Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2004, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.06.2004, Qupperneq 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGARÁÐUNEYTINU Lyfjamál 126 Lækkun lyfjakostnaðar á faglegum forsendum Lyfjakostnaður landsmanna var tæpir 14 milljarðar kr. á síðasta ári. Hlutur ríkisins í þessari upphæð var 9,4 milljarðar króna og hefur aukning síðustu ára verið um það bil 10% milli ára. Að óbreyttu má því gera ráð fyrir að á yfirstandandi ári verði lyfjakostnaður ríkisins um 10,3 milljarðar króna. Þegar þetta er skrifað bendir reyndar allt til þess að kostnaðaraukningin verði mun meiri þar sem hækk- un á lyfjaútgjöldum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) var um 18% hærri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Ábyrg lyfjanotkun - lægri sameiginleg útgjöld Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur á undan- fömum mánuðum kannað ýmsar leiðir til að sporna við útgjaldaaukningu vegna lyfjakostnaðar. í byrjun ársins var til að mynda kynnt sérstakt átak í lyfja- málum heilbrigðisstofnana sem einkum snýr að vali lyfja, innkaupum og útboðum. Atakið er liður í langtímaáætlun ráðuneytisins í lyfjamálum en á næstu mánuðum og misserum er ætlunin að endurmeta alla helstu þætti lyíjamála og heildar- stefnu í málaflokknum. Nú á vormánuðum mun ráðherra skipa nefnd til að móta stefnu í lyija- málum og heildarendurskoðun lyfjalaganna en við þá stefnumörkun mun nýútkomin skýrsla Ríkis- endurskoðunar væntanlega verða lögð til grundvallar, en nauðsynlegt er að bregðast við þeirri alvarlegu niðurstöðu að Islendingar greiði rúmlega fjórum milljörðum meira en samsvarandi fjöldi Dana eða Norðmanna myndi greiða fyrir lyf á ári hverju. Sparnaóur samkvæmt fjárlögum Breytingin átti að hafa í för með sér að hætt væri almennri greiðsluþátttöku í coxíb-gigtarlyfjum og örvandi lyfjum eins og rítalíni og amfetamíni. Eftir sem áður var gert ráð fyrir að hægt væri að sækja um greiðsluþátttöku almannatrygginga í þessum tveimur lyfjaflokkum út á lyfjaskírteini að gefnum ákveðnum forsendum. Þessi aðgerð átti aðallega að koma bönd- um á mikla notkun og mjög aukinn kostnað sem orðið hefur að undanfömu í þessum lyfjaflokkum. í reglu- gerðinni var einnig gert ráð fyrir að felld yrði niður 30 daga takmörkun á ávísun þunglyndislyfja og lyfja við sársjúkdómi. Þannig átti að koma til móts við þá sem nota þessa tvo lyfjaflokka og má segja að þetta hafi verið verulega ívilnandi aðgerð til mótvægis við upp- töku viðmiðunarverðs í þessum lyfjaflokkum. Reglugerð frestað gegn verðlækkun á lyfjum Sem kunnugt er ákvað ráðherra að fresta gildistöku þessara aðgerða til 1. ágúst eftir að fyrir lá að Lyfja- verðsnefnd myndi ná fram verulegri lækkun á lyfjaverði og einnig til að tóm gæfist til að meta þann árangur. Aður höfðu farið fram viðræður um þessar aðgerðir við ýmis hagsmunasamtök. í þeim viðræðum lýstu fulltrúar Gigtarfélagsins og gigtarlækna yfir áhyggjum vegna þeirrar ákvörðunar að hætta almennri greiðsluþátttöku í coxíb-gigtarlyfjum nema gegn lyfjaskírteini. Að undanförnu hefur ráðuneytið í samráði við samtök gigtarlækna og landlækni leitað annarra leiða hvað þessi lyf varðar. Þeirri vinnu er ekki lokið en gera má ráð fyrir að notast verði við eftirfarandi vinnureglur við ávísanir auk þess sem væntanlega verður tekið tillit til varnaðarorða Evr- ópsku lyfjastofnunarinnar sem von er á innan tíðar. Grein þessi er tekin saman af skrifstofu lyfjamála heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til upplýsingar fyrir lesendur Læknablaðsins. Af gefnu tilefni er grein þessi ekki skrifuð undir nafni einstaks embættismanns, því þær greinar sem birtar hafa verið á þessum vettvangi endurspegla ekki endilega persónuleg sjónarmið viðkomandi embaattismanns heldur er um að ræða stefnu ráðherra og ráðuneytis. Til að koma til móts við 450 milljóna króna sparnaðar- kröfu fjárlaga á lyfjaútgjöldum TR ákvað ráðherra að grípa til margþættra aðgerða sem kynntar voru á blaðamannafundi í byijun apríl. Veigamest í þeim aðgerðum var verðlækkun lyfja sem Lyfjaverðsnefnd vann að. Hins vegar var ekki reiknað með að lyfja- verðslækkunin skilaði nema hluta þessa sparnaðar. Ráðherra kynnti því meðal annars að tekið yrði upp viðmiðunarverð lyfja með sambærileg meðferð- aráhrif (analog-viðmiðunarverð) frá og með 1. maí 2004 í þremur kostnaðarfrekustu lyfjaflokkunum, það er lyf við sársjúkdómi, (prótónpumpuhemlar), lyf sem lækka kólesteról (statín) og geðdeyfðarlyf (SSRI). Einnig kynnti ráðherra breytingu á reglugerð um greiðsluþátttöku almannatrygginga í lyfjakostn- aði með gildistöku 1. maí 2004. Vinmireglur um ávísanir á cyclo-oxygenasa 2 haml- andi lyfja - (DRÖG) 1. Eftirfarandi tengist mjög aukinni áhættu á fylg- ikvillum frá meltingarfærum við meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum. a) Aldur yfir 65 ára. b) Fyrri saga um maga- eða skeifugarnarsár, blæð- ingu frá meltingarvegi eða rof á maga eða skeifu- görn. c) Notkun lyfja sem auka líkur á fylgivandamál- um frá efri mellingarvegi, til dæmis sterar eða blóðþynningarlyf. d) Aðrir sjúkdómar á alvarlegu stigi, svo sem hjarta- og æðasjúkdómar, nýrna- eða lifrarsjúk- dómar, sykursýki og háþrýstingur. 516 Læknablaðið 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.