Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 28
FRÉTTABLAÐIÐ Skóhönnuðurinn Marta Jónsson. Fataskápurinn. Tíu spurningar og tíska. Bloggarinn. 6 • LÍFIÐ 10. OKTÓBER 2014 M arta Jónsson var feng- in til að leysa af í skó- búðinni Stínu fínu þegar hún var 18 ára gömul og þá varð ekki aftur snúið. Hún flutti til London til að gerast skóhönnuður 24 ára gömul og ári síðar var hún búin að stofna sitt eigið fyrirtæki. Nú tutt- ugu árum síðar selur hún hönnun sína til stóru risanna eins og Top- shop og Debenhams en hjartað slær í tólf verslunum hennar sem heita eftir henni, tvær í Reykjavík og tíu í London. Svo kröftug orka á Íslandi Marta býr enn í London, er með tæplega sextíu starfsmenn á sínum snærum, fer reglulega í verksmiðjuna í Portúgal til að fylgjast með framleiðslunni, er yfirhönnuður og fjármálastjóri fyrirtækisins en best þykir henni að standa á búðargólfinu og selja skó. „Ég fer reglulega af skrifstof- unni og á búðargólfið, þá man ég af hverju ég fór í þetta. Maður hitt- ir svo marga skemmtilega kúnna og verður svo ánægður að mæta óskum þeirra. Þótt það geti verið erfitt að standa tíu tíma á gólfinu þá leggst ég brosandi á koddann eftir daginn,“ segir Marta hlæj- andi og hún geislar af orku þrátt fyrir að vinna dag og nótt við að koma nýrri búð í Kringlunni í gang. „Hérna á Íslandi er bara sér- lega mikil orka, hún er ekki mjúk en hún er svakalega kröftug. Hún er eiginlega bara eins og veðrið. Þess vegna er svo gaman að opna búð á Íslandi, svo einfalt að fá hlutina gerða strax og fólk er svo öflugt. Í Bretlandi pantar maður pípara með þriggja vikna fyrir- vara og allt er í rosa kerfi. Hér er bara kraftur og minna um kerfi.“ Bransinn er harður Þegar Marta ákvað að gerast skó- hönnuður vissi hún ekkert hvað hún var að fara út í en henni finnst almennt fínt að svamla í djúpu laug- inni. „Ég hoppaði út í og synti eins hratt og ég gat. Þetta var mun flókn- ara en ég gerði mér grein fyrir. Það geta nefnilega allir fengið góða hug- mynd, en það að fylgja henni eftir, berjast með henni og klára hana er stóra kúnstin. Svo kostar allt mun meira en maður heldur. Þremur mánuðum eftir að ég fór að vinna sjálfstætt fékk ég alla reikningana og fékk sjokk. Þannig að maður þarf að hafa köggla í þetta. Ég er sem betur fer þannig gerð að ég hugsa bara að ég geti allt, þar til það kemur í ljós að ég get það ekki. Ætli ég sé ekki meiri nagli en ég held sjálf og svo hefur reynslan skilað mér ansi háum þröskuldi gagnvart hörkunni sem getur verið í brans- anum.“ Væri til í 10 daga vinnuviku Uppbygging fyrirtækisins tók vissu- lega á en Marta hefur líka ávaxtað vel. Merki hennar er vel þekkt og fyrirtækið blómstrar. Það þýðir þó ekki að nú sé kominn tími til að slaka á og láta aðra um vinnuna. Mörtu finnst einfaldlega of gaman að vinna til þess og viðurkennir að hún væri alveg til í tíu daga vinnu- viku. „Það væri alveg fullkom- ið fyrir mig. Það, eða vera með 78 tíma sólarhring. Ég hef alltaf elskað mánudaga því það er byrjunin á ein- hverju og þá hef ég alla vikuna til að vinna. Svona hef ég verið frá því ég var stelpa og þá fannst mér sunnu- dagar mjög langdregnir og leiðin- legir. Núna fær fjölskyldan að eiga mig á sunnudögum þannig að núna er ég ánægð með sunnudagana.“ Tók langan tíma að eignast barn Eiginmaður Mörtu til 26 ára býr með henni í London og sér um að reka búðirnar þar úti og hér heima. NÝR KRAFTUR KVIKNAÐI VIÐ ÞAÐ AÐ EIGNAST BARN Marta Jónsson hefur óbilandi ástríðu fyrir skóm. Hún hannar þá, lætur framleiða þá og vill helst standa á búðargólfi nu í einni af skóbúðum sínum og selja þá. Þegar hún eignaðist dóttur sína sem tók hana tíu ára baráttu að fá, uppgötvaði hún alveg glænýja ástríðu. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.