Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 19
INNLENT Rafmögnuð spenna: Tölvurnar gefa starfsmönnum mótsins fyrirmæli um hvaða Uppgjörið Fyrir síðustu umferðina var Novag Forte B efst með átta og hálfan vinning en Kaspar- ov Turbo King kom skammt á eftir með hálf- um vinningi minna. Aðrar tölvur áttu ekki möguleika á sigri. Andstæðingur Turbo King var annar Kasparov, Turbo 24 sem hafði gengið hroðalega seinni hluta mótsins. Turbo King malaði Turbo 24 sem var ger- samlega heillum horfin þegar hér var komið sögu. Á meðan áttust við Forte B og enn einn Kasparovinn, Express 16, sem kom einna mest á óvart allra þátttakenda. Kasparov hafði hvítt og náði rýmri stöðu og allt virtist stefna í að hann tryggði fjölskyldunni sigur á mótinu. En Forte B snéri á Kasparov eftir hrikalegan afleik heimsmeistaranefnunnar og tryggði sér sigur. Þjóðlífsmeistarinn tók sigrinum æsingalaust og allt viðmót hans var afar prúðmannlegt, sem og annarra kepp- enda. Pess ber að geta að reykingar voru stranglega bannaðar á skákmótinu. Verðlaunatölvurnar Novag Forte B er af þekktri skáktölvufjöl- skyldu og sigur hennar kom ekki á óvart. Hún hefur gott stöðumat, yfirgripsmikla byrjanaþekkingu og teflir oft listavel í enda- taflinu. Helsti ókostur Forte B er verðið en hún var dýrasta skáktölvan sem þátt tók í mótinu. Kasparov Turbo King stóð sig afar vel og tefldi oft glæsilega í anda nafngjafans. Enda- taflið vill hinsvegar stundum vefjast fyrir henni eins og svo mörgum skáktölvum. Fidelitytölvurnar komu mjög vel út; þótt sumir hafi búist við frekari afrekum Par Excellence. Elegancetölvan var sú eina sem vann sigurvegarann og gerði auk þess flest jafntefli, fjögur talsins. Hér ber þess að geta að tölvur semja aldrei „stórmeistarajafn- tefli", heldur tefla hverja skák í botn. Þannig gera þær ekki jafntefli nema með því að þrá- leika eða halda áfram þangað til staðan á borðinu eru fræðilegt jafntefli. Eins og fyrr sagði er þetta í fyrsta sinn sem haldið er skáktölvumót hérlendis. Ekki er þó hægt að tala um „íslandsmeistara" enn sem komið er, enda allir þátttakendurnir innflytj- endur án ríkisborgararéttar. Pjóðlíf mun hinsvegar áfram fylgjast með þróun skák- tölva — og strax í næsta blaði verður sagt frá því hvernig Novag Forte B gengur að verja titil sinn. Pegar þetta er skrifað er verið að leysa áskorandann út úr tolli. Hrafn Jökulsson 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.