Vísbending


Vísbending - 28.01.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 28.01.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 4 T B L 2 0 1 3 Negotiations. International Lawyer, Vol. 39, No. 4, Winter, 2005. 4 Viðskipti innan atvinnugreina í þessu samhengi kallast á ensku intra-industry trade en viðskipti á milli iðngreina inter-industry trade. Fyrir grundvallarrit um þetta efni sjá: Grubel, Herbert G., and Lloyd, Peter J. Intra-Industry Trade: The Theory and Measurment of International Trade in Differntiated Products. New York:Wiley, 1975. 5 Tadashi ITO, Toshihiro Okubo: New Aspects of Intra-Industy trade in EU Countries, IDE Discussion Paper No.361. 2011, bls. 5. 6 Umræða um stöðu Bretlands í alþjóðaviðskiptum og innan ESB er t.d. hjá Stephen Booth, og Chrisopher Howarth, Trading Places: is EU membership still the best option for UK trade?, Open Europe, London, June 2012 (www.openeurope.org. uk). 7 Grubel-Lloyd index (Grubel and Lloyd op.cit.) reiknað út frá þriggja stafa SITC flokkun vöruviðskipta hjá Hagstofu Íslands. Innangreinaviðskipti mældust 0,168 eða 17% af vöruviðskiptum 2011 og viðskipti á milli iðngreina eru þá 83%. Aðrir sálmar Nýi þjóðsöngurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Einu sinni bjó þjóð í landi fjarri öllum öðrum löndum. Þó að þjóðin væri ekki fjölmenn var hún afskaplega hreykin af því að vera sérstök þjóð. Þess vegna hafði hún sitt eigið þing, eigin fána, eigin þjóðsöng og eigin drottningu. Einn góðan veðurdag uppgötvaði einhver að drottningin yrði fljótlega sjötug og það væri sjálfsagt að þjóðin gæfi henni viðeigandi gjöf á afmælinu. Einum datt í hug að gefa henni góða bók, en í ljós kom að hún átti bók. Loks mannaði einhver sig upp í það að spyrja drottninguna hvað hana langaði mest í. Öllum á óvart svaraði hún um hæl. Ekkert þætti henni jafn vænt um frá þjóðinni og nýjan þjóðsöng. Nú var úr vöndu að ráða. Mörgum fannst gamli þjóðsöngurinn bara ágætur en sumir bentu á að það væri erfitt að syngja hann, sem óneitanlega væri ókostur við þjóðsöng. Svo væri hann líka gamall, hefði verið saminn árið 1874 og væri því alls ekki boðlegur nútímaþjóð. Allmargir risu til varnar gamla þjóðsöngnum og sögðu að hann væri kannski ekki fullkominn og þess vegna mætti breyta einhverju, en engin ástæða væri til þess að semja alveg nýtt ljóð og lag. Einhver vildi þá að leitað yrði til færustu ljóðskálda og lagasmiða um hugmyndir, en hann var hrópaður niður. Þjóðsöngur skyldi saminn af þjóðinni sjálfri. Boðað var til samkomu í höllinni og þangað boðið þúsund manns sem valdir voru af handahófi. Allir máttu leggja eitthvað til. Niðurstaðan var að fólk vildi fallegan, fjörlegan þjóðsöng sem endurspeglaði menningu og yfirburði þjóðarinnar en sýndi samt að hún tæki öllum opnum örmum. Þrjátíu manna þjóðkjörinn hópur trésmiða, lækna, presta, ræstitækna og fleiri samdi svo lag og ljóð. Þegar einhver benti á að lagið væri alls ekki taktvisst og í ljóðið vantaði bæði rím, stuðla og höfuðstafi sagði drottningin að það skipti engu, öllu skipti einstakt ferlið. Tónlistarmenn sem settu út á nýja þjóðsönginn væru öfundsjúkir níðingar sem fyrirlitu þjóðina. Þess vegna fékk þjóðin nýjan þjóðsöng. Á íþróttaviðburðum erlendis brosti fólk þegar hann var spilaður og sagði: Þetta er sérstök þjóð.“ bj framhald af bls. 3 framhald af bls. 1 ávallt veik. Landamæri verka enn sem ósamfella í heimi viðskiptanna. Með fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu geta íslensk útflutningsfyrirtæki styrkt samkeppnishæfni sína yfir landamæri og stuðlað að auknum hagvexti. Heimildir 1 Þessi regla dregur einnig úr líkum á að stór ríki geti gert smærri ríki háð sér með utanríkisviðskiptum með sama hætti og t.d. Þjóðverjar gerðu fyrir seinni heimstyrjöld. Sjá: Albert O. Hirschman. National Power and the Structure of Foreign Trade. University of California Press, 1945, p. 34-40. 2 Nánar um þetta efni sjá: F.V. Meyer, International Trade Policy, London: Croom Helm, 1978. Kafli 1 og 6. 3 Fyrir yfirlit sjá: Apostolos G., International Trade in Banking Services and the role of the WTO: Discussing the Legal Framework and Policy Objectives of the General Agreeement on Trade in Services and the Current State of play in the Doha Round of Trade 2009 á alþingi en felldur með 99% atkvæða þeirra sem afstöðu tóku í þjóðaratkvæði. Upp úr því var ákveðið að leggja meiri vinnu í viðræðurnar en áður og leita til lögmanns sem mikla reynslu hefði af slíkum samningum. Þeir samningar komu til atkvæða hjá þjóðinni árið 2011 eftir að hafa verið samþykktir af þorra þingmanna, en framsóknarmenn, sem stutt höfðu ferlið fram að því, heyktust á því að standa með sínum samningamönnum í lokin. Þessir samningar voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu með um 60% atkvæða. Þá strax var sýnt að líklegast myndi þrotabú Landsbankans geta greitt nær allar kröfurnar samkvæmt þeim samningum. Þess vegna sparaði þjóðin í heild sér lítið við að segja nei, þó að því beri að halda til haga, að auðvitað hefðu heimtur úr þrotabúinu getað orðið minni en talið var. Með sama hætti bauð höfnun samninga heim hættunni af því að dómur félli Íslandi í óhag og kjör yrðu lakari en vænta mátti. Fyrir kosningarnar höfðu lánshæfis- mats fyrirtæki sagt að þau mynd lækka mat á Íslandi í svonefndan ruslflokk ef samningurinn félli. Þetta gat verið dýrkeypt. Ritstjóri Vísbendingar sagði í grein í Fréttablaðinu: „Ef samningnum er hafnað hefur matsfyrirtæki boðað að lánshæfi Íslands fari í ruslflokk. Tryggvi Þór Herbertsson hefur reiknað það úr að fjármögnunarkostnaður ríkisins verði 27- 43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum.“ Þessi hætta sem virtist yfirvofandi fyrir kosningarnar kom aldrei fram, því að fyrirtækin breyttu ekki lánshæfismati sínu vegna Íslands. Þau hafa væntanlega talið að mat á eignum Landsbankans væri nærri lagi. Dómur eða marklaust álit? Áður en dómur féll á mánudaginn lýsti forseti Íslands því yfir að niðurstaðan yrði merkingarlaust álit sem hefði lítið gildi í raun. Fleiri voru sama sinnis. Skafti Harðarson sagði á bloggi sínu á Eyjunni: „Ólafur Ragnar hafði rétt fyrir sér um að í Icesave-málinu hefur úrskurður EFTA- dómstólins í raun litla þýðingu. Hann er aðeins álit dómstólsins (eða meirihluta hans) á því hvort Íslendingar hafi með meðferð málsins, t. d. neyðarlögunum, brotið EES-samninginn.“ Þegar Ísland vann horfir málið auðvitað allt öðruvísi við. Dómurinn er sannarlega marktækur og hinir vísu dómarar staðfestu það sem við vissum alltaf. Það er sannarlega jákvætt að hafa losnað við að hafa Icesave-málið hangandi yfir þjóðinni. Árum saman hefur það hvílt á almenningi eins og mara. Nú sést að hagur þrotabús Landsbankans er svo góður að búið á miklu meira en fyrir innistæðunum. Þannig að hin peningalega niðurstaða kemur fyrst og fremst kröfuhöfum til góða. Reynslan sýnir samt að í hvert skipti sem Icesave ber á góma fyllist þjóðin svartsýni. Það sýnir mynd á forsíðu af væntingavísitölunni. Vonandi fyllist fólk nú heilbrigðri bjartsýni og heldur ekki að sér höndum af ótta við að allur ávinningur fari í skatta vegna hinnar tæru snilldar Landsbankans.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.