Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2003, Qupperneq 80

Læknablaðið - 15.03.2003, Qupperneq 80
■ UMRÆÐA FRÉTTIR / YFIRLÝSING ALÞJÓÐAFÉLAGS LÆKNA 21. Afla skal leyfis hjá sérstaklega skipaðri vísindasiða- nefnd fyrir öllum rannsóknum þar sem gögn sjúk- linga eru notuð, þeirra á meðal nýjum rannsóknum sem ekki voru fyrirsjáanlegar þegar gögnunum var safnað. I slíkum tilvikum er mikilvægt að nefndin meti hvorl hafa þurfi samband við sjúklinga til að fá samþykki, eða hvort ásættanlegt sé að nota upplýs- ingarnar í nýju augnamiði án þess leitað sé til sjúk- lingsins á ný um frekara samþykki. Ákvarðanir nefndarinnar verða að vera í samræmi við viðkom- andi landslög og samræmast kröfum þessarar yfirlýs- ingar. 22. Gögn sem aðgangur fæst að verður að nota eingöngu í þeim tilgangi sem heimildin var veitt fyrir. 23. Þeir sem safna, nota, birta eða fá aðgang að heilsu- farsupplýsingum verða að takast á hendur ábyrgð á því að öryggi þeirra sé tryggt á raunhæfan hátt. Afpersónutengd gögn 24. Hvenær sem unnt er ætti að afmá persónueinkenni af gögnum sem ætluð eru til aukanota. Sé það hins veg- ar ekki hægt, ætti að nota gögn þar sem persónuauð- kenni sjúklingsins er verndað með tökuheiti eða kóða fremur en að nota gögn sem auðvelt er að per- sónugreina. 25. Notkun ópersónutengdra gagna vekur yfirleitt ekki spurningar um trúnað. Hins vegar er þörf á að vernda gögn um einstaklinga þegar þeir eiga réttmæta hags- muni, til dæmis sjúkrasögu eða ljósmynd. Áreiðanleiki gagna 26. Læknar bera ábyrgð á að tryggja eftir því sem unnt reynist að upplýsingar sem þeir leggja til og varðveita í gagnagrunnum séu nákvæmar og dagréttar. 27. Sjúklingar sem hafa séð upplýsingar sínar og telja að í þeim séu villur hafa rétt til að leggja til leiðréttingar og að athugasemdum þeirra verði bætt við upplýsing- arnar. Gagnaskráning 28. Skrá verður á augljósan hátt hvaða upplýsingar eru geymdar og hvers vegna, hvaða samþykki hefur verið aflað hjá sjúklingunum, hverjir megi fá aðgang að gögnunum, hvers vegna, hvernig og hvenær tengja megi gögnin öðrum upplýsingum og við hvaða að- stæður megi veita þriðja aðila aðgang að gögnunum. 29. Upplýsingar til sjúklinga um tiltekinn gagnagrunn ætti að taka til samþykkis fyrir geymslu og notkun gagna, réttar til aðgangs að gögnunum og réttar til að röng gögn verði leiðrétt. Stjórnun 30. Fyrir hendi verður að vera verklag til að bregðast við fyrirspurnum og kvörtunum. 31. Tilgreina verður einstaklinginn eða einstaklingana sem bera ábyrgð á stefnu og verklagi og hverjir skuli taka við kvörtunum eða fyrirspurnum. Landsfélög lækna ættu að starfa með viðkomandi heilbrigðisyfirvöldum, vísindasiðanefndum og yfir- völdum persónuverndar á landsvísu og öðrum við- eigandi stjórnunarsviðum, til að marka stefnu um heilsufarsupplýsingar sem byggist á grunnreglunum í þessu skjali. 256 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.