Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 26

Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 26
ERLENT skyldu sinnar er staöa þeirra svona ámóta og ef við pössum upp á einhvern hlut sem við þurfum að nota.t.d. þvottavél, en ekki vegna þess okkur sé ekki að öðru leyti nokkurn veginn sama um hann. Konur í Þriðja heiminum sækjast lítt eftir völdum og áhrifum út á við og af þeirri ein- földu ástæðu, að karlmenn þeirra myndu vera fljótir að berja alla slíka viðleitni niður vegna þess að konur hafa ekki vit á stjórn- málum, hvað þá heldur að þær geti stjórnað. Það hvarflar ekki að neinum heilvita manni á þeim svæðunr og þarf raunar ekki að fara alla leið þangað til að finna þetta afdráttarlausa hugarfar. Rétt er að hafa á bak við eyrað að hér er auðvitað alhæft. Konan í flestum ríkjum Þriðja heimsins getur sem sagt verið góð til síns brúks á heim- ilinu. og þó umfram allt ef hún gætir þess að fara ekki inn á svið karlmannsins. Sjálf er hún innilega þakklát ef hún fær eiginmann, sem með dyggri aðstoð hennar sér fyrir henni og sístækkandi barnahópi. Hún skal vera honum undirgefin í ævafornri merkingu þessa og gæta vandlega að mis- bjóða ekki karli sínum með því að halda hún viti eitthvað í hausinn á sér. Þar með er eiginlega upp talið hvað konan getur og hugmyndir hennar um þetta líf mót- ast af því enda sættir hún sig yfirleitt möglun- arlaust við sitt hlutskipti. Konur í þessum löndum þjást ekki af krankleika sem er land- lægur í iðnvæddum samfélögum og kallast skólaþreyta eða námsleiði af þeirri augljósu ástæðu, að til þess að læra gefst sjaldan tæki- færi. Þegar best lætur eru konurnar í Þriðja heiminum enn á því stigi sem við vorum fyrir áratugum: þegar menntun og öflun þekking- ar var ekki aðeins æskileg í hugunum, hún var það sem fólk þráði. oft öðru heitar en var ekki innan seilingar nema hjá tiltölulega fá- um. Sums staðar í Asíulöndum hefur draumur- inn ekki einu sinni komist almennilega upp á yfirborðið. Þegar lífsbaráttan snýst um að hafa í sig og á og gengur ekki nema stundum, er að margra mati út í hött að láta sig dreyma um annað en hafa til hnífs og skeiðar. Börn — hvort sem eru stúlkur eða drengir, þótt stúlkurnar séu enn verr settar, ef nokkuð er, fara ekki í skóla, nema þar sem efnameiri fjölskyldur eiga í hlut. Nú skal náttúrlega að því hugað, að þótt heiminum sé af mikilli ósvífni skipt niður í númer, eins og nafngiftin Þriðji heimurinn ber með sér, eiga þessar yfirlýsingar ekki við alls staðar. Það skal og haft í huga að réttur kvenna samkvæmt lögum á víðast að heita til jafns á við karla. Sem betur fer er ástandið til að mynda í Arabaríkjum, sennilega að Jemenlöndunum þó frátöldum, allt öðruvísi. Staða kvenna er þar kannski ekki öldungis eftir okkar höfði, en menntun allra — ekkert síður kvenna en karla — er sinnt þar af miklum krafti. Auð- vitað ræður olíuauður þeirra meginmáli. Sirimavo Bandaranaike: hæstráðandi á Sri Lanka 1959-65. Tími hennar er liðinn og stjórnviskan varla til að falla í stafi yfir. Þriðji heimurinn er fullur af andstæðum og þversögnunr. Þrátt fyrir að ekki sé ýkt um önrurlega stöðu kvenna í löndum þriðja heimsins í austur og suðaustur Asíu hafa konur verið áhrifavaldar eða jafnvel stjórn- endur. í fimm löndurn þar sem býr hvorki meira né minna en fimmtungur mannkynsins alls. Hvernig getur þetta þá komið heim og saman? Indira Gandhi er vitaskuld nafntoguðust þessara kvenna, en hún stýrði Indlandi 1966- 77 og aftur 1980-84. Indland er annað fjölbýl- asta land í heimi með um 800 milljónir manna. Corazon Aquino tók við forsetaembætti á Filippseyjum fyrir röskum tveimur árum. Um sextíu milljónir íbúa eru á Filippseyjum. Sirimavo Bandaranaike var hæstráðandi á Sri Lanka frá 1959-1965. Sri Lankar eru á sextándu milljón. Benazir Bhutto er atkvæðamestur stjórn- arandstöðuleiðtogi í Pakistan og hefur verið frá því hún fékk að snúa heim úr útlegð fyrir þremur árum og tók við stjórn ppp-flokks- ins. í Pakistan búa tæpar 100 milljónir. Hasina Wajid stjórnar stærsta stjórnarand- stöðubandalaginu í Bangladesh. en átta flokkar vinna innan vébanda Awamiflokks- ins. Khalida Zia er forsvarsmaður Þjóðar- flokksins, sem er bandalag sjö flokka. Engir aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar eru jafn at- kvæðamiklar og þær stöllur. íbúar í Bangla- desh eru um 105 milljónir. A Sri Lanka hefur ekkjan Janaki Rama- chandran nýlega tekið að sér forystu tamíla að eiginmanni sínum myrtum, og þótt hún sé sennilega ekki hugsanlegur þjóðarleiðtogi Janaki Ramachandran: hefur nýlega tek- ið að sér forystu tamíla á Sri Lanka. eins og þær gætu verið — að minnsta kosti fræðilega séð, Bhutto í Pakistan og Hasina og Khalida í Bangladesh, er ekki úr vegi að geta hennar hér. Það má auðvitað endalaust velta fyrir sér, hvernig það getur orðið að konur í þessum löndum, sem undantekningarlítið eða jafn- vel undantekningarlaust, eru rakin karl- mannasamfélög, hafa komist í þessa kynd- ugu/völtu stöðu. Þessar konur eiga allar eitt sameiginlegt: Þær eru allar nánir ættingjar manna sem hafa verið við stjórn í viðkomandi landi og hafa verið myrtir. Að vísu er Indira Gandhi und- antekning, Nehru sálugi, faðir hennar dó ósköp heiðarlegum dauðdaga og Indira hafði verið kosin á þing fyrir lát hans. Á hinn bóginn er óhugsandi að hún hefði tekið við, eftir örstutt stjórnartímabil Shastri, ef hún hefði ekki verið Nehrusdóttir. Indira Gandhi átti reyndar eftir að sanna það, að hún var stórmerkilegur stjórnmálaforingi, sem hafði tögl og hagldir í Indlandi á stjórnarárum sínum. Menn geta deilt um hana og aðferðir hennar, sem einatt voru ekki sérlega geðslegar. En um hæfileika hennar efast menn naumast af nokkurri sanngirni. Það er fróðlegt að íhuga, hvort karlmaður sem hefði gripið til sams konar ráða og hún hefði sætt sams konar dómum. Ég leyfi mér að draga það í efa. Fyrri stjórnartíð Indiru Gandhi mun áreiðanlega vera talin til betri tímabila á Ind- landi. Hún stýrði af mikilli útsjónarsemi, hagur milljónanna var stórbættur, menntun efld, staða kvenna bætt og fitjað upp á nýjum atvinnugreinum. Á vettvangi alþjóðamála varð hún fyrir- 26

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.