Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 40

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 40
MENNING DULHEIMAR: Miðlar eru nú í felum Viötal viö Leif Leópoldsson garyrkjumann, sem býryfir skyggnigáfu - Frá því ég man eftir mér hefégfundið fyrir að ég skynjaði hluti, sem aðrir sáu ekki, segir Leifur Leópoldsson 22 ára gamall garðyrkjumaður, sem sagður er búa yfir skyggnigáfu og er á kafi í dul- hyggju og heildrænum frœðum. Hann er miðill , þó ekki transmiðill segja kunnuáttumenn í faginu. Pjóðlíf náði „hérvistarsambandi“ við þennan unga miðil og spurði um upphafið: -Böm em opnari og sjá og skynja meira en þeir sem eldri em. Til að byrja með var þetta vandamál hjá mér því hvorki ég né aðrir gerðu sér grein fyrir þessu. Ég er alinn upp í Borgarfirði og ættingjar mínir em afskaplega jarðbundnir og þannig séð ekkert í umhverf- inu sem ýtti undir skyggni mína eða dulrænar gáfur. - í bemsku var ég myrkfælinn og sérstak- lega kvíðið bam. Ég átti í miklum vand- kvæðum með svefn og leita þurfti að lokum læknisráða til að ég gæti sofnað á kvöldin. Reyndar veit ég núna að þessi næmleiki hélt fyrir mér vöku í byrjun en hann gekk í bylgj- um sem betur fer. Foreldrar mínir fóru með mig um síðir til bamasálfræðings, sem ekkert gat fundið út úr málinu sem von var. Pað tók mig mörg ár að horfast í augu við þá staðreynd að ég gæti séð og fundið meira en annað fólk. Seinna á unglingsámnum tók ég smám saman eftir því að ég gæti að ein- hverju leiti skynjað hugsanir fólks. Þegar ég var í vinnu vissi ég t.d. oft hvað einn verk- stjórinn minn ætlaði að segja mér rétt áður en hann opnaði munninn. Hitt ber að athuga „að mjög margir hafa einhveija hæfileika á þessu sviði“. Það er að vísu mjög erfitt að rækta þetta. Ég get nefnt dæmi, eitt sinn er ég ákvað að reyna að sannfæra eitt skyldmenni mitt um hugsanaflutning þar sem mér fannst ég vera í góðu stuði til þess. Bað ég mann- eskjuna um að teikna einhvert einfalt tákn á blað og nefndi X sem dæmi og hugsaði stíft um það. Þegar ég kom inn í húsið sem við vorum í var ofarlega í huga mér mynd af gyðingastjömu og var svo einnig er ég út- skýrði tilraunina. Nú bregður svo við að ég á í mestu erfiðleikum að losna við þessa mynd úr huganum í tilrauninni. Þetta endaði með því að ég nefndi bara X. Það var náttúrulega vitlaust og spyr ég þá hvert táknið hafi verið. Svarið var gyðingastjama. Tilviljun? Dæmi hver eins og hann vill. - Það var stundum óþægilegt hve næmur ég er á fólk og líðan þess. Ef ég hitti sorgbitna mannsekju varð ég sjálfur miður mín og ég man til þess að hafa komið inn í herbergi, þar sem margir vom saman komnir að það setti að mér óstöðvandi hlátur. í ljós kom að fólk- ið hafði verið að segja brandara áður en ég kom inn. -Draumfarir mínar og vökudraumar vom og em með ólíkindum. Mig dreymdi ferða- lög; til að byija með að ég væri staddur á einhverjum stöðum heima eða erlendis og talandi við fólk. Þetta em draumar með nokkuð fullkomnum söguþræði og í lit. Gjörólíkir draumum þar sem maður er að veltast í atburðum og tilfinningum. í draum- unum er ég sjálfur oft þátttakandi og stjóma atburðarás að nokkm leyti. Ég verð stundum yfir mig þreyttur daginn eftir sh'kar draum- farir. Man ég eftir einu skondnu dæmi þegar 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.