Þjóðlíf - 01.12.1985, Side 12

Þjóðlíf - 01.12.1985, Side 12
stjóm og það getur verið hættulegt lýð- ræðinu. Okkar afstaða er að það eigi að nota markaðinn þar sem hann er brúk- legur. Hins vegar á að setja lýðræðis- legar skorður við því að hann gangi ekki yfir svo að segja hvem mann eins og er að gerast á íslandi núna. Jafnframt segjum við að hluti af því efnahagslega og atvinnulega valdi, sem hefur verið hjá ríkinu, eigi að fara þaðan og út til fólksins; til byggðarlaganna o.s.frv. Okkar stefna er ekki að auka vald skrif- finna í ráðuneytum. Við viljum færa út landhelgi lýðræðisins, eins og ég hef orðað það.“ Það d að auka samneysluna Er þá orðinn nokkur munur á ykkur og Alþýðuflokknum í innanlands- málum? ,Jú, taktu nú eftir því að um leið og við segjum þetta, þá segjum við líka: Það á að auka samneysluna. Við segj- um: Það er ekki hægt að bæta kjör hinna lægst launuðu svo um muni án þess að auka samneysluna stórkost- lega. Það þýðir meiri skatta á þá sem em með mikla peninga og flutning á þeim yfir til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Við erum að segja: Hinn opinberi geiri ríkis og sveitarfélaga á að vera stærri. Annars er hér Hong Kong eða Singapore-þjóðfélag. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem er með þessar áherslur og þetta skapar okkur algera sérstöðu í íslenska flokkakerfinu. Ef við tökum til dæmis Alþýðuflokkinn, þá hefur hann lýst því yfir að það eigi að skera ríkisútgjöld niður í 25% af þjóðarframleiðslu. Sam- tök um kvennalista hafa meira að segja talað um að það þurfi að minnka ríkisút- gjöld. Nú erum við ekki að tala um að þessi starfsemi eigi öll að vera á einni ríkishendi, heldur erum við að krefjast þess að hin samfélagslega þjónusta verði styrkt frá því sem nú er. En það þarf stjóm, það þarf heildarstjóm til að dreifa fjármagninu, taka frá þeim sem em að raka saman fé í þessu þjóðfélagi. Þannig má segja að við höldum uppi því merki sem sósíaldemókratar hafa hald- ið uppi í grannlöndum okkar. Þeir beij- ast fyrir aukinni samneyslu. Við höfum verið einir á verði hér á íslandi í áratugi liggur mér við að segja." Alrœði öreiganna ekki d dagskrd „Deilan um sósíaldemókrata og kom- múnista er sagnfræði,“ segir formaður Alþýðubandalagsins. „Hún hefur ekkert með veruleikann í dag að gera. Við höfum verið með fólk innan okkar raða sem hefur litið á sig sem sósíaldemó- krata, enda er það ekkert skrítið. Sós- íalistafloklomnn var á sínum tíma stofn- aður upp úr Kommúnistaflokknum og vinstra armi Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalagið var svo stofnað upp úr Sós- íalistaflokknum og vinstra armi Alþýðu- flokksins aftur - þeim sem þá var eftir. En svo erum við líka með fólk sem segir: Við erum engir andskotans krat- ar, við erum kommar, og það er fólk sem fyrst og fremst kynntist Alþýðu- flokknum á viðreisnarárunum þegar Al- þýðuflokkurinn kom óorði á það sem kallað er jafnaðarstefna." .. .ekki kommúnistar af austur- evrópskri gerð? „Þeir eru ekki til. Alþýðubandalagið setiu sig skilyrðislaust undir þær lýð- ræðislegu leikreglur sem eru ákveðnar í þjóðfélaginu - skilyrðislaust. Við vilj- um halda hér uppi fjölþátta þjóðfélagi, plúralistísku þjóðfélagi, og það kemur ekkert annað til greina af okkar hálfu. Hins vegar - þótt við sættum okkur við niðurstöður þingræðis og lýðræðis á hverjum tíma, þá áskiljum við okkur allan rétt til að breyta ýmsum hlutum. En lýðræðið og vald fólksins er gnmd- vallaratriðið, það er homsteinninn í stefnu Alþýðubandalagsins. Sósíalismi án lýðræðis er ekki til. Austantjalds er ekki sósíalismi. Þar þrífst ekkert af því sem Karl Marx talaði um; frelsi einstakl- ingsins og frelsi heildarinnar. Niðurstaða okkar á landsfundinum er þessi: Við höfnum hvers konar ofstjóm, bæði í þjóðfélaginu og innan okkar eigin raða. Við höfnum tilraun minni- hluta til að ráða meirihluta. Og það sem kallað hefur verið alræði öreiganna er ekki á dagskrá hjá okkur. Það kemur ekki til greina." Kaupið efst dforgangslista „Þú spurðir um muninn á okkur og Alþýðuflokknum. Við leggjum sem sagt mikla áherslu á samneysluna og hlut- verk ríkisvaldsins í þeim efnum. En ég tel einnig að við séum með miklu þró- aðri hugmyndir um lýðræði en Alþýðu- flokkurinn. Við höfum lagt í það mikla vinnu á undanfömum árum að þróa þá hluti með okkur. Og Alþýðuflokkurinn hefur hallast á erlendu stóriðjusveifina, en við höfum hafnað þeirri leið. Alþýðu- bandalagið telur þá leið hafa brugðist og breyst í martröð. Hlustaðu á ræður formanns Alþýðu- flokksins um þessar mundúr; það er eitt sem hann minnist aldrei á og það er kaup. Það er talað um gengi, það er talað um verðlag, það er talað um skatta, það er talað um húsnæðismál. En hjá okkur er kaupið og kjörin efst á forgangslistanum. Síðan er auðvitað eitt til viðbótar, sem skilur þama verulega á milli, og það er að Alþýðuflokkurinn hefur ekki sömu fótfestu í verkalýðshreyfingunni og við. Að því leytinu erum við miklu líkari krataflokkunum í Skandinavíu, við erum með verkalýðshreyfingunni og hún stendur nær okkur en öðrum flokkum." Þið voruð í ríkisstjóm með Alþýðu- flokknum 1978-79 og ósamkomulagið milli þessara flokka olli mörgum mikl- . . .ég vildi sjd hér ríkisstjórn okkar og Alþýduflokksins og með þdtttöku Kvennalistans. . . .samstarf við markaðsöflin, þessi ómanneskjulegu markaðs— og pen- ingáöfl, sem rdða Sjdlfstæðisflokkn- um núna, kemur ekki til greina af hdlfu Alþýðuhandalagsins. Það er ekki d hlaði. 12 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.