækn- um og þegar kemur að krabba- meinslækningum og röntgenlækn- ingum, þá erum við á þunnum ís,“ segir landlæknir. „Það er viðvarandi læknaskort- ur á Landspítalanum. Útlitið er ekki glæsilegt, það tekur langan tíma að mennta lækna og margir eru að fara á eftirlaun,“ segir Niels Ch. Nielsson, aðstoðarlækningafor- stjóri á sjúkrahúsinu. „Ástandið er einna verst á krabbameins- og röntgendeildinni,“ segir hann. Niels segist telja að það séu nógu margir sem leggja stund á lækna- nám, bæði hér heima og erlendis, til að útrýma læknaskorti hér á landi. „Vandamálið er bara að læknar fást ekki til starfa hér á landi. Það eru til dæmist nógu margir krabba- meinslæknar til að manna deild- ina hjá okkur en þeir fást ekki til starfa,“ segir Niels. Ástæðurnar fyrir því að læknar fást ekki til starfa á spítalanum segir Niels ýmsa samverkandi þætti. Vinnuálag sé einn þáttur en það sé mjög mikið. „Spítalinn er á 17 stöðum á höfuð- borgarsvæðinu í um 100 húsum. Það er verið flækjast með sjúk- lingana fram og til baka og lækn- um finnst tími þeirra nýtast illa af þeim sökum,“ segir Niels. Svo eru það launin, þau eru lægri á Íslandi en annars staðar í heiminum. Í grein sem Kristófer Sigurðsson læknanemi skrifaði í Fréttablaðið um helgina kom fram að læknar sem leggja stund á sérfræðinám í Svíþjóð fá 671 þúsund krónur á mánuði en á Íslandi fá sérfræði- nemar 423 þúsund. Laun sérfræði- lækna eru tæp 1.100 þúsund í Sví- þjóð en tæp 700 þúsund á Íslandi. Geir segir að eitt það brýnasta hvað varðar úrbætur sé að fjölga í stétt heimilislækna en tugi þeirra vantar til starfa til að manna allar lausar stöður. „Eitt af stóru verk- efnunum í heilbrigðisþjónustunni er að hlúa að grunnþjónustunni,“ segir Geir. johanna@frettabladid.is Læknaskortur er viðvarandi Landlæknir segir að hættuástand hafi ekki skapast vegna skorts á læknum hér á landi en hvað varði röntgen- og krabbameinslækningar séum við á þunnum ís. Hann segir ástandið óviðunandi, það verði að finna lausn. „Skortur á læknum, bæði deildarlæknum og sérfræðilæknum, er mjög alvarleg ógnun við starfsemi sviðsins,“ segir í úttekt sem Landlæknisemb- ættið lét gera á þessu ári á lyflækningasviði Landspítalans. Starfsemin er mjög fjölbreytt og nær til gigtsjúkdóma, hjartasjúkdóma, húð- og kynsjúkdóma, innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma, lungna- og ofnæmissjúkdóma, krabbameins og blóðsjúkdóma, meltingarsjúkdóma, nýrnasjúkdóma, smitsjúkdóma og taugasjúkdóma. Í skýrslunni segir að deildarlæknaskortur hafi verið viðvarandi um langt skeið á lyflækningasviði og kandídatar hafi ekki viljað ráða sig á ákveðnar deildir. Staðan varðandi sérfræðinga hafi verið grafalvarleg. Vinnuálag á þá hafi verið óhóflegt, vaktabyrði mikil og þeir starfi oft einir. Við þetta bætist að meðalaldur sérfræðilækna sé hár og nýliðun lítil. Skortur á læknum alvarleg ógnun 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Kandídatar 19,6 20,2 20,0 18,0 15,0 20,8 20,0 Læknanemar 0,2 0,1 0,0 0,0 0,0 0,0 1,6 Deildarlæknar 28,8 26,2 30,7 32,0 26,9 26,0 29,0 Sérfræðilæknar 72,2 76,3 73,3 74,1 71,3 72,0 68,7 STÖÐUGILDI Á LYFLÆKNINGASVIÐI LANDSPÍTALA Heimild: Embætti landlæknis GEIR GUNNARSSON NIELS CH. NIELSSON LÆKNASKORTUR Það virðist fjarlægur draumur að allar lausar stöður lækna verði mannaðar hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ /GVA Þegar kemur að krabbameinslækningum og röntgenlækningum, þá erum við á þunnum ís. Geir Gunnarsson landlæknir. AHMADZAI Nýkjörinn forseti Afganist- ans segir að konur séu mikilvægur hluti af framtíð landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 9,8% meiri velta var í byggingavöruversl- unum í ágúst að raunvirði en í sama mánuði í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum ársins var velta byggingavöruverslana 11,6% meiri en á sama tímabili í fyrra. FORSTJÓRINN Einar Sigurðsson gaf ekki færi á samtali vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. MYND/BERNHARD INGI Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HVESSIR Á MORGUN Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu um sunnan og vestanvert landið í fyrstu og síðan fyrir norðan seinni partinn á morgun. Suðvestlæg á fimmtudag með skúrum víða um land. Hiti breytist lítið. 8° 6 m/s 10° 7 m/s 10° 6 m/s 11° 7 m/s 10-18 m/s S- og V-til annars hægari. 8-13 m/s. Gildistími korta er um hádegi 21° 28° 12° 19° 22° 9° 16° 13° 13° 26° 18° 27° 27° 32° 21° 14° 15° 16° 11° 4 m/s 10° 5 m/s 11° 3 m/s 10° 2 m/s 9° 4 m/s 8° 5 m/s 5° 5 m/s 11° 11° 7° 7° 9° 9° 8° 8° 8° 8° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.