Vísbending


Vísbending - 12.11.2012, Blaðsíða 3

Vísbending - 12.11.2012, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G • 4 5 T B L 2 0 1 2 3 en í nágrannalöndunum. Efnahagsstefna Íslands þarf að miða við að hagvöxtur verði meiri en hér er gert ráð fyrir. Hluti af lausninni kann að felast í því að fólk verði að vinna lengur en til 67 ára og jafnvel framyfir sjötugt. Það er reyndar eðlileg afleiðing af þeirri þróun að meðalævin lengist sífellt og heilsa batnar almennt. Mynd 2: VLF á mann í ýmsum löndum árið 2050 Breytt framtíð Goldman Sachs gaf nýlega út spá um verga landsframleiðslu (VLF) árið 2050 í allmörgum löndum. Langtímaspár af þessu tagi eru auðvitað háðar mjög mörgum forsendum, en eitt af því sem liggur sæmilega vel fyrir er líkleg þróun fólksfjölda. Þess vegna er hægt að reikna með ákveðinni framleiðniaukningu á vinnandi mann og finna breytingar á landsframleiðslu útfrá henni. Ný stórveldi Fyrirtækið reiknaði VLF í heild hjá nokkrum stærstu viðskiptaveldum heims. Ekki er langt síðan Kína fór fram úr Japan í landsframleiðslu. Samkvæmt spánni verður Kína komið fram úr Bandaríkjunum upp úr 2040. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við hve margir búa í Kína, en fyrir um áratug var farið að tala um BRIC- löndin, þ.e. Brasilíu, Rússland, Indland og Kína. Þau eru öll ofarlega í þessari spá og hafa farið framúr Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi. Um helmingurinn af hagvexti heimsins undanfarin ár hefur komið frá BRIC-löndunum og því ekki óeðlilegt að ætla að þau verði komin í fremstu röð sem efnahagsstórveldi fljótlega, þó að vissulega sé óvarlegt að gera ráð fyrir því að svo mikill vöxtur geti haldið áfram lengi. Ef spáin rætist verður indverska hagkerfið orðið það þriðja stærsta í heimi um miðja 21. öldina. Að vísu munar litlu á því og evrusvæðinu sem heild, en í næstu sætum lenda Brasilía og Rússland. Indónesía er ekki langt undan. Af öðrum löndum sem GS spáir fyrir um vekur það athygli að Nígería, Egyptaland og Tyrkland munu framleiða meira en Ítalía eftir 40 ár skv. þessari spá. Hvað um Ísland? Miðað við mannfjöldaspá Hagstofunnar mun Íslendingum á vinnualdri (21-66 ára) aðeins fjölga um 20% næstu 38 árin. Ef reiknað er með að framleiðni á vinnandi mann vaxi um 1,4-1,5% fæst að um miðja öldina hefur VLF ríflega tvöfaldast. Á meðan hefur íbúafjöldinn í heild vaxið um 31%. Því eykst VLF/mann aðeins um 61%. Á mynd 2 má sjá að Íslendingar verða eftirbátar nágrannaþjóðanna gangi þessi spá eftir. Á mynd 1 sést hve mikill vöxturinn í landsframleiðslu á mann er samkvæmt spánni. Þau lönd sem bæta sig mest eru nú vanþróuð en hafa verið í mikilli sókn að undanförnu. Hins vegar veldur það vonbrigðum ef Ísland dregst aftur úr öðrum Evrópuþjóðum með þessum hætti. Skýringin er fyrst og fremst sú að aldursskipting meðal Íslendinga er mjög hagstæð núna. Ellilífeyrisþegar eru aðeins tæplega 20% af fjölda vinnandi fólks. Þetta hlutfall hækkar upp í 40% um miðja 21. öldina. Þess vegna er hætt við því að VLF/mann, sem er mælikvarði á lífskjör almennings, muni hækka minna hérlendis Reiknað í Bandaríkjadölum á mann. Heimild: Spá Goldman Sachs og Vísbendingar (Ísland). Mynd 1: Aukning á VLF/mann frá 2012 til 2050 Heimild: Spá Goldman Sachs, útreikningar Vísbendingar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.