Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Síða 53

Læknablaðið - 15.03.2003, Síða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NORRÆNA LÆKNARÁÐIÐ Af vettvangi Norræna læknaráðsins Norrænu læknafélögin hafa árum saman haft með sér samstarf á vettvangi sem kallast Norræna læknaráðið. Það fundar annað hvert ár, en stjórn þess hittist tvisvar á ári. Á þessum vettvangi skiptast menn á skoðunum og upplýsingum um allt það sem skiptir lækna máli hverju sinni og er efst á baugi í löndunum fimm. Á næstunni má búast við að ráðið verði sýni- legra þegar það fær sérstakan bás á heimasíðu hvers félags, en ákvörðun þess efnis var tekin á síðasta fundi stjórnar læknaráðsins í Osló hinn 12. febrúar síðastliðinn. Meðal annarra málefna sem þar voru rædd og eru mjög áhugaverð má nefna þessi þrjú: • Öryggi sjúklinga. Danska læknafélagið hefur haft frumkvæði að þessu máli undanfarin ár í Danmörku og hefur markvisst unnið að fram- gangi þess. í fyrstu var hugmyndafræðin mót- uð en hún felst í því að líta á það sem miður fer í heilbrigðiskerfinu einkum sem kerfisvanda- mál fremur en einstaklingsvandamál. í því felst að litið er á uppkomin mál með því hugarfari að það eigi að leiða til breytinga á vinnuferli, skipulagi eða tæknibúnaði fremur en að leiða einstakling til ábyrgðar. Þetta er svipuð hug- myndafræði og notuð er til að bæta flugöryggi. Leiðin er sú að öll frávik sem leiða beinlínis til heilsutjóns, eða hefðu getað gert það ef ekki hefði uppgötvast í tíma, eru skráð og yfirfarin. Veruleg yfirsjón leiðir auðvitað til aðgerða gegn þeim einstaklingum sem eiga í hlut eins og nú er. Jafnframt hugmyndafræðinni var unn- ið að mati á umfangi heilsutjóns af völdum með- ferðar og birtist niðurstaðan í Ugeskrift for læger (Schiöler T, et al. 2001; 163:5370-8). Svo virðist sem hátt í 10% sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús verði fyrir einhvers konar heilsutjóni sem stafar af meðferð og umönnun og er það svipuð niðurstaða og fengist hefur í öðrum hliðstæðum rannsóknum. Vandamálið er því síður en svo lítið. Næsta skrefið var kynning. Hún var gerð gagnvart sjúklingafélögum, öðrum fagfélög- um, eigendum sjúkrastofnana og stjórnmála- mönnum. Stofnað var féiag sem er óháð öllum þessum aðilum þar sem umræðan hefur farið fram. Umræðan hefur nú leitt til uppbyggingar upplýsingakerfis sem á að þjóna þessum til- gangi og er lagagrundvöllur að verða tilbúinn. markmiðið er hið sama, að tryggja að óeðlileg- ur dráttur verði ekki á meðferð sem hefur ver- ið ákveðin. f Noregi getur sjúklingur leitað annað með vandamál sín og fengið meðferð greidda ef sá tími sem áætlaður var í bið eftir aðgerð verður lengri en viðkomandi sérfræð- ingur ákvað og skráði. Það þýðir til dæmis að sjúklingur með slitna mjöðm sem bæklunar- læknir hefur metið að þurfi aðgerð innan hálfs árs á rétt á að leita til annars sjúkrahúss og fá meðferð þar hafi þessi tími liðið án aðgerðar. Sú meðferð getur allt eins verið utanlands með vissum takmörkunum. í Danmörku hefur verið sett tveggja mánaða bið fyrir alla. Að þeim tíma liðnum getur sjúklingur leitað til sjúkrahúss á öðru landsvæði, einkasjúkrahúss eða sjúkra- húss erlendis og fengið meðferðina greidda. Þetta hefur leitt til verulegrar styttingar á flest- um biðlistum því landshlutasjúkrahúsin hafa lagt í átak til að stytta þá. í Svíþjóð er verið að ræða frekari útfærslu á svipuðum réttindum þannig að réttindin séu einnig tryggð í heilsu- gæslunni. Á vettvangi evrópskra læknafélaga á sér einnig stað umræða um aukin réttindi sjúk- linga til meðferðar. • Pátttaka í almennri umrœðu. í Finnlandi er kosið til þings um þessar mundir. Þar hefur læknafélagið stuðlað að megni að því að fá heilbrigðismál á dagskrá hinnar pólitísku um- ræðu meðal annars með útgáfu bæklings sem hefur fengið víðtæka dreifingu. Þar eru tekin upp þau mál sem félaginu finnst eðlilegt að rædd séu við stjórnmálamenn, svo sem réttinda- mál sjúklinga, aðgengi að þjónustu, skipulag þjónustunnar og fjármögnun. Hefur það með öðru leitt til þess að heilbrigðismál eru eitt af kosningamálunum þar í landi. Sænska læknafé- lagið gerði svipað átak í aðdraganda þingkosn- inga þar í landi á síðastliðnu hausti. Hér hefur verið tæpt á nokkrum málefnum sem rædd eru á vettvangi norræna læknaráðsins. Umræð- an sem þar fer fram leiðir oft til þess að ný málefni eru tekin á dagskrá í einu landi þegar ljóst er að félag í öðru landi hefur náð árangri. Mikilvægt er að Læknafélag Islands nýti sér þessi mál í umræðu hér. Jón Snædal • Réttur til meðferðar. Mismunandi hvernig á þessu er haldið á hinum Norðurlöndunum en Höfundur er varaformaður LÍ og fulltrúi félagsins í stjórn Norræna læknaráðsins. Læknablaðið 2003/89 229
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.