Vísbending


Vísbending - 28.01.2013, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.01.2013, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G • 4 T B L 2 0 1 3 3 framhald á bls. 4 mun lengra en t.d. í GATS. Samt sem áður eru viðskipti innan þjónustugreina þar ekki eins opin eða samþáttuð og vöruviðskipti. Þessu finna Bretar fyrir en þeir eru mjög háðir þjónustuviðskiptum og hafa mesta hlutdeild þeirra af öllum löndum ESB6. Til að efla innri markaðinn þurfa þjónustuviðskipti að þróast líkt og viðskipti með vörur hafa gert. Staða Íslands Íslendingar gerðust aðilar að GATT árið 1964. Innan GATT/WTO hafa Íslendingar m.a. barist fyrir tollalækkunum á fiskafurðum. Mikilvægi alþjóðasamstarfsins innan GATT/ WTO er ótvírætt, ekki síst fyrir lítil opin hagkerfi eins og það íslenska. Samt sem áður varð mönnum snemma ljóst að hag útflutningsgreina væri enn betur borgið með því að ganga í EFTA þar sem helstu viðskiptaaðilar okkar voru fyrir. Þegar helstu aðildarlönd EFTA gengu í ESB var innganga á Evrópska efnahagssvæðið (EES) eina leiðin til að tryggja viðskiptahagsmuni landsins. Ef Ísland hyrfi úr samstarfi við Evrópuþjóðir innan EES eða ESB féllu íslenskar útflutningsafurðir undir MFN-reglur sem þýddi hærri tolla, þótt MFN-tollar hafi lækkað verulega. Verðlækkun (til framleiðenda) vegna MFN-tolla getur ráðið úrslitum um samkeppnishæfi og hagnað eða tap á rekstri útflutningsfyrirtækja. Auk þess eru margs konar aðrar viðskiptahindranir en tollar sem enn er ósamið um innan WTO. Mikil fjölgun fríverslunarsamninga milli aðildarríkja WTO sýnir að enn er langt í land með að náðst hafi á alþjóðavettvangi almennt viðskipta frelsi, sem fullnægi þörfum útflutningsatvinnuvega. Stæðu Íslendingar einir utan EES eða ESB væri nauðsynlegt að gera fríverslunarsamninga við einstök mikilvæg viðskiptalönd. Hins vegar er samningsstaða lítils lands afleit þar sem aðgengi að innanlandsmarkaði Íslands hefur enga þýðingu fyrir framleiðsluaðila í viðskiptalöndum okkar. Þessi staða yrði stórt skref aftur á bak fyrir íslenskan útflutning sem kæmi m.a. annars fram í mun hærri viðskiptakostnaði en er í dag. Íslendingar eiga velferð og afkomu sína fyrst og fremst undir utanríkisviðskiptum. Að vísu skiptir litlu máli hvort vel rekið fyrirtæki starfar á innanlandsmarkaði eða flytur út. Hér ræður úrslitum að takmörkun á stærð innanlandsmarkaðar veldur því að erfitt er að fá fram lágmarks stærðarhagkvæmni og samkeppnishæfni á mörgum sviðum úrvinnslu og þjónustu. Vöruútflutningur héðan byggist að mestu á frumvinnslu (ál) eða annarri nýtingu náttúruauðlinda svo sem fiskveiðum. Þjónustuviðskipti hafa þó farið vaxandi og ber ferðaþjónustu þar einna hæst. Vöruútflutningur er nær eingöngu á milli iðngreina eða yfir 80%7, sem sýnir mikla sérhæfingu og einhæfni í útflutningi. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem skilyrði fyrir viðskiptum innan iðngreina sem einkenna samþætta markaði og framleiðslu á stórum svæðum eru yfirleitt ekki fyrir hendi í litlum hagkerfum. Því er ekki að vænta þess efnahagslega ávinnings sem marghliða samþætting við önnur hagkerfi, svo sem innan ESB, gæti skapað. Þetta þýðir ekki að ekki sé hægt að auka verðmætasköpun og efla viðskiptatengsl með útflutningsvörur Íslendinga. Mikið hefur áunnist t.d. á sviði fiskiðnaðar þar sem sérhæfð framleiðsla fer nú milliliðalaust til neytanda í stað hreinnar frumframleiðslu t.d. á fiskblokkum. Hindrunarlaus viðskipti eins og á innri markaði ESB eru þó forsenda fyrir velgengni innlendra útflutningsfyrirtækja hvernig sem framleiðslu þeirra er að öðru leyti háttað. Leiðin til framfara Í kjölfar hrunsins 2008 versnuðu lífskjör hér á landi. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig Ísland hefur dregist aftur úr öðrum ríkjum á Norðurlöndum í hagþróun. Ljóst er að gera þarf mikið átak í atvinnulífi til að ná aftur sambærilegum tekjum og eru í nágrannalöndunum. Frjáls markaðsaðgangur og efling útflutnings sem skilar tekjum inn í íslenska hagkerfið eru lykill að árangri á þessu sviði. Eins og áður sagði er EES- samningurinn ófullnægjandi til framtíðar og reyndar óvíst að ESB hafi áhuga á að viðhalda þeim samningi. Með fullri aðild að ESB næst einkum tvennt: Þátttaka í myntsamstarfi og aðild að ákvarðanatöku innan ESB. Íslendingar geta með aðild að myntsamstarfinu fengið traustan og stöðugan gjaldmiðil í hendur og þar með leyst vandamál óstöðugleika og verðbólgu sem hefur verið afar kostnaðarsamt vandamál allt frá því að landið hlaut sjálfstæði árið 1918. Aðild að ákvarðanatöku og stjórnmála- legu samstarfi innan ESB gefur einnig einstakt tækifæri fyrir lítið land að láta rödd sína heyrast á alþjóðavettvangi. Engum dettur í hug að lítið land eitt og sér hafi afgerandi áhrif innan ESB. Með samvinnu við þjóðir sem við eigum samleið með geta Íslendingar aftur á móti haft umtalsverð áhrif til framgangs hagsmunamála sinna. Lokaorð Mikið hefur áunnist innan GATT/ WTO-samstarfsins. Smáríki eru mjög háð alþjóðaviðskiptum og staða þeirra hefur styrkst með frjálsari viðskiptum og beitingu bestu kjara reglunnar sem tryggir aðeins tvö stig viðskiptaréttinda. Með samruna við stærri efnahagsheildir eins og ESB er hægt að ná mun betri árangri en fæst eingöngu gegnum GATT/ WTO-aðild eða í fríverslunarsamningum við einstök ríki á sviði vöru og þjónustu, þar sem samningsaðstaða smáríkja er Mynd: Þjóðartekjur á Norðurlöndum á mann í USD 1995-2011 Miðað við jafngildisverðlag (PPP). Heimild: Vefgagnagrunnur World Bank

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.