Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 106

Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 106
106 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir lauk nýverið við doktorsrit- gerð þar sem hún rannsakaði náttúrutengda ferðamennsku með hliðsjón af hugtakinu þolmörk ferðamennsku og hvað ferðamannastaðir þola mikinn fjölda ferðamanna. Ég tel að við getum tekið á móti einni millj ón erlendra ferða­manna en það er háð því hvenær árs ins þeir koma og hvert á land þeir fara,“ segir Anna Dóra Sæþórs­ dóttir, dósent í ferða málafræðum við Háskóla Íslands. Hún segir að um helm ingur erlendra ferða­ manna komi hingað til lands með flugi yfir sumartímann – í júní, júlí og ágúst – en hinn helmingurinn dreifi st á hina níu mánuði ársins. „Álagið er mjög mikið þessa þrjá mánuði og það væri ekki heppilegt ef ferðamönnum fjölg aði miklu meira á sumum stöð um á landinu á sumrin. Tækist hins vegar að dreifa þeim betur um landið og fá þá til að heimsækja aðra staði og ná betri dreifingu á aðra mánuði ársins þá getur landið vel tekið á móti fleiri ferðamönnum. Vandinn liggur í að of margir eru að skoða sömu staðina á sama tíma en það veldur miklu álagi á landið og innviðina auk þess sem upplifun ferðamanna verður síðri ef það eru margir ferðamenn í kringum þá. Þess vegna þola margir af mest heim sóttu stöðunum ekki fleiri gesti miðað við óbreytt ástand.“ Anna Dóra segir að besta leiðin til að taka á móti fleiri erlendum ferðamönnum sé að þeir komi á öðrum árstímum og nefnir hún átak Íslandsstofu og iðnaðarráðuneytisins, Ísland allt árið, í því sambandi. „Ef það heppnast þá er þetta frábær leið til þess að taka á móti fleir­ um vegna þess að aðaláhersl­ an er á að þeir komi á öðrum árstímum. Með því móti gætum við tekið á móti milljón erlend­ um ferðamönnum á ári.“ Alvarlegt mál Anna Dóra segir að tveir staðir hafi komið verst út þegar ferða ­ menn voru spurðir sumarið 2000 hvort þeir upplifðu að of margir ferðamenn væru á sömu ferðamannastöðum og þeir: Fjórð ungur gesta í Skaftafelli upp lifði of mikið fjölmenni og um 20% gesta í Landmannalaugum. „Við endurtókum síðan þessa rannsókn í Landmannalaugum árið 2009 og þá var hlutfall þeirra sem fannst of margir ferða menn vera á staðnum komið upp í 30%. Þetta tel ég vera mjög alvarlegt mál og að grípa þurfi í taumana. Þetta segir samt held­ ur ekki alla söguna því svo er annar hópur sem er hættur að heimsækja Landmannalaugar vegna fjölmennisins. Þetta fólk fer heldur í Lónsöræfi, að Langa sjó eða á aðra slíka staði. Þúsundir manna ganga Lauga veginn frá Landmanna­ laug um í Þórsmörk á hverju ári, enda er leiðin ein sú stórkostleg­ asta sem til er. Hún er hins vegar að verða mjög ásetin og ef markmiðið er að þar eigi að vera hægt að upplifa víðerni verður að huga að því að létta álagið á þeirri gönguleið. Við þyrftum fleiri góðar göngu­ leiðir og koma þeim betur á kortið þannig að ferðamenn þekki annað en Laugaveginn. Kerlingarfjöll eru t.d. ævintýra­ land göngumannsins. Þau eru dæmi um stað þar sem hægt er að fá góða og mikla þjónustu á hálendinu. Þar er hægt að fá gistingu í smáhýsum og eld aðan mat og þar er búið að stika tugi kílómetra af gönguleið um um stórbrotið landsvæði. Borgar­ fjörður eystri er annar staður þar sem heimamenn hafa gert frábæra aðstöðu fyrir göngufólk og stikað margar gönguleiðir. Það er þó dýrt að koma nýjum stöðum á kortið. Svo eru aðrar gönguleiðir eins og t.d. gamla þjóðleiðin um Kjöl og sú mikla saga sem henni tengist. Það væri hægt að gera margt í kringum það svæði en það er hins vegar ekki hægt vegna þess að þar vantar bæði drykkjarvatn og rennandi vatn fyrir salerni. Það þyrfti því að fjárfesta í borholum á helstu áfanga stöðunum en án þess er ekki boðlegt að gera út á gamla Kjal veg sem göngusvæði.“ Veturinn Spurð um áfangastaði fyrir erl enda ferðamenn yfir vetrar­ tímann nefnir Anna Dóra Vatna jökulsþjóðgarð sem sé aðdráttarafl ekki síður á veturna en sumrin; jöklaferðir, flugelda ­ sýningu sem sé að verða árleg­ ur viðburður við Jökulsárlón og svo hafi margir áhuga á að skoða norðurljósin. „Það þarf margt að ganga upp til að vetrarferðamennska verði að veruleika. Ferðaþjón­ ustuaðilar vinna vel saman á Suðurlandi og Suðausturlandi enda eru þeir mun sterkari þegar þeir vinna saman en hver í sínu lagi. Ferðaþjónustan á þessu svæði er því smám saman að eflast og það eykur hagræði fyrirtækjanna og eflir byggðina þegar upp er staðið. Þetta þarf að gerast víðar.“ Mismunandi markhópar Anna Dóra segir að við skipu­ lagningu ferðamannastaða þurfi að taka tillit til þolmarka þeirra og hinna mismunandi mark­ hópa sem koma til landsins. „Ég hef kallað einn markhópinn náttúrusinna en þeir sækjast eftir að upplifa ósnortin víðerni, þeir eru viðkvæmir fyrir allri röskun á náttúrunni, vilja hafa mannvirki og innviði í algjöru lágmarki og þola ekki mikinn fjölda ferðamanna í kringum sig. Svo er annar hópur sem sækist eftir góðri þjónustu, vill uppbyggingu og er ekki við ­ kvæmur fyrir fólksfjölda. Það er ekki hægt að gera þessa hópa ánægða á sama staðn­ um því þeir sækjast eftir svo mismunandi þáttum. Því þarf að móta stefnu um til hvaða markhópa mismunandi svæði eigi að höfða og skipuleggja ferðamannastaði með tilliti til þess. Um getur verið að ræða viðkvæm svæði sem þola alls ekki mikinn fjölda; ef ætlunin er að fá ferðamenn þangað ættu það að vera náttúruferðamenn vegna þess að sá hópur er fá mennur og það þarf ekki að byggja mikið upp í kringum þá.“ Anna Dóra segir að á há lend­ ið sæki fólk sem vill upplifa víðerni, áskoranir og fámenni og þess vegna megi ekki beina mikl um fjölda þangað. „Það er meira sparisvæði; það er líka spari vegna þess að við getum hagnast miklu meira á ferðamönnum í byggð. Þar býr fólk sem starfar við ferðaþjón­ ustu og veitir góða þjónustu. Þar er hægt að selja vörur og upplifun og því þarf nýsköpun að vera sem mest í byggð.“ Anna Dóra segir að þótt Ís lendingar geti tekið á móti milljón erlendum ferðamönn­ um ætti það ekki endilega að vera stefnan. „Markmiðið er ekki endi lega að fá millj­ ón ferðamenn heldur að fá sem mestan arð af þeim sem hingað koma og bæta afkomu greinarinnar. Til að svo megi verða borgar sig að byggja atvinnu greinina upp hægt og rólega en ekki með offorsi þar til blaðran springur framan í okkur. Megin markmiðið hlýtur að vera að ferðaþjónustan sé rekin á sjálf bæran hátt.“ TExTi: svava jÓnsdÓTTir / mynd: GEir Ólafsson Anna Dóra sæþórsdóttir. getuM við tekið á Móti fleiri ferðAMönnuM?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.