Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 49

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÖNARHÓLI STJÓRNAR LÍ / ATVINNULEYFI ÚTLENDINGA bætir spítalinn þjónustuna með meiri samkeppni? Þessum spumingum er hægt að svara játandi en þau svör þurfa nánari útskýringar. Ef spítalinn er með samkeppnissjónarmiðum að hugsa um að ná sem flestum læknisverkum inn fyrir veggi spítalans er umdeilanlegt, að svarið sé jákvætt. Með því er spítal- inn farinn að dreifa kröftum sínum mjög mikið. Þá skapast einnig sú hætta, að öll starfsemi líði fyrir að rekstrarfjármunir eru takmarkaðir. Þrýstingur á sjóði spítalans verður úr öllum áttum, þar sem reynt er að sinna öllu en engu nógu vel. I þessu samhengi þarf einnig að velta fyrir sér samspili hagsmuna sjúklinga og samfélagsins. Þótt halda megi því fram, að hags- munir sjúklinga geti fahst í að geta fengið alla þjón- ustu á einum stað, t.d. greiningu, aðgerð og eftirmeð- ferð, er ekki þar með sagt, að það séu hagsmunir sam- félagsins. Hagsmunir samfélagsins eru þeir, að sjúk- lingurinn fái góða þjónustu, en hún má ekki kosta hvað sem er. Ef hægt er að veita jafngóða eða betri þjónustu með öðrum hætti, en að hún sé öll veitt inn- an veggja spítalans á verði, sem er þjóðhagslega hag- kvæmara, ber að fara þá leið. I því sambandi verða hagsmunir sjúklings af því að fá þjónustuna á sama stað að víkja fyrir þjóðfélagslegum hagsmunum. Ef með samkeppnissjónarmiðum er átt við að spítalinn geti á ákveðnum sviðum, sem hann hefur sérhæft sig í, laðað til sín besta starfsfólkið þá fara samkeppnissjón- armið tvímælalaust saman við þjónustusjónarmið. Sjúklingana í öndvegi Ef hægt er að sammælast um, að hlutverk spítalans sé að lækna sjúka og gera það á sem hagkvæmastan hátt, þá þarf að finna til þess bestu leiðina. Sjúklingn- um skal skipa í öndvegi. Starfsemi spítalans á að mið- ast við það sjónarmið. En á sama tíma þarf að gæta þess, að þjónusta við sjúklinginn sé innan þeirra fjár- heimilda, sem samfélagið kýs hverju sinni að setja þeirri þjónustu. Til að unnt sé að finna bestu leiðir við að útdeila því fé, sem til ráðstöfunar er í þessu skyni, þarf að finna, hvernig best sé að haga innri starfsemi spítal- ans. Til að finna bestu leiðirnar eru væntanlega fáir aðrir betri en starfsmenn hans. I því samhengi þarf að muna hver er tilgangur spítalans. Hann er sá að lækna sjúka og gera það á þjóðfélagslega hagkvæman hátt. Til að unnt sé að samtvinna þessi tvö sjónarmið hlýt- ur að þurfa samvinnu þeirra, sem best þekkja til þeirra. Nokkuð ljóst ætti að vera, hverjir eru best til þess fallnir að meta hvernig best sé að lækna sjúka. Hvað varðar útdeilingu fjármuna ættu stjórnendur að vera vel hæfir að koma að þeim málum. Frá sjónar- hóli sjúklinga og samfélagsins hlýtur krafan að vera sú, að þessir tveir hópar starfsmanna spítalans finni í sameiningu bestu lausnirnar. Þær lausnir finnast ekki ef annar hópurinn velur að reyna að stjórna hinum hópnum með valdboðum. Slíkt er ekki samvinna og hlýtur að leiða til þess, að sjónarmið annars hópsins verði ríkjandi á kostnað sjónarmiða hins hópsins. Með því móti skaðast viðskiptavinir spítalans, hvort sem um er að ræða einstaka sjúklinga eða samfélagið í heild sinni. Farsælast fyrir alla aðila er, að samvinnan byrji í grasrótinni og breiðist þaðan upp í gegnum fag- og stjórnsvið spítalans. Með því að gera stjórnendur og lækna samábyrga frá upphafi fyrir því, hvernig haga skuli læknisfræðilegum og fjárhagslegum þáttum, eru mestar líkur til þess að þeim markmiðum verði náð, sem að er stefnt. Frá skrifstofu Læknafélags íslands Umsagnir LÍ um tímabundín atvinnuleyfi útlendinga Til skrifstofu LÍ berast reglulega er- indi þar sem óskað er eftir umsögnum félagsins sem stéttarfélags um tímabund- in atvinnuleyfi erlendra lækna, saman- ber b) lið 1. mgr. 7. gr. laga um atvinnu- réttindi útlendinga nr. 97/2002. Astæða þess að bundið er í lög að stéttarfélag veiti umsögn sína er sú að það er talin forsenda þess að atvinnu- leyfi sé veitt að sérstakar ástæður mæli með leyfisveitingunni, til dæmis að um sé að ræða skort á vinnuafli eða að starfsmaður með sambærilega sérþekk- ingu eða kunnáttu fáist ekki innanlands eða innan evrópska efnahagssvæðisins. Ekki er skilyrði veitingar atvinnuleyf- is að umsögn stéttarfélags sé jákvæð en yfirleitt hefur verið farið að vilja stéttar- félaga um veitingu leyfa. Sé umsögn stéttarfélags neikvæð hefur verið talið eðlilegt að gera þá kröfu að stéttarfélag- ið útvegi tafarlaust hæfa félagsbundna starfsmenn til starfa fyrir vinnuveitanda á þeim ráðningarkjörum sem almennir kjarasamningar kveða á um. Með vísan til ofangreinds mun LÍ að jafnaði ekki gefa umsögn um tímabund- in atvinnuleyfi erlendra lækna nema fyrir Iiggi umsögn viðkomandi sérgreina- félags eða að umrædd staða hafi verið auglýst laus til umsóknar og enginn hæf- ur íslenskur læknir eða læknir innan evr- ópska efnahagssvæðisins hafi sótt um stöðuna. Gunnar Ármannsson hdl. framkvæmdastjóri LÍ Læknablaðið 2003/89 225
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.