Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Side 60

Fréttatíminn - 17.10.2014, Side 60
F ramleiðendur Honda Civic segja hönnunina á þessari 2014 árgerð vera byltingar- kennda. Að nýja hönnunin endur- spegli ekki aðeins straumlínulögun bílsins, heldur auki hana og að allt hafi verið hannað til að fullkomna loftflæði, sem geri aksturinn stöð- ugri. Ég get ekki fullyrt að þessi straumlínulaga hönnun hafi gert minn akstur stöðugri, en bíllinn er svo sannarlega mjög þægilegur í akstri. Honda Civic hefur lagað sig að breyttum tímum og kröfum neyt- enda um umhverfisvænni bíla með kerfum eins og Idle-Stop og Eco- system. Idle-stop kerfið drepur á vélinni þegar bíllinn er stöðvaður, til að mynda á umferðarljósum, og ræsir hann sjálfkrafa aftur þegar kúplingin er stigin niður. Með þessu nýtist bensínið betur og um leið dregur kerfið úr mengun. Eco-system kerfið breytir litnum á hraðamælinum til að sýna hversu hagkvæmur aksturinn er. Þegar þú hemlar eða gefur snögglega inn verður hraðamælirinn blár en þegar er ekið jafnt og hagkvæmt verður mælirinn grænn. Allt mjög sniðugt. Allar innréttingar og stillanleg sæti og stýri eru til þess hugsaðar að geta lagað sig að ólíkum ökumönn- um en einn helsti kostur bílsins að mínu mati eru færanlegu aftursætin en þeim er hægt að lyfta upp eða nið- ur með einföldu handtaki. Það auðvitað smekksatriði hvort straumlínulag þyki fallegt eður ei. Persónulega er ég ekki mjög hrifin af forminu og skil ekki alveg þessa þörf bílahönnuða að gera alla bíla straumlínulagaða. Kannski því það gerir einmitt aksturinn stöðugri, líkt og framleiðendurnir halda fram. Fyrsti Honda Civic-inn kom á markað árið 1973 og er með fallegri smábílum sem framleiddir hafa ver- ið, en svo varð hann hægt og rólega straumlínulagaður. Ætli hann hafi verið mjög óstöðugur? Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 60 bílar Helgin 17.-19. október 2014  ReynsluakstuR Honda CiviC Straumlínulagaður stöðugleiki Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 16BLSBÆKLINGUR STÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM ÞÚ Þ AR FT BA RA AÐ SKANNA QR KÓÐANN TIL AÐ FÁ NÝJASTA BÆKLINGIN N Í SÍM AN N ÞI NN Nýjasta útgáfan af Honda Civic er sportlegur borgarbíll sem er einstaklega þægilegur í akstri. Hann er nettur en rúmgóður og fylgir kröfum nútíma- neytenda með Eco og Idle-Stop kerfi sem sparar elds- neyti og minnkar um leið útblástur. Hann er samt ekki jafn fallegur og fyrsti Honda Civic-inn sem kom á markað 1973 og varð um leið einn vinsælasti smábíll Evrópu. Honda Civic árgerð 1973. Þessi fyrsti Honda Civic er með fallegri smábílum sem framleiddir hafa verið og varð fljótt vinsæll og þekktur fyrir að vera mjög spar- neytinn. Straumlínulaga hönn- unin er sérstaklega gerð með það í huga að auka stöðugleika bílsins. Það kemur skemmtilega á óvart hversu rúmgóður bílinn er. Farangursrýmið er stórt og það fer vel um farþega í aftursætunum. Mynd Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.