Vísbending


Vísbending - 19.11.2012, Blaðsíða 4

Vísbending - 19.11.2012, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 4 6 T B L 2 0 1 2 haft það unnu aðrir eiginleikar hans gegn því að hann beitti því sér í vil. Hann hafði hins vegar ítrekað sagt að hann væri tilbúinn að víkja fyrir Þorsteini til þess að koma honum að í ríkisstjórn. Þorsteinn hafði ekki þann styrk innan þingflokksins að geta lagt fram nýjan ráðherralista en sagði oftar en einu sinni að hann vildi síst missa Geir úr stjórninni af ráðherrunum. Eftir á að hyggja hefði Þorsteinn eflaust átt að koma strax í ríkisstjórnina haustið 1983, þó að það hefði líka leitt af sér ýmis vandamál. Það er greinilegt að Styrmir telur að Þorsteinn hafi ekki sýnt Geir tilhlýðilega virðingu. Það er auðvitað rétt að formenn eiga að virða forvera sína, en hitt er ekki minna virði að þeir virði eftirmenn sína. Fyrrverandi formenn eiga ekki að stjórna áfram úr aftursætinu löngu eftir að þeir hafa í orði kveðnu hætt. Í upptalningu um veikleika Geirs segir Styrmir: „Hann var stefnufastur á tímum þegar stefnufesta var ekki endilega í hávegum höfð. Hann hafði hugsað afstöðu sína til þjóðmála djúpt og í þaula á tímum sem hömpuðu fremur yfirborðsmönnum. Undir- ferli og neðanjarðarhernaður var honum svo fjarlægt að hann var í raun og veru ófær um að stunda slík vinnubrögð, þótt þeim væri óspart beitt gegn honum.“ Flestir gætu verið hreyknir af slíkum eiginleikum, en það lýsir stjórnmálunum að þetta séu helstu veikleikar Geirs að mati Styrmis. Bókin er lipurlega skrifuð en mörgum mun eflaust finnast óljóst hvert viðfangs- efnið er. Að sumu leyti er það aðkoma Morgun blaðsins að stjórnmálunum, stund- um þjóðmálaferill Geirs, en verður svo þróunar saga Sjálfstæðisflokksins allt fram á þenn an dag. Styrmir er ekki hlutlaus penni heldur þátttakandi allan tímann og er enn. Sumir munu missa sjónar á frásögninni í bókinni því að þeir verða gagnrýnir á það hvernig Morgunblaðið lét sér ekki nægja að segja frá atburðarrásinni en tók virkan þátt í henni. Ekki bara með skrifum heldur stöðugu samráði og ráðgjöf við æðstu menn þjóðar innar. Staða blaðsins á tímum Styrmis og Matthíasar var einstök því að það naut bæði virðingar og áhrifa. Það gleymist oft eins og Styrmir bendir á að stóran hluta af þessum tíma var Geir Hallgrímsson for- maður útgáfustjórnar Morgunblaðsins og lék því lykilhlutverk í því að skapa blaðinu þessa sérstöðu sem það hafði fram á síðustu ár. Engar bækur eru gallalausar en Styrmir á skilið þakklæti fyrir að hafa komið þessum fróðleik á framfæri, sem allir sem hafa áhuga á sögu Sjálfstæðisflokksins eiga að lesa. Vonandi verður bókin til þess að fjallað verði af meira jafnvægi um þetta tímabil í sögu þjóðarinnar. Aðrir sálmar Sannleikurinn er sá Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Í bók Svavars Gestssonar Hreint út sagt segir frá viðræðum við Gunnar Thoroddsen: „Við Steingrímur spurðum Gunnar um málefnin á einum af fyrstu fundum okkar. Þegar Gunnar svaraði tók hann sér langan umhugsunarfrest og talaði hægt. Hann var svo ábúðarmikill að ég var sannfærður um að nú loksins kæmu kröfurnar sem hann vildi halda á lofti: fleiri álver og stækkun herstöðvarinnar – eða hvað? „Sannleikurinn er sá,“ sagði Gunnar, „að það eru einkum tvö mál sem ég ber fyrir brjósti.“ Við Steingrímur sátum eins og drengir á skólabekk tilbúnir með blað og blýant að skrifa niður boðskapinn: „Sannleikurinn er sá, að það eru einkum tvö mál sem ég vil leggja áherslu á. Það er í fyrsta lagi“ – og það mátti heyra saumnál detta – ég var löngu hættur að anda: „Það er í fyrsta lagi að ég hefði talið nauðsynlegt að flytja skipaviðgerðir inn í landið.“ Ég reyndi að fela það hvað ég var feginn og skrifaði skipaviðgerðir inn í landið en beið jafnframt spenntur, að ekki sé meira sagt, eftir framhaldinu: „Í annan stað,“ hélt Gunnar áfram með nýja og enn listrænni pásu, „í annan stað,“ og nú kemur það: „Í annan stað teldi ég að kanna ætti hvort ekki er unnt að flytja flugvélaviðgerðir inn í landið.“ Ég reyndi að láta á engu bera og forðaðist að líta á Steingrím Hermannsson meðan ég skrifaði samviskusamlega: „Flugvélaviðgerðir inn í landið.“ Það voru léttstígir menn sem töltu niður tröppurnar á Víðimel eftir þetta samtal.“ Svavar kynnti miðstjórn Alþýðu- bandalagsins drög að málefnasamningi: „Einhverjir töldu hins vegar ólíklegt að ríkisstjórnin réði við efnahagsvandann en allir ræðumenn voru heldur ánægðir með þessa ríkisstjórn. Enginn notaði það sem rök að það væri sérstaklega gaman að kljúfa íhaldið. Sjálfstæðisflokkurinn var auðvitað eins og flakandi sár: allar hefðarreglur í samskiptum flokka höfðu verið brotnar. Þegar flokkar ræðast við hafa formenn flokkanna þær viðræður á hendi eða einstaklingar í umboði formanna. Gunnar Thoroddsen lét sér hins vegar ekkert fyrir brjósti brenna í þessum efnum.“ bj Almenningur skildi ekki um hvað málið sner ist og sá vann sem átti snjallasta slagorðið. Í kjölfarið kom löng stjórnarkreppa. Geir reyndi að mynda þjóðstjórn, sem var ekki vitlaus hugmynd því að erfiðleikarnir voru miklir. Hins vegar var hún óraunhæf pólitískt, ekki síst vegna þess að Gunnar Thoroddsen bauð á sama tíma sjálfan sig sem forsætisráðherraefni með einhverjum fleiri þingmönnum úr Sjálfstæðisflokknum (en ekki Geir). Svavar Gestsson segir frá því í sinni bók að Gunnar gerði engin alvörumál að skilyrði fyrir stjórnar mynduninni önnur en að hann yrði forsætisráðherra. Mörgum fannst þessi stjórnarmyndun snilldar bragð, en Styrmir bendir á að þetta hefðu allir þingmenn getað gert með því að bjóðast til þess að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar undi því aldrei að hafa orðið undir í baráttu við Geir og kannaði allt frá árinu 1974 grundvöll að sjálfstæðri stjórnarmyndun. Þó að ríkisstjórnin hrökklaðist frá vorið 1983 í 130% verðbólgu og Sjálfstæðis- flokkurinn gengi óklofinn til kosninga og ynni ágætis sigur hafði Geir fallið í 7. sæti í prófkjöri og náði ekki kosningu á þing. Hann hafði gert þau mistök að láta ekki raða í sæti í próf kjörinu, var kannski hræddur um að þannig kæmist Gunnar að, en varð sjálfur fórnar lamb þessarar aðferðar. Um haustið 1983 var Þorsteinn Pálsson kosinn formaður Sjálfstæðis flokksins eftir að Geir lýsti yfir hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Geir var svo utanríkisráðherra í tvö og hálft ár en fór svo í stöðu seðlabankastjóra. Hann lést um aldur fram árið 1990 aðeins 64 ára gamall. Efnistök Styrmis Það er sérstætt og reyndar lýtir á bókinni, að Styrmir velur að byrja ekki á byrjuninni heldur endanum á stjórnmálaferli Geirs. Þó að Sjálfstæðis flokkurinn hefði sex ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sátu hvorki formaður né varaformaður flokksins í ríkisstjórn sem var auðvitað fráleit staða. Styrmi fannst óviðeigandi að ræða þetta eins og Friðrik Sophusson varaformaður gerði á opnum fundi árið 1984. Ritstjórinn vildi leysa þetta mál „á bak við lokaðar dyr.“ Víðar kemur fram að Styrmir er maður fundar- herbergjanna fremur en opinnar umræðu um viðkvæm mál. Með uppsetningu sinni gefur Styrmir það í skyn að Þorsteinn Pálsson hafi ýtt Geir út úr stjórnmálunum. Það er sérstæð túlkun. Staða Geirs veiktist fyrst og fremst vegna undirmála Alberts Guðmundssonar og Gunnars Thoroddsens. Geir hafði líklega ekki sjötta skiningarvit stjórnmálamannsins sem skynjar aðsteðjandi hættu; hafi hann framhald af bls. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.