Vísbending


Vísbending - 12.11.2012, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.11.2012, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 4 5 T B L 2 0 1 2 1 Samfélagsvandi Mynd 1: Eiginfjárhlutfall íbúðaeigenda sem keyptu á mismunandi tíma 2000-12 framhald á bls. 4 12. nóvember 2012 45. tölublað 30. árgangur ISSN 1021-8483 Vandi þeirra sem keyptu húsnæði árin 2005-8 er mikill, en þeir keyptu á háu verði. Svavar Gestsson segir frá upplifun sinni af útrásarvíkingum og forseta í Höfn. Íslendingar gætu upplifað einhvern minnsta hagvöxt allra þjóða næstu áratugi. Á Alþingi situr fólk með litla reynslu. Fáir virðast vilja ílengjast á þingi. 1 32 4 Allt frá hruni hefur sú skoðun átt mikli fylgi að fagna að nauðsynlegt sé að leiðrétta stöðu þeirra sem skulda mikið. Vísbending hefur ætíð talið að verðtrygging væri besta trygging bæði lánardrottins og skuldunautar fyrir sanngjarnri endurgreiðslu lána. Hún ætti að gilda því að báðir aðilar undirgengust hana af fúsum og frjálsum vilja. Það sama á við aðrar viðmiðanir, þær eiga að gilda ef báðir aðilar hafa samþykkt þær fyrirfram. Hvers vegna á þá að bæta stöðu lán- takenda núna? Aldrei áður hefur svipuð staða komið upp hér á landi. Íslendingar hafa alltaf talið að áföll eigi þjóðin að taka á sig sameiginlega. Þegar eldgos hófst í Eyjum datt engum í hug að það væri einkamál Eyjamanna. Íbúðir á meginlandinu stóðu opnar fólki sem flúði hrauntungurnar. Stofnaður var Viðlagasjóður og engum datt í hug að tala um að þjóðin hefði ekki efni á því að bregðast við. Allir sem einn vildu landsmenn leggja sitt af mörkum til þess að leysa vandann. Enginn stjórnmálaflokkur skarst úr leik vegna þess að það væri of dýrt fyrir þjóðarbúið. Við bankahrunið breyttust forsendur fyrir lánum hjá einstaklingum og fyrirtækjum um land allt. Á einni nóttu var fótunum kippt undan þúsundum einstaklinga og fyrirtækja án þess að menn gætu nokkuð að gert. Frá upphafi árs 2008 hefur lánskjaravísitalan hækkað um rúmlega 42%. Margir hafa orðið að bæta vöxtum ofan á höfuðstólinn vegna greiðsluerfiðleika og lánin hafa hækkað enn meira. Laun hafa ekki hækkað svona mikið. Launavísitala hefur að vísu hækkað um 33%, en á höfuðborgarsvæðinu hafa laun hækkað minna. Margir þurftu að taka á sig kjaraskerðingu í upphafi kreppunnar með 10 til 15% launalækkun, yfirvinna minnkaði og atvinnuleysi jókst. Alþekkt er að staða þeirra sem tóku gengistryggð lán virtist verri í upphafi kreppunnar. Nú hefur hún batnað við dóma, þó að skuldunautar hafi enn ekki fengið úrlausn í lánastofnunum. Verð mæti þeirra eigna sem að baki fjár festingunum standa hefur í flestum tilvikum minnkað. Óreiðufólk Þrátt fyrir allt þetta virðast margir stjórnmálmenn halda að þeir sem skulduðu á þessum tíma hafi upp til hópa verið óreiðufólk. Svo kostulega vill til að þessir sömu stjórnmálamenn vilja ekki leiðrétta lánin hjá þeim sem voru varkárir heldur helst hjá þeim sem fóru út á ystu nöf. Ekki má breyta lánum þeirra sem hafa „greiðslugetu“. Tökum dæmi. Einstæð móðir hafði fyrir hrun afborganir af láni upp á sjötíu þúsund krónur á mánuði. Eftir föst útgjöld hafði hún á þeim tíma um sextíu þúsund krónur aflögu til þess að kaupa föt, námsbækur og gera sér dagamun. Við hrun hækkuðu lán hennar þannig að greiðslubyrðin jókst um þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Ýmis útgjöld hafa hækkað þannig að nú á hún fimm þúsund krónur eftir þegar föst útgjöld í mat og húsnæði hafa verið greidd. Þessi unga kona hefur „greiðslugetu“. Hún er ekki áhyggjuefni ráðherranna því að hún getur enn keypt sér kók og pulsu og farið í bíó einu sinni í mánuði. Börnin geta verið heima að læra. Þessi kona var svo „óheppin“ að hún átti á sínum tíma fyrir hálfri íbúðinni sinni. Vin- kona hennar hafði tekið 100% lán eða því sem næst. Fyrir kreppu dugðu tekjur hennar varla fyrir afborgunum og nauðþurftum. Reynt hefur verið að rétta hlut hennar og lækka greiðslubyrðina. Eftir afskrift skulda á hún kannski líka fimm þúsund krónur eftir til þess að fara út á lífið. Alvöru tölur Á mynd 1 sést hve mikið eiginfé íbúða- kaup endur sem keyptu sambærilega eign á ýmsum tímum eiga nú. Í öllum tilvikum lögðu kaupendur fram 40% eiginfé. Línu- ritið sýnir hve stóran hlut þeir eiga eftir ef þeir hafa bara greitt vexti á þessu tímabili. Í ljós kemur að þeir sem keyptu á árinu 2004 eða fyrr eru ágætlega staddir. Ætla má að þeir hafi greitt a.m.k. 1% í íbúðinni á ári og því er staða þeirra nokkru betri en myndin sýnir. Staða þeirra sem keyptu á árunum 2005-8 hefur hins vegar versnað mikið. Hafi menn fest kaup á íbúð á árabilinu 2006-8 er Rauði ferillinn sýnir eiginfjárstöðu þess sem tók verðtryggt lán til íbúðarkaupa í janúar á kaupári. Hann gat í öllum tilvikum greitt 40% kaupverðs, en hefur aðeins greitt vexti. Blái ferillinn sýnir stöðuna ef lánið hefði fylgt launavísitölu. Heimild: Útreikningar Vísbendingar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.