Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2004, Page 43

Læknablaðið - 15.06.2004, Page 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKNIR Nýjar reglur um klínískar lyfjarannsóknir Rætt við Pétur S. Gunnarsson og Magnús Jóhannsson hjá Lyfjastofnun um lyfjarannsóknir á íslandi f maíhefti Læknablaðsins var fjallað um þær breytingar sem orðið hafa í íslenskum lífvísindum á undanförnum árum. Þar var rætt við fulltrúa tveggja stofnana sem hafa það hlutverk að vaka yfir því að rannsakendur fari rétt og siðlega að og íþyngi ekki þátttakendum um of, Persónuvemd og Vísindasiðanefnd. Þriðja stofnunin sem fylgist með störfum rannsakenda er Lyfjastofnun en hún einskorðar sig við klínískar lyfjarannsóknir á mönnum, auk ákveðinna rannsókna á dýrum en þær liggja utan við það svið sem við ætlum að lýsa. Rannsóknir sem eftirlil Lyfjastofnunar tekur til eru allar rannsóknir þar sem lyf koma við sögu. Það á ekki bara við rannsóknir á verkun lyija heldur einnig ef verið er að rannsaka tiltekna meðferð og þáttur í henni er að sjúklingum eru gefin lyf, svo sem til deyfingar. Að sjálfsögðu gilda strangar reglur um klínískar lyfjarannsóknir og hefur svo verið um langt árabil. Nú eru að verða nokkrar breytingar á þessu reglu- verki því í maí tók í gildi reglugerð sem byggð er á tilskipun Evrópusambandsins frá 2001. Af því tilefni tók Læknablaðið tali þá Pétur S. Gunnarsson deild- arstjóra upplýsingadeilar Lyfjastofnunar og Magnús Jóhannsson lækni sem starfar við skráningardeild stofnunarinnar. Fyrst innti ég þá eftir því hver aðdrag- andinn að nýju reglugerðinni væri. Rafrænar umsóknir „Það má rekja þessa reglugerð aftur til ársins 1996 þegar svonefndur ICH-hópur (The International Con- ference on Harmonisation of Technical Requirements for Registration of Pharmaceuticals for Human Use) gaf út reglur sem nefndar hafa verið Good Clinical Practice. I þessum hópi eru Bandaríkin, Japan og Evrópusambandið. Þessar reglur voru síðan lagðar til grundvallar tilskipun ESB nr. 20/2001 og þar með var Islendingum skylt að innleiða þær hér á landi í krafti aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Nýja reglugerðin leysir af hólmi reglur sem gilt hafa frá árinu 1986 en þær voru mótaðar að norrænni fyrirmynd. Hins vegar var farið að fylgja reglum ICH- hópsins eftir að þær litu dagsins ljós svo breytingin nú er ekki eins mikil og ætla mætti,“ segja þeir Pétur og Magnús. - En einhverjar breytingar verða þó. „Já, nýju reglurnar eru mun ítarlegri en þær gömlu og þær breyta bæði verklagi eftirlitsstofnananna og vinnubrögðum rannsakenda, einkum hvað varðar umsóknir um rannsóknarleyfi og skráningu rann- Pétur S. Gunnarsson og sókna. Nýja reglugerðin hefur ekki mikil áhrif á starf- Magnús Jóhannsson á semi Persónuverndar en nokkur á Vísindasiðanefnd. skrifstofu Lyfjastojhunar. Nefndinni er gert kleift að spyrja nánar en gert hefur verið út í greiðslur sem inntar eru af hendi til lækna og þátttakenda í rannsóknum. Við hér í Lyfjastofnun munum samt finna mest fyrir breytingunum. Við verðum að nota nýtt eyðu- blað sem er rafrænt og liggur á netinu. Það er mun ítarlegra en fyrri eyðublöð og læknir sem hyggst sækja um leyfi til rannsóknar byrjar á því að fara inn á heimasíðu Lyfjastofnunar og þaðan inn á EudraCT síðuna og fá svonefnt EudraCT númer sem síðan fylgir rannsókninni þar til henni er lokið. Númerið og ákveðnar upplýsingar úr umsókninni fara inn í samevrópskan gagnagrunn þar sem allar klínískar lyfjarannsóknir sem gerðar eru í álfunni eru skráðar. Aðgangur að þessum gagnagrunni er takmarkaður við lyfjastofnanir aðildarríkjanna, Lyfjamálastofnun Evrópu og Framkvæmdastjórn ESB en rannsakendur geta farið inn í hann og komist í upplýsingar um eigin rannsóknir. Þessi gagnagrunnur gerir Lyfjastofnun kleift að fylgjast með því hvort búið er að samþykkja rann- sókn í öðrum löndum sem verið er að sækja um hér á landi.“ Umsóknir þarf að vanda Önnur veigamikil breyting er á afgreiðslu umsókna en samkvæmt gildandi reglum þurfa rannsakendur að Þröstur fá samþykki Vísindasiðanefndar og Lyfjastofnunar, Haraldsson Læknablaðið 2004/90 499

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.