Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 15

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 15
Kristnihald undirjökli - í máli og mynd í orði kveðnu vafalaust meira eða minna út á slíkan mátt. En írónían dugar að mínu mati ekki til að réttlæta þennan „alþjóðlega“ og heldur þunglamalega ramma um meginefni verksins. Ef ég lýsi einnig yfir efa- semdum um hina viðbótina, jökulferð Umba, kann einhver að segja að ég sé bara of fastur í jökuldulúð frumtextans, þar sem er ævinlega mikil íjarlægð milli Umba og jökulsins, íjarlægð sem tengist öllum þeim fram- andleika sem Umbi stendur frammi fyrir. Jökulferðina má því kannski skilja sem vissa yfirlýsingu um að hér sé verið að skapa annað verk og „helgidómar“ frumtextans séu viðfangsefni en ekki eingöngu fyrirmynd- ir þess. Eg gæti fallist á það, fyndist mér þessi jökulferð ekki fýrst og fremst afkáraleg og ffekar til þess fallin að rýra gildi kvikmyndaverksins en skapa því nýja vídd eða vera frumleg viðbót við skáldverkið. Með þessu er ég þó síður en svo að fella minn dóm um kvikmyndina sem heild. Sá dómur yrði af mjög blendnu tagi; margt er afar vel gert í þessari mynd en annað er ólánlegt að mínu mati. Líklega er rétt að taka fram að grein þessari er ekki ætlað að vera kvikmyndadómur, þótt ég hafi séð ástæðu tdl að vitna tdl þeirra blaðadóma sem birtust um myndina þeg- ar hún var fýrst sýnd. Umfjöllun mín er fremur hugsuð sem greining á sambandi sögu og kvikmyndar. Þótt ég kunni að hafa ákveðnar skoðan- ir á því sambandi hef ég ekki hirt um að koma þeim skýrt á framfæri í hverju tilviki. A hinn bóginn er engin greining fullkomlega hlutlaus; hún felur ávallt í sér ákveðna afstöðu. Verubrigði í skáldsögunni Kristnihaldi undir Jökli fer mikið fyrir ýmsum hamskipt- um eða „verubrigðum“10 og kvikmyndun skáldsögu er í sjálfri sér veru- brigði; myndin birtdr söguna en breytir henni um leið. Þótt kvikmynda- gerðarmaður setji sér að skapa mynd sem er sannferðug hliðstæða skáldsögu hlýtur hann að breyta sögunni og það má raunar segja að það sé í anda Kristnihaldsins að hinn kviki heimur þess hafi farið í gegnum einhver verubrigði á leið sinni frá texta í kvdkmynd. Það er svo matsat- riði hvort breytdngarnar myndi virkan þátt í nýju heildarsamræmi kvik- myndar sem er í senn aðlögun og nýtt verk á eigin forsendum. Tvö af 10 „Verubrigði" er orð sem notað er í Kristnihaldirm-, sjá umræðu í grein minni „I fugla- bjargi skáldsögunnar. Um Kristnihald undir Jökli“, Umbrot. Bókmenntir og nútími, Reykjavík: Háskólaútgáfan 1999, einkum s. 251-254. 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.