Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 51

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 51
U?7gfrúna góðu eða hiísið... sónusköpun og pólitískum skilaboðum bókmenntatextans eins og hann leggur sig. Harmleikja- og alvörutónninn er sleginn í myndinni strax í upphafi hennar með drungalegri tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar, leikinni af strengjasveit sem vinnur með tilbrigði við stef úr tónverki eftir Jón As- geirsson sem gengur í gegnum myndina. Stefið er sparlega notað og hógvært en verulega merkingarbært eins og kvikmyndatónlist er alltaf og ekki síst í upphafi mynda. Þetta dapurlega stef hljómar undir kynn- ingartextum og upphafssenunni þar sem prófastsfrúin stendur í dimmu herbergi og ber við gluggann. A eftir stefinu sorglega kemur stutt einræða prófastsffúar sem er að tala Hð marrn sinn og segir að predikun hans um að sælir séu hógværir hafi hvorki þá né nú verið sönn og ekki hafi þessi boðskapur sannast á lífi Rannveigar dóttur þeirra. Fimm sinnum kemur prófastsfrúin inn í slíknm innskotsköflum þar sem hún túlkar og metur í endurliti aðgerð- ir Þuríðar og stuðning sinn og prófastsins við þær. Prófastsfrúin, móð- irin, verður þannig eins og innbyggður sögumaður í myndinni en túlk- anir hennar bæta alls engu við það sem myndin segir að öðru leyti. Prófastsfrúin segir eitthvað á þessa leið: Aumingja Rannveig mín .... Aldrei þessu vant hefðum við átt að hlusta á Þuríði .... Af hverju mátti Rannveig ekki eiga drenginn sinn ... Hvers vegna kom þetta íyrir hana Rannveigu mína ... o.s.frv. Móðirin er þannig látin taka sorgþrungna af- stöðu með yngri dótturinni og undirstrika harmsögu hennar. Að minnsta kosti einu sinni slengir hún því svo framan í Þuríði að hún •treysti Rannveigu og bréfiuu hennar og bætir svo við: „Eg trúði aldrei á bréfin þín.“ Eins og áður segir er hlutverk hennar allt annað hér en í sögu Halldórs Laxness sem hefur enga rammafrásögn og enga útvalda persónu sem túlkanda sögunnar. Hvað vinnur handritshöfundurinn með því að úthluta prófastsfrúnni þessu hlutverki? Eg get ekki ímyndað mér annað svar við þeirri spurningu en að verið sé að styrkja persónu Rann- veigar - tvöfalda hana á einhvern hátt. Er þá persóna Rannveigar ekki nógu harmræn eins og hún er í sögunni? Hinn sígildi harmleikur krefst þess að áhorfandinn bæði dáist að og samsami sig við hetjuna. Hetja harmleikjarins verður fyrir ógæfu af því að hún gerir sig seka um dómgreindarskort eða „hamartia“ og hið ranga vai hennar leiðir til fallsins. Skírsla (kaþarsis) áhorfandans í lokin felst sam- kvæmt Aritstótelesi bæði í innsæi og samúð af því að við skiljum hvers 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.