Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR / HJARTASTOPP á ári. Meðalaldur var 68 ár og 77% voru karlar. Meðalútkallstími var 6,1 mínútur. Af 232 hjarta- sjúkdómaendurlífgunum voru 140 einstaklingar (60%) í sleglatifi eða sleglahraðtakti án blóðflæðis (VF/VT),53 (23%) í rafleysu og 39 (17%) í öðrum takti. Af öllum sjúklingum þar sem endurlífgun var reynd komust 96 (41%) lifandi inn á legudeild og 44 útskrifuðust (19%). Eftir 12 mánuði voru 39 á lífi. Sé litið sérstaklega á þá sem voru í VF/VT komust 79 (56%) lifandi inn á deild og 39 (28%) útskrifuðust. Þegar vitni var að upphafi hjarta- stopps var skyndihjálp beitt í 54% tilvika. Ályktanir: Þrátt fyrir lengingu á útkallstíma hefur árangur endurlífgunartilrauna ekki breyst en fjöldi þeirra sem lifa af með heilaskaða hefur aukist. Aðgerðir til þess að stytta útkallstíma og auka fjölda þeirra sem framkvæma hjartahnoð eru nauðsynlegar. Inngangur Frá því að síðast var gerður upp árangur af end- urlífgunartilraunum utan sjúkrahúsa á höfuðborg- arsvæðinu hafa orðið margvíslegar breytingar á þjónustunni. Árið 1996 tók neyðarlínan til starfa sem hefur einfaldað almenningi mjög að hringja eftir aðstoð í hið samræmda neyðarnúmer 112. Á sama tíma var þjónustusvæði neyðarbílsins stækkað þannig að auk Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarness þjónaði neyðarbíllinn nú einnig í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Álftanesi. Einnig var fyrirkomulagi útkalla breytt og tekið upp stefnumótakerfi, sem byggist á að í neyð- arútköllum fara á staðinn tveir sjúkrabílar, neyð- arbíllinn með lækni frá slökkvistöð í Skógarhlíð og síðan annar sjúkrabíll af þeirri slökkvistöð sem næst er. Þetta átti að stytta tímann þar til fyrsti sjúkrabíll væri kominn á vettvang og var talið nauðsynlegt vegna stækkunar höfuðborgarsvæð- isins. Reynt er að hafa bráðatækna ávallt á vakt á slökkvistöðvum í Hafnarfirði og á Tunguhálsi. Ein mesta breytingin á neyðarþjónustunni hefur hins vegar líklega verið tilkoma GSM-síma, en þeir hafa stytt verulega þann tíma sem líður þar til hringt er á hjálp í neyðartilvikum. Þegar síðast var metinn árangur endurlífgunartilrauna á svæðinu var farsímaeign innan við 10% en hefur á rannsóknartímabilinu aukist verulega og var komin yfir 90% í lok þess (1). I ljósi þess að við hjartastopp minnka lífslíkur um 7-10% á hverri mínútu sem líður (2) má búast við því að tilkoma GSM-síma skipti máli varðandi árangur endurlífg- unartilrauna. Aukið hefur verið við þjálfun sjúkraflutn- ingamanna hér á landi á síðustu árum. Mjög hefur fækkað í hópi ófaglærðra sjúkraflutninga- manna. Enn eru einhverjir þó í starfi auk þess sem sjúkraflutningamönnum með aukin rétt- indi, svokölluð neyðarflutningaréttindi, hefur fjölgað umtalsvert. Einnig er kominn til starfa á annan tug bráðatækna sem lokið hafa árs námi í Bandaríkjunum. Þjálfunarkröfur þeirra neyð- arbílslækna Landspítala sem starfa á svæðinu hafa einnig verið auknar. Hafa nýir neyðarbílslæknar allir lokið sérhæfðum námskeiðum í endurlífgun og slysaviðbrögðum, þeir fá sérstaka þjálfun í barkaþræðingum við bráðaaðstæður auk þess sem þeir starfa í 32 klukkustundir undir handleiðslu reynds neyðarbílslæknis áður en þeir hefja störf. Á tímabilinu voru haldin þrjú framhaldsnámskeið í bráðalækningum utan sjúkrahúsa fyrir lækna á neyðarbíl og þyrlu. Einnig hefur verið lengdur sá tími sem neyðarbílslæknar Landspítala starfa, áður fyrr tíðkaðist að starfstími neyðarbílslækna væri oft tveir mánuðir en fór allt niður í tvær vikur. Nú er svo komið að enginn kemur til starfa sem neyðarbílslæknir í skemmri tíma en eitt ár. Með aukinni þjálfun sjúkraflutningamanna og tilkomu hinnar nýju heilbrigðisstéttar neyð- arsímvarða hefur starf neyðarbílslæknis á höf- uðborgarsvæðinu breyst. Áfram er þörf á lækni til þess að sinna flóknustu útköllunum, en stærri hluti starfsins á neyðarbílnum nú felur í sér kennslu og gæðaeftirlit með þjónustu annarra stétta er að bráðaþjónustunni koma. Þjálfun læknanema í bráðalækningum utan sjúkrahúsa hefur verið betur skilgreind og er verkleg kennsla þeirra á neyðarbíl mikilvægur hluti starfa neyðarbílslækna. Árið 2000 voru gefnar út nýjar alþjóðlegar leiðbeiningar um endurlífgun. (2) Voru þær þýdd- ar á íslensku og staðfærðar (3) og hefur það orðið til þess að greiða fyrir endurlífgunarkennslu á landinu. Endurlífgunarráð tók til starfa árið 2002 og hefur unnið gott starf í þágu endurlífgunar á landinu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta ár- angur endurlífgunartilrauna á höfuðborgarsvæð- inu utan sjúkrahúsa, bæði hvað varðar skyndihjálp almennings sem og sérhæfða endurlífgun. Einnig var leitast við að meta áhrif þeirra breytinga sem orðið hafa á neyðarþjónustunni á svæðinu á und- anförnum árum. Efniviður og aðferðir Á árunurn 1999-2002 voru allar endurlífgunar- tilraunir á vegum Landspítala og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) utan stóru sjúkra- húsanna skráðar á framsýnan hátt af vakthafandi neyðarbflslækni. Hófst rannsóknin þegar tvö ár voru liðin frá tilkomu neyðarlínunnar og stefnu- mótakerfis neyðarbílsins þannig að áhrif þeirra 592 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.