Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 4
Fimmtudaginn 30. apríl 1992 - fréttir ORÐ- SPOR Bæta við átta stöðum í Evr- ópu. Með sumaráætlun Flug- leiða bætast átta viðkomustaðir inn á áætlunina og ráðgera for- svarsmenn félagsins að flytja rúmlega 5% fleiri farþega í Evr- ópuflugi en í fyrra. Staðirnir sem bætast við eru Munchen, sem er nýr viðkomustaður hjá félaginu. Flug til Munchen hefst i byrjun júlí og verður flogið þangað einu sinni í viku fram í miðjan sept- ember. Frankfurt og París, en flug þangað hófst í síðustu viku og verður flogið tvisvar í viku til að byrja með en í sumar verður mest flogið fjórum sinnum í viku til Frankfurt og fimm sinnum til Parísar. Hamborg, sem flug hefst til um miðjan maíog verður flogið þangað einu sinni í viku til að byrja með en síöar tvisvar í viku. Zurich, sem flogið verður til vikulega fyrst eftir að ferðir hefj- ast í lok maí og síðan tvisvar í viku. Helsinki, en þangað hefst flug í byrjun júní og verðurflogið vikulega. Vín og Saizburg, sem flogið verður til einu sinni í viku frá fyrri hluta júnímánaðar. Jafnframt fjölgun áætlunarstaða í Evrópu verður ferðatíðni til helstu áætlunarstaða í Evrópu og Bandaríkjunum aukin. íþróttaferðir út í heim. íþrótta- deild Úrvals-Útsýnar, undir stjórn Harðar Hilmarssonar og Þóris Jónssonar hefur undanfar- in ár skipulagt margar ferðir íþróttafólks vísvegar um heim- inn. Þessar ferðir eru allt frá því að vera „Old boys“ skemmtiferð- ir til þaulskipulagðra æfingaferða fyrir landslið þjóðarinnar. Iþrótta- deildin skipuleggur ferðir fyrir íþróttamenn úr öllum greinum, boltaíþróttum, sundi, fimleikum, frjálsum o.fl. Meðal staða sem íþróttadeiid Úrvals-Útsýnar skipuleggur ferð- ir til eru Algarve í Portúgal og Belgía þar sem knattspyrnuskóli KB verður starfræktur i lok maí fyrir stráka á aldrinum 13-16 ára. Yfirkennari skólans er Pól- verjinn Lubanski og honum til aðstoðar eru þekktir þjálfarar frá Belgíu. Nýverið fengu (þróttaferðir Úr- vals-Útsýnar einkaumboð fyrir glæsilega íþróttamiðstöð í útjaðri borgarinnar Sittard í suðurhluta Hollands, við landa- mæri Hollands, Þýskalands og Belgiu. íþróttamiðstöðin sem ber heitið National Sportcentrum Sittard, er ein besta íþróttamiðstöð í Evrópu. Þar eru nokkrir knatt- spyrnuvellir, frjálsíþróttavöllur, stórt íþróttahús, tvær sundlaug- ar 25 m. og 50 m. langar, heitir pottar, líkamsræktaraðstaða, borðtennis, billjard og ýmislegt fleira. Fyrsta flokks gistiaðstaða er í íþróttamiðstöðinni, rúmgóð herbergi með baði, útvarpi, síma og sjónvarpi og góður veitinga- salur. Framkvæmdastjóri Iþróttamið- stöðvarinnar verður staddur hér á landi í byrjun maí til að kynna miðstöðina fyrir forystumönnum íþróttafélaga, þjálfurum og öðr- um framámönnum íþróttahreyf- ingarinnar. Úrval-Útsýn og Flugleiðir efna til kynningarfundar með fram- kvæmdastjóranum í Eyjum, 3. maí n.k. Verður fundurinn í Týs- heimilinu kl. 14:00 á sunnudag- inn og geta forystumenn íþrótta- hreyfingarinnar í Eyjum mætt þar og kynnt sér hvað alþjóðlega íþróttamiðstöðin f Sittard hefur uppá að bjóða. Vestmannaeyingar ■ Vestmannaeyingar Nú bjóöum við hjónum helgarpakka frá föstudagskvöldi til sunnudagskvölds í maí á kynningarverði. W DÆMI: Bíll Flug Bílaleigan Flogið á Selfoss Hrísmýri 3 með Val Andersen Gisting Sími: 98-21416 /ESTHUS HE Við Engjaveg Selfossi VERÐ. 20.725 kr. Njótið lífsins og skoðið ykkur um á Suðurlandi Upplýsingar í síma 98-22999 og 98-21416 Orlofseigendur Þeir viðskiptavinir íslandsbanka sem óska eftir að láta millifæra orlofsfé sitt inn á sparisjóðsbók eða tékka- reikning sinn, eru beðnir að hafa samband við bankann í síðasta lagi 7. maí. ATHUGIÐ: Aðeins er hægt að millifæra inn á reikning sem ber sömu kennitölu og orlofsreikningurinn. Útborgun orlofs af ráðstöfunarreikningum hefst þriðju- daginn 12. maí. Sama dag verða orlofsávísanir póstsendar til þeirra aðila sem ekki hafa ráðstöfunarreikninga. ISLANDSBANKÍ BARNFÓSTRU- NÁMSKEIÐ Skráning er hafin á Barnfóstrunámskeiðið. Námskeiðið er ætlað fyrir stráka og stelpur 11 ára (fædd 1981) og eldri. Nánari upplýsingar og skráning hjá Lóu í áima 12044 og Fanney í síma 12293. Rauðakrossdeildin í Vestmannaeyjum GOLFARAR Munið vinnuna í vellinum 1. maí. Mætum öll. Stjórnin ® NAestimmmwjjafc&r Atvinna Flokksstjórar vinnuskóla skólagarða Auglýst er eftir flokksstjórum fyrir vinnuskóla og umsjónarmanni skólagarða með þekkingu á matjurt- arækt. Æskilegt er að umsækendur hafi náð 20 ára aldri. Starfið hefst 10. júní og stendur yfir til 24. júlí. Þeir, sem áhuga hafa eru vinsamlega beðnir að skiia umsóknum í Ráðhúsið eigi síðar en 15. maí nk. en þar fást einnig umsóknareyðublöð. Allarnánari upplýsingar veitirtómstunda- og íþróttafull- trúi. Atvinna- Gæsluvöllur Laus er til umsóknar 50% staða á gæsluvellinum við Miðstræti. Einnig auglýsum við eftir starfsfólki til sumar- afleysinga á gæsluvellinum. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Ráð- hússins og óskast skilað á sama stað fyrir föstudaginn 15. maí. Félagsmálastjóri Sundlaugardiskó Árlegt Sundlaugardiskó verður haldið í kvöld kl. 20:00 og hefst fjörið inni í sundlaug. Þaðan verður haldið í Féló, þar sem diskóið verður. Forsala aðgöngumiða verður til kl. 18:30 í Féló. Fjörið er fyrir 7., 8. og 9. bekk. Frá sorphirðumönnum Að gefnu tilefni eru húsráðendur beðnir að setja ekki mold í sorppokana. Frá Bæjarveitunum orðsending vegna lekaleitar vegna lekaleitar í dreifikerfi hitaveitu, má búast við rennslistruflunum á heita vatninu í neðri hluta bæjarins næstu vikur. Aðeins verður um stuttan tíma að ræða í einu, ca. 1 - 2 klst. Atvinna Byggðarsafn Vestmannaeyja Menningarmálanefnd Vestmannaeyja óskar eftir að ráða safnvörð við Byggðarsafn Vestmannaeyja í 50% starf. Skilyrði er að umsækjendur hafi tungumálakunn- áttu, þekkingu á staðháttum og sögu Eyjanna og einnig er nauðsynlegt að umsækjandi hafi ómældan áhuga fyrir varðveislu minja og málefnum Byggðarsafnsins. Laun samkvæmt kjarasamningi Vestmannaeyjabæjar og Starfsmannafélagsins. Umsóknir skulu berast Menningarmálanefnd merkt, MENNINGARMÁLANEFND IJMSÓKN UM STARFfyr- ir 5. maí nk. Upplýsingar veitir forstöðumaður Safnahúss Nanna Þóra Áskelsdóttir. Páska- og bílnúmera- happdrætti ÍBV Páska- og bílnúmerahappdrætti Handknattleiksdeildar karla ÍBV hefur verið frestað til þriðjudagsins 5. maí. Þeir sem ekki hafa fengið bílnúmerin sín en hafa áhuga á að kaupa miða geta haft samband við; Sigga í síma 11737, Óskar Frey í síma 12695 eða Kára í síma 12626.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.