Vísbending


Vísbending - 19.11.2012, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.11.2012, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 4 6 T B L 2 0 1 2 1 Ísland - eftirbátur annarra Mynd 1: Röð Íslands og fleiri landa í VLF/ mann 1980 til 2011 Mynd 2: Meðalvöxtur VLF/mann 1981-2011 19. nóvember 2012 46. tölublað 30. árgangur ISSN 1021-8483 Íslendingar hafa á undanförnum áratugum sífellt dregist aftur úr nágrannaþjóðum í hagvexti. Styrmir Gunnarsson hefur skrifað sögu átaka Sjálfstæðismanna á tíma Geirs Hallgrímssonar. Meðal „veikleika“ Geirs var að hann hafði hugsað afstöðu sína til þjóðmála djúpt og í þaula. Þegar Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn sína árið 1980 setti hann tvö ófrávíkjanleg skilyrði. 1 32 4 Hin nýja skýrsla McKinsey bendir á að því miður skorti mikið á að hagvöxtur á Íslandi sé við- unandi. Í 45. tbl. Vísbendingar var bent á að líkur bentu til þess að hagvöxtur á Íslandi yrði minni en í flestum öðrum löndum næstu áratugi. McKinsey skýrslan sýnir að þetta er ekki ný þróun. Þvert á móti hefur Ísland færst niður á við í röðinni sé miðað við verga landsframleiðslu (VLF) á mann undanfarna tvo áratugi. Hagvöxtur á mann er nánast alltaf lakari hér en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Á niðurleið Stærðin VLF/mann er mælikvarði á það hve mikið hver einstaklingur framleiðir á einu ári af verð mætum. Til samanburðar við Ísland eru önnur ríki á Norðurlöndum, Bretland, Frakk land, Holland, Þýskaland, Japan, Bandaríkin og meðaltal 15 Evrópu- sambands ríkja. Þetta eru ríki sem allan þennan tíma hafa svipað stjórnarfar og á Íslandi. Í ljós kemur að fyrstu fjórtán árin var Ísland í fyrsta eða öðru sæti og skiptist um forystu á við Bandaríkin (sjá mynd 1). Árið 1999 lækkar Ísland í fjórða sæti, en nær aftur því þriðja árið 2004. Síðan liggur leiðin að mestu niður á við og árið 2011 er landið komið í 8. sæti í þessum hópi. Þetta þýðir ekki að lífskjör hafi versnað á Íslandi heldur að þau batna hraðar annars staðar. Norðmenn hafa náð að auka lands- framleiðsluna mest af öllum á þessu tíma- bili. Að meðaltali hefur hagvöxtur á mann þar verið 6,3% sem helgast fyrst og fremst af olíuauðnum. Öll önnur lönd eru með meðalhagvöxt á mann þessa þrjá áratugi upp á 4,3 til 4,9%, nema Ísland, en þar jókst VLF/mann aðeins 3,7% á ári. Alltaf lakari Á mynd 2 sést þróun hagvaxtar á mann á fimm ára tímabilum. Hann var mestur fyrsta ára tuginn, dalaði 1991-95, jókst svo á ný, en hefur minnkað stöðugt síðan. Sveiflan er svipuð á Íslandi og á samanburðar svæð- unum. Hérlendis er vöxturinn samt nánast alltaf minni nema frá 2001 til 2005 þar sem Ísland nær prósentubroti meiri hagvexti. Meðal skýringa á þessari afturför nefnir skýrslan að framleiðni á Íslandi er lakari en annars staðar. Þjóðin heldur markvisst niðri lífskjörum með því að halda í bankakerfi sem er allt of stórt og verslanakeðjur sem nota of mikið húsnæði. Með einangrun landsins í gjaldeyrishöftum er líklegt að samkeppni við erlend fyrirtæki verði minni en verið hefur. Íslensk fyrirtæki verða í vernduðu umhverfi og samkeppnishæfnin minnkar. Á sama tíma berst hópur fyrir því að landið verði áfram í viðjum toll- og gengisverndar með ónýtan gjaldmiðil. Vöxtur á Íslandi borinn saman við meðaltal 11 svæða. Heimild: Hagstofan, útreikningar Vísbendingar. Samanburðarhópur – sjá grein. Kaupmáttarjafngildi (e.PPP). Heimild: Hagstofan, útr. Vísbendingar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.