Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 12
EYJAMENN! Stöndum saman. Verslum við fyrirtæki skrásett í Eyjum. SKIPAVIÐGERÐIR H.F. v/Friöarhöfn Vestmannaeyjum S 13110 og 13120 Þar sem biónustan skiptir máli Til nýjq Sjólands: Að kynnast búraveiðum Netagerð Ingólfs ætlar að standa fyrir ferð til Nýja Sjálands til að kynnast því hvernig þarlendir stunda veiðar á búra. Nýsjálendingar hafa stundað búraveiðar um nokkurt skeið með góðum árangri. Birkir Agnarsson framkvæmdastjóri Netagerðarinnar kynnti þessa fyrir- ætlan á afmæli fyrirtækisins á föstu- daginn. Sagði hann að áhugi fyrir þessum veiðiskap væri mikill í kjöl- far árangurs togaranna Klakks og Breka í þessum veiðiskap. Birkir sagði að vitað væri að Nýsjá- lendingar hefðu stundað þessar veiðar með góðum árangri. „Við höfum fengið ágætar upplýsingar frá Nýja Sjálandi um það hvernig þeir stunda þessar veiðar. í framhaldi af því höfum við ákveðið að fara þang- að ásamt nokkrum útgerðarmönn- um til frekari skoðunar. því sjón er sögu ríkari," sagði Birkir. Áhugi virðist mikill því strax á mánudag höfðu um 15 sett sig í sam- band við Birki. „Það verður farið eins fljótt og hægt er. Við höfum sett okkur í samband við nokkra íslend- inga sem starfa þarna og verða þeir okkur innan handar," sagði Birkir að endingu. VETRARAÆTLUN HERJOLFS . ,, , ' _ Frá Vestm. Frá Þorlákshöfn Manudaga-Föstudaga ...... 07:30 12:30 1ÍP Laugardaga .............. 10:00 14:00 V Sunnudaga.................t4;00 18:00 Sími 12800 • Fax 12991 Kennarnr við Barnaskólann: Mótmœla bráðabirgðalausnum „Við kennarar í Barnaskólanum, viljum vckja athygli foreldra á breyt- ingum sem fyrirhugaðar eru á næsta skólaári. Skólanefnd hefur ákveðið að taka 10. bekk inn í báða grunskól- ana í haust. Þannig hljóðar ályktun sem kenn- arar við Barnaskólann hafa sent frá sér. Eygló Björnsdóttir kennari segir þetta álit flestra sem við skólann starfa. „Til þess að taka á móti nemend- um 10. bekkjar á að innrétta fyrir- hugað skólaeldhús skólans sem bráð- birgðakennslustofu. Við sem hér vinnum, þekkjum bráðabirgðalausn irnar. Þær hafa stundum varað í tugi ára. Þetta þýðir að a.m.k. næstu þrjú skólaár verður nemendum Barnaskólans ætlað að sækja heim- iliskennslu vestur í Hamarsskóla. Þetta teljum við óviðunandi, því þetta gerir skólanum ókleift að sinna heimilisfræðikennslunni samkvæmt þeirri námsskrá og þeim reglugerð- um sem skólanum er ætlað að vinna eftir. Við biðjum foreldra að velta fyrir sér hvort þessi ákvörðun á ekKi eftir að valda nemendum og foreldrum þeirra miklum erfiðleikum, og vísum í þvt sambandi til vegalengdar, um- ferðar og veðurs“ segir á ályktun kennaranna. ____Steingrims og Sigurður: Tilraun til œðanrarps Þórunn Sveins ó veiðar Pórunn suelnsdóttlr VE er nú i sinum fyrstn túr eftlr nð frystltoekl voru sett um borð. Slgurjón Ósknrsson sklp- stjórl og hons menn voru i óðoönn oð gero trolllð klórt ó lougordaglnn en sklplð fór út ó mónudog. Bragi Streingrímsson og Sigurður sonur hans sendu inn umsókn til landnytjanefndar að fá að gera til- raunir með æðarvarp og dúntekju í Klettsvík. Nefndin var hlynnt erindinu og fagnaði þessu framtaki feðganna, en áréttaði að umgengni yrði að vera góð og áskildi sér rétt til að fylgjast með þessari tilraun. Leyfið gildir til tveggja ára. ,,Ég hef tekið eftir því að æðarfugli hefur fjölgað mikið hér undanfarin fljótur til.“ ár og það er ástæðan fyrir því að okkur langar til að reyna þetta, og hirða dúninn,“ sagði Bragi. „Við verðum með þennan búskap okkar í Klettsvík og ætlum að byggja upp hreiðuraðstöðu til að lokka að fleiri æðarfugla og hlú að því sem fyrir er.“ Bragi vill biðja fólk að ganga var- lega um svæðið. „Ég get ekki bannað fólki að fara þarna um, en bið það að hrekja ekki fuglinn af hreiðrunum því þá er vargfuglinn AUKIN MÓNUSTA Breyttur opnunartími Opið alla virka daga kl. 9:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga kl. 11:00 - 17:00 Opið í hádeginu alla daga. Opnunartími bátabúðar verður óbreyttur, frá kl. 9:00 -18:00 alla virka daga ÁSUNNUDAG grillum við úti okkar víðfrægu grillpylsur og kynnum hrásalat og Sólgos. KOMIÐ 0G BRAGÐIÐ (Ath. aðeins ef veður leyfir) 10% AFSLÁTTUR af gnllkolum á sunnudag _

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.