Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 15
INNLENT „Nefndin skal skila Alþingi skýrslu um niðurstöðursínarfyrir lok septembermánaðar1988“. Guðrún Helgadóttir, NíelsÁ. Lund og Kristín Halldórsdóttir flutningsmenn tillögunnará Alþingi um skipan rannsóknarnefndar. Rannsóknarnefnd á þingi Tillaga á Alþingi um skipan rannsóknarnefndar til að kanna hugsanleg stjórnar- skrárbrot. Tillögumenn vilja taka af allan vafa um vilja lög- reglunnar til að virða stjórnar- skrá landsins og friðhelgi fólksins í landinu Þrír þingmenn, þau Guðrún Helgadóttir, Kristín Halldórsdóttir og Níels Árni Lund hafa lagt frani tillögu til þingsályktunar um skipan sjö manna rannsóknarnefndar til að kanna hvort ásakanir um að lögreglan hafí brotið gegn 66. grein stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífsins, eigi við rök að styðjast. „I nefndinni skulu eiga sæti einn þingmað- ur frá hverjum þeirra stjórnmálaflokka er fulltrúa eiga á Alþingi, en dómsmálaráð- herra skal skipa sjöunda manninn og skal hann vera formaður nefndarinnar. Nefndin skal kanna hvort þess séu dæmi að pers- ónunjósnir séu stundaðar, sími hleraður, póstur rannsakaður eða á annan hátt sé gengið á rétt einstaklinga til persónulegrar friðhelgi án þess að dómsúrskurður eða sér- stök lagaheimild liggi fyrir. Nefndinni er heimilt að kalla fyrir embættismenn og aðra þá er hún telur geta varpað ljósi á málið-', segir í tillögunni. I greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Hvarvetna í samfélögum, sem kenna sig við lýðræðislegt stjórnarfar, er fyrrgreint ákvæði eitt af grundvallaratriðum mannréttinda og frelsis einstaklingsins til að lifa lífi sínu án íhlutunar yfirvalda. í lýðræðisríkjum eiga menn að hafa óskorað frelsi til orða og at- hafna, svo fremi að það brjóti ekki í bága við landslög. Andhverfa lýðræðisríkisins er lög- regluríkið, þar sem stjórnvöld og lögregla hirða hvergi um mannhelgi eða frelsi til orðs og æðis, heldur beita valdi sínu í eigin þágu án minnsta tillits til mannréttinda. Enginn Islendingur velkist í vafa um hvort stjórnar- farið hann kýs fremur og öll viljum við standa vörð um þá þjóðfélagsgerð sem við höfum kosið okkur, þjóðfélag lýðræðis og þingræðis. Það er því alvarlegt mál, sem krefst rann- sóknar Alþingis þegar virt tímarit. í þessu tilfelli tímaritið Þjóðlíf 2. tölublað 4. ár- gangs, birtir viðtal við einstakling sem full- yrðir að hann hafi orðið fyrir persónunjósn- um lögreglu, sími sinn hafi verið hleraður og Fólk í viðskiptalífinu, fólk í vinstri flokkum, fólk í hægri flokkum, hvarvetna virðist grun- ur vakna um að síminn sé hleraður án þess að fólk geri sér grein fyrir tilefni eða hverjir hleri símann. í umfjöllun Þjóðlífs í síðasta tölublaði komu símhleranir við sögu og margir hafa síðan haft samband við tímaritið og kveðast sannfærðir um að síminn hafi verið hleraður hjá þeim. Fyrir nokkrum árum kvörtuðu að- allega einstaklingar á vinstri væng stjórn- mála undan slíku, en það virðist ekki lengur hægt að greina þann mun á kvörtunum und- an þessu. Þá hafa menn úr viðskiptalífinu m.a.s. kvartan undan símahlerunum. Menn með sérþekkingu á sviði símtækni telja sáraeinfalt að hlera síma hérlendis. Símainntak í húsum mun hvergi vera innsigl- að hér á landi þrátt fyrir ákvæði í reglugerð hér um. Með því að komast inn í símainntak- ið, sé ekkert einfaldara en koma fyrir ein- póstur skoðaður án þess að dómsúrskurður hafi verið felldur eða heimild veitt ..." í lok greinargerðarinnar segir m.a.: ... „Það hlýtur því að vera okkur öllum í hag, lögreglunni og landsmönnum öllum, að úr því sé skorið svo ekki sé um villst að lögregl- an virði stjórnarskrá landsins til hins ítrasta og standi vörð um mannéttindi okkar og frið- helgi einkalífs ... í trausti þess að unnt verði að taka af allan vafa um vilja lögreglunnar til að virða stjórnarskrá landsins og friðhelgi fólksins í landinu er þessi tillaga flutt". -óg földum búnaði til hlerunar. Til hlerunar af þessum toga þarf enga sérstaka sérþekkingu eða fullkomna tækni. Með fullkomnari tæknibúnaði er þetta jafnvel enn einfaldara.. Þá er einnig til í dæminu að síminn hafi verið leiddur í einbýlishús með svokallaðri „kambtengingu", þannig að línur í næstu hús liggi um annað hús. Dæmi af þessum toga er frá því fyrir nokkrum áratugum, er upp komst að símalína til v-þýska sendiráðsins lá um kjallara sovéska sendiráðsins. Þegar lögreglan hlerar síma, — að fengn- um dómsúrskurði — er síminn hleraður á viðkomandi símstöð. Það skal tekið fram að flestir þeir sem Þjóðlíf talaði við og töldu símann hjá sér hafa verið hleraðan, voru þeirrar skoðunar að einhverjir aðrir aðilar en lögreglan hefðu verið þar að verki. - óg Kvartað undan hlerunum Fólk úr öllum þjóðfélagshópum kvartar undan símhlerunum 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.