Vísbending


Vísbending - 28.01.2013, Blaðsíða 1

Vísbending - 28.01.2013, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 4 T B L 2 0 1 3 1 Geirs H. Haarde að nota til þess að opna gjaldeyrismarkaðinn. „Það á að blása nýju lífi í hann. Þetta á að vera varasjóður og mun nýtast til þess að kaupa krónur á markaðinum ef með þarf sem væntanlega verður hægt að selja þegar gengið styrkist. Þetta er ekki hugsað til þess að fjármagna innflutning eða þess háttar.“ Þetta gekk illa eftir, en fyrstu áætlanir AGS stefndu að því að styrkja gengið. Það markmið gleymdist fljótlega og þess í stað var talað um að halda genginu stöðugu. Nú er hætt að tala um þessi markmið. Í viljayfirlýsingu sem gefin var sem undanfari lánsins frá AGS sagði m.a.: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar.“ Undir þessa viljayfirlýsingu skrifuðu þeir Davíð Oddsson og Árni Mathiesen. 28. janúar 2013 4. tölublað 31. árgangur ISSN 1021-8483 Það er öllum mikið gleðiefni að botn sé nú fenginn í Icesave deiluna með góðri niðurstöðu fyrir Ísland. Alþjóðaviðskipti hafa aukist fyrir tilstilli WTO sem hefur í áratugi dreg- ið úr tollum og höftum. Doha-viðræðurnar snúa að landbúnaðar málum og fóru í strand árið 2008. Þær þarf að endurvekja. Sumir skilja alls ekki að það er ferlið sem skiptir máli en ekki afurðin. Við skiljum það vel. 1 32 4 framhald á bls. 4 Dómur sögunnar Líklega verður mánudagurinn 28. janúar eini gleðilegi dagurinn í sögu Icesave-málsins. Allt frá því að þjóðin frétti það í október 2008, að hún gæti skuldað mörg hundruð milljarða króna vegna þess að íslenskur banki gæti ekki borgað erlendum innlánseigendum, hefur depurð fylgt þessu nafni. Bankareikningarnir sem nefndir voru „tær snilld“ af bankastjóranum virtust ætla að innsigla skuldafangelsi þjóðarinnar um langa framtíð. Var þó engin hörgull á tapi þjóðarinnar vegna skulda óreiðumanna. Nettóskuldir hins opinbera hafa aukist úr núlli árið 2007 í um 60% af VLF. Samningar eða svik? „Við erum ekki tilbúin að binda þjóðinni þá bagga sem Bretar eru að tala um því við teljum að það sé okkur ofviða,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í október 2008. Strax haustið 2008 var Íslendingum þó stillt upp við vegg og þeir nánast neyddir til þess að semja. Hollendingar og Bretar notuðu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (AGS) sem vopn í baráttunni, en ljóst er að án fyrirgreiðslu frá sjóðnum hefði staða Íslendinga orðið vonlítil. Í nóvember 2008 var kynnt að samkomulag hefði náðst um að íslensk stjórnvöld ábyrgðust lágmarkstryggingu sem reglur EES-svæðisins mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Þá sagði Björn Bjarnason á vefsíðu sinni: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi - hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta.“ Síðar átti oft eftir að heyrast að samningar væru svik. Brostnar vonir Menn voru bjartsýnir þegar lán kom loks frá AGS. Peningana átti að sögn Samkomulagið byggðist á þessari yfirlýsingu Davíðs og Árna, þings- ályktunartillögum alþingis um að semja og fallast á saminginn við AGS. Enn átti þó eftir að semja og fljótlega heyrðist að kröfurnar yrðu Íslendingum ofviða. Strax í upphafi var slegið fram ýmiss konar tölum og menn áttu erfitt með að átta sig á umfangi hugsanlegra skulda ríkisins. Icesave I, II og III Samkomulag er ekki samningur og vorið 2009 var gengið frá fyrsta formlega samningi um málið. Sá samningur fékk óblíðar viðtökur i þinginu en var loks samþykktur mjög breyttur. Því ber að halda til haga að InDefence taldi þann samning ásættanlegan með fyrirvörunum. Forsetinn staðfesti hann með undirritun sinni. Þessu má aldrei gleyma. Erlendir viðsemjendur Íslendinga féllust ekki á þær breytingar sem alþingi gerði og naga sig nú eflaust í handarbökin fyrir það. Þeir gerðu Íslendinga afturreka og niðurstaðan var samningurinn sem samþykktur var skömmu fyrir áramót Væntingavísitalan 2008-2012 Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagvísar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.